Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - dec 2020, Qupperneq 67

Ljósmæðrablaðið - dec 2020, Qupperneq 67
67 „Já, ég staldraði alveg aðeins við það og velti því fyrir mér en á endanum ákvað ég bara að prófa og fannst það virka vel. Það sem ég er fyrst og fremst að skoða eru sögurnar af ljósmæðrun- um og þessir sameiginlegu þræðir í þeim þó að auðvitað séu margar konur á bak við sögurnar sem voru allar sínar eigin manneskjur“. Kristín Svava geymir glósurnar úr vinnuferlinu og finnst ágætt að vita af því að hún geti rakið hverja ein- ustu ljóðlínu í bókinni til ljósmóðurinnar sem við á. Einnig eru nöfn ljósmæðranna sem koma við sögu birt aftast í bókinni. „Að finna rétta jafnvæg- ið á milli samstöðunnar og sérstöðunnar er lík- lega eitt af þessum eilífðarverkefnum sem aldrei klárast“, segir Kristín. En er hægt að ná utan um söguna með öðrum hætti sem ljóðskáld en fræðimaður? „Fram að þessu hef ég haldið þessu tvennu frekar aðskildu, og fundist það bara ágætt, þannig að þetta er ný upplifun fyrir mig. Ég hef alltaf séð ljóðið fyrir mér sem eitthvað hrárra þar sem maður þarf ekki að fara eftir neinum reglum og getur bara gert það sem manni sýnist. Þess vegna var ég pínu hikandi að blanda þessu saman en svo fannst mér bara spennandi að prófa að nota ljóðlistarverkfæri til að gera eitthvað sem ég myndi ekki gera á sama hátt í fræðunum. En ef maður vill tengja þetta við fræðin þá væri líklega nær lagi að tengja þetta við þjóðfræði sem gengur einmitt mikið út á að skoða sögur. En já, mér finnst eins og ljóðið hafi algjörlega virkað í þessu tilviki til þess að gera eitthvað annað en fræðin geta gert. Maður not- ar tungumálið öðruvísi í ljóðlist en í sagnfræði, allavega hefðbundinni sagnfræði, maður getur skoðað tungumálið og virkni þess með því að sprengja það allt í sundur og snúa því á haus án þess að hafa of miklar áhyggjur af rökfestu og samhengi. Á endanum var þetta mjög skemmti- legt verkefni, aðallega af því að ég elska þessar bækur svo mikið og verkefnið stýrðist auðvitað aðallega út frá þeim“. Við Kristín Svava kveðjumst á þessum hug- leiðingum um skáldskapinn. Það er óhætt að mæla með Hetjusögum, ekki síst fyrir lesend- ur Ljósmæðrablaðsins. Ef sögurnar í Íslenskum ljósmæðrum eru eins og að taka töflu af þessum horfna heimi þá eru ljóðin í Hetjusögum eins og að fá hann beint í æð. Frábær bók sem fangar svo vel hörkuna og blíðuna, ánægjuna og erf- iðleikana, einlægnina og íroníuna. Við þökkum Kristínu Svövu fyrir að bjarga okkar konum upp úr fönninni: fennir í flestra spor sagnir máðar af spjöldum minninganna þessar línur aðeins tilraun til að bjarga fáeinum merkiskonum úr fönninni mæður lífs og ljóss báru ljós í bæina blessuðu yfir vöggu barnanna klæddu sig úr fötunum til að gefa konunum göfug þjónusta við lífið heilög þjónusta við lífið og höfund þess um nafnlausa minningu þeirra leikur fögur birta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.