Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 79

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 79
79 ils að vinna að ná til þess hóps og bæta í alla staði aðbúnað þeirra og stuðningsnet. Um leið er áríðandi að hafa í huga að allar ófrískar konur sem staðsettar eru á Íslandi – jafnvel þær sem vísa á úr landi – eiga rétt á grundvallarmann- réttindum, stuðningi og mannúð. Samkvæmt Útlendingastofnun er verklagið þar að ef kona sækir um alþjóðlega vernd og er á miðri meðgöngu eða verður ófrísk þegar umsókn hennar er í ferli er óskað eftir forgangi að heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis er óskað eftir því að komast að hjá sveitafélagi. Þær konur sem hins vegar eru ekki komnar í slíka þjónustu eru í mun verri aðstæðum og stuðn- ingur til þeirra er takmarkaður. Ef konur eru ekki komnar með þjónustu á að vera til staðar sam- vinna á milli Útlendingastofnunar og viðkom- andi heilsugæslu um t.d. aðgang að lyfjum, nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu (t.d. göngu- deildar og bráðamóttöku kvennadeildar) og leigubílaþjónustu til að komast á viðkomandi stað. Að fæðingu lokinni tekur hefðbundin ungabarnavernd jafnan við en Útlendinga- stofnun veitir ekki sérstakan stuðning eftir fæðingu. Þá er ósögð þjónusta ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu til þessara kvenna - sem samkvæmt þjónustuaðilum hafa gert það af mikilli alúð, þekkingu og tillitssemi. Umfjöllun um það er hins vegar grein í annað blað. Til að fræða lesendur betur um þá þjón- ustu sem almennt er í boði leituðum við til Magdalenu Kjartansdóttur, deildarstjóra teym- is fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hjá Reykjavíkurborg (sjá hennar grein hér á eftir). Hún sagði okkur í hverju hennar starf felst. Reykjanesbær og Hafnarfjörður eru sömuleiðis með þjónustu fyrir umsækjendur. Í Reykjanes- bæ er meginmunurinn á starfseminni að þar er aðeins um að ræða húsnæði og þjónustu við fjölskyldur. Þó hefur það gerst að barnshafandi konum og einstæðum mæðrum hafi verið boð- ið að búa saman í Reykjanesbæ og þannig hef- ur ein getað stutt aðra. Í Hafnarfirði er þjónusta við fjölskyldur og einstæðar mæður. Sú þjón- usta er einstaklingsbundin og reynt er að mæta hverri konu þar sem hún er - reynsla þeirra eins og annars staðar að þessar konur eru oft ein- mana og oft á tíðum óöruggar og þurfa hlýju og stuðning. Dæmi um þjónustu sem þau veita sérstaklega er til dæmis að bílstjóri á þeirra vegum hefur sótt konur og nýbura á fæðingar- deildina. Ljósmæðrablaðið þakkar Magdalenu jafnt sem öðrum sem haft var samband við kærlega fyrir tíma þeirra og framlag til að upplýsa þessa umræðu frekar og fyrir að vera mikilvægur liður í að tryggja betri og heildstæðari barneignar- þjónustu. Okkar viðkvæmustu konur þurfa allar sem ein á slíku að halda og eiga til þess skilyrð- islausan rétt. Helstu heimildir: Edythe L. Mangindin. (2020). Gefum mæðrum rödd: Þró- un og forprófun spurningalista um upplifun erlendra kvenna af virðingu, ákvarðanatöku og mismunun í barneignarþjónustu á Íslandi. Háskóli Íslands, Óbirt meistararitgerð . Fair F, Raben L, Watson H, Vivilaki V, van den Muijsen- bergh M, Soltani H, et al. (2020). Migrant women’s experiences of pregnancy, childbirth and matern- ity care in European countries: A systematic review. PLoS ONE 15(2): e0228378. https://doi.org/10.1371/ journal. pone.0228378 Vefsíður: UNHCR. (2020). Figures at glance: Sótt af : https://www. unhcr.org/figures-at-a-glance.html UNHCR (2019). Global report. Sótt af : https://www.unhcr. org/globalreport2019/ UNHCR (2014). https://www.unhcr.org/publications/oper- ations/566958209/baby-friendly-spaces-holistic-app- roach-pregnant-lactating-women-young-children. html?query=pregnant%20women http://www.flotti.org/againstallodds/factualweb/is/2.3/ index.html Rauði Krossinn. (2020). Fólk á flótta. Sótt á: https://www. raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/folk-a-flotta/

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.