Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 77

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 77
77 vart þessum konum? Hvaða þjónusta er í boði og hvernig er hún veitt? Hvað getum við sem ljós- mæður og manneskjur – og sem heilbrigðisþjón- usta í heild – gert betur fyrir þennan hóp? Hver er stefna heilbrigðisþjónustunnar í málefnum um- sækjenda um alþjóðlega vernd? Í þessari grein verður ekki leitast við að svara öll- um þessum stóru spurningum, til þess þyrfti mun meira pláss og betri yfirferð. Hér er einungis varp- að fram nokkrum sögulegum þáttum, skilgreining- um og praktískum atriðum sem vert er að hafa í huga til að þjónusta við þennan viðkvæma hóp sé sem best. Í leit að skjóli: bakgrunnur heims- styrjalda og áframhaldandi átaka Þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk tóku þjóðir sig saman árið 1920 og stofnuðu Þjóðabandalagið sem hafði m.a. að markmiði að finna lausn á vanda fólks sem hafði misst heimili sín og athvarf og var á vergangi. Einn af lykilmönnum að stofnun þessa bandalags og síðar umboðsmaður flóttafólks var norskur landkönnuður og diplómati, Fridtjof Nan- sen. Fyrir tilstilli Fridtjofs setti Þjóðabandalagið á fót áhrifamikla hjálparstofnun sem ætlað var að koma flóttamönnum til hjálpar. Án aðstoðar hefði fjöldi einstaklinga látið lífið vegna skorts á mat og öðrum nauðsynjum. Þá sem nú bjuggu þó alltof margir áfram við þá angist, örbirgð og einangrun sem fylgir því að vera á flótta. Þegar Sameinuðu þjóðirnar tóku við af Þjóða- bandalaginu árið 1945 eftir seinni heimsstyrjöldina var ljóst enn og aftur að gríðarlegur fjöldi flótta- manna þurfti á alþjóðlegri aðstoð og vernd að halda. Milljónir manna sem leituðu skjóls undan morðæðinu í Evrópu voru sendar aftur í opinn dauðann. Um slíkt voru meðal annars dæmi hér á Íslandi að gyðingum, þar með talið fjölskyldum og litlum börnum, var vísað frá . Eftir blóðbaðið skuldbundu þjóðir heims sig til að bera sameiginlega ábyrgð á einstaklingum sem flýja ofsóknir. Í ályktun frá 1946 undirstrikaði alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna að engin mann- eskja skyldi neydd til að snúa til heimalands síns ef hún ætti á hættu að verða fyrir ofsóknum þar. Hin sorglega staðreynd er hins vegar sú að aldrei í ver- aldarsögunni hafa fleiri manneskjur verið á flótta heldur en nú, um 80 miljónir manns, hvort heldur er innan eða utan eigin lands. Hælisleitandi, flóttamaður, manneskja? Lagaleg staða fólks hefur áhrif á það hver réttur þeirra til þjónustu er í hverju landi. En hver er munurinn á flóttamönnum og hælisleitend- um? Í stuttu og einföldu máli má segja þetta: Flóttamenn eru þeir sem flýja heimaland sitt vegna átaka, ofsókna eða annarra aðstæðna sem ógna lífi þeirra og öryggi. Stjórnvöld í nýju landi hafa viðurkennt að ekki sé hægt að vísa þeim úr landi þar sem slíkt setji þau í alvar- lega hættu og að nýja heimalandið sé þeirra. Hælisleitendur eru þeir sem óska eftir því að fá formlega stöðu flóttamanna, þ.e. þeir eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þeir hafa ekki enn fengið formlega viðurkenningu stjórn- Von á barni í flóttamannabúðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.