Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 71

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 71
71 Ég var rúmlega tveggja ára þegar mamma kom frá ljósmóðurnáminu og hafði mikið verið fóstraður hjá sambýlisfólki okkar, í gamla bænum í Dal um veturinn. Sumarið eftir, seinni part ágúst 1930, var ljósmóðirin fengin til dvalar í Vatnsfirði, því von var á barnsfæðingu. Ég var tekinn með í þessa ferð og man eftir ýmsu þarna og nefni einn viðburð. Ég var með nokkrum krökkum niðrí fjöru, þá var mokað sandi ofaní hálsmálið á mér, að aftan. Sandurinn rann niður eftir bakinu og niður i skálmarnar á prjónanærbuxum. Ég var stirður til gangs á leiðinni til bæjar, þar var ég tekinn og þveginn í trébala. Ekki man ég til þess að hafa grenjað, líklega verið stoltur af athyglinni sem þetta vakti. Árið þar á eftir fæddust tvíburarnir Ásgeir og Ingibjörg, sem þau Fanney og Benedikt í Bæj- um eignuðust 2. nóvember 1931. Salbjörg lýsti fæðingunni á eftirfarandi hátt: Ég hef einu sinni tekið á móti tvíburum, pilti og stúlku, og vóg drengurinn 8 merkur en stúlkan 6. Hann var fulllifandi, en hún var táldauð, en lifnaði við eftir tuttugu mínútna lífgunartilraunir. Mikið var ánægjulegt að sjá líf færast í þennan litla kropp. Þau þurftu ná- kvæma hjúkrun fyrst og húskynnin voru köld. Tvíburarnir komust til fullorðinsára og var hann með hærri mönnum. Þarna var óeinangrað timb- urhús og lítil eldstó í miðju húsi, svo kalt var út við veggina, ef ekki var kynt því betur í frostum. Tví- burarnir voru stundum látnir sofa í fataskáp, sem var við innvegginn í húsinu. Þegar farið var að byggja timburhús voru þau lítið eða ekkert ein- angruð og því miklu kaldari en torfbæirnir með þykkum veggjum og litlum gluggum. Þegar Halldóra Hafliðadóttir í Berurjóðri við Gullhúsár vænti sín, seinni hluta október 1941, óskaði hún eftir að ljósmóðirin kæmi til dval- ar fyrir fæðinguna, þar sem um langa leið er að ræða frá Lyngholti, komið fram á vetur og allra veðra von. Helgi í Dal var því fenginn til að fara með móður mína út eftir og lagði hann af stað á trillunni síðdegis, eftir að skilaboð komu. Veður fór versnandi og var komið myrkur og suðvest- an hvassviðri þegar komið var á áfangastað. Við Gullhúsárnar hagar svo til að það þarf að hitta á rétta innsiglingu og beygja svo fyrir innan grynn- ingu eða rif og er þá nokkurt var við lendingu í fjörunni. Helgi var með ljós en ekkert ljós sást í landi og engin leiðbeining um lendingu, svo hann beið fyrir framan nokkurn tíma eftir lagi. Að endingu fór báturinn yfir rifið, tók niðri en brim- ið skolaði honum yfir það. Þau stukku í sjóinn og svömluðu í land. En þá komu sjómenn sem höfðu orðið að lenda þarna vegna veðursins, en allir voru inni uppi í Gullhúsárbænum og höfðu ekki séð bátinn koma að. Þeir björguðu svo trillunni og Helgi komst á flot aftur og heim um kvöldið. Salbjörg ljósmóðir lenti stundum í slæmum vetrarferðum. Þann 12. febrúar 1945 komu skila- boð símleiðis um að ljósmóðirin ætti að koma strax inn að Lágadal í Nauteyrarhreppi, en þar bjuggu Jón Jóhannesson og Elín Valdimarsdótt- ir. Ferðin tók hátt í 18 tíma og var drjúgur hluti leiðarinnar farinn fótgangandi vegna ófærðar og síðasti hlutinn á hestum í slagveðursrigningu. Þau komu fram í Lágadal kl. 10 um morguninn og var barnið þá fætt fyrir 13 klukkustundum. Jón hafði fengið tvær nágrannakonur til að vitja konunnar, tóku þær á móti barninu, en fylgjan var ekki kom- in og þurfti ljósmóðirin að fást við það og annað á heimilinu. Móðir mín tók á móti mörgum börnum í tveim- ur hreppum við Ísafjarðardjúp og vitjaði sængur- kvenna í tveimur hreppum að auki. Oft var eins og sést á lýsingum hennar um langan og erfiðan veg að fara, í misjöfnu veðri og stundum slæmri vetrarfærð í náttmyrkri. Aldrei misfórst fæðing, þó að jafnaði væri læknir ekki nálægur. Alltaf voru þetta heimafæðingar og oft í þröngum og fátæklegum húsakosti. Hún skrifaði „fæðinga- bók“, sem er til, og þar er tiltekið allt það helsta Ljósmóðuráhöldin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.