Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 79

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 79
79 ils að vinna að ná til þess hóps og bæta í alla staði aðbúnað þeirra og stuðningsnet. Um leið er áríðandi að hafa í huga að allar ófrískar konur sem staðsettar eru á Íslandi – jafnvel þær sem vísa á úr landi – eiga rétt á grundvallarmann- réttindum, stuðningi og mannúð. Samkvæmt Útlendingastofnun er verklagið þar að ef kona sækir um alþjóðlega vernd og er á miðri meðgöngu eða verður ófrísk þegar umsókn hennar er í ferli er óskað eftir forgangi að heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis er óskað eftir því að komast að hjá sveitafélagi. Þær konur sem hins vegar eru ekki komnar í slíka þjónustu eru í mun verri aðstæðum og stuðn- ingur til þeirra er takmarkaður. Ef konur eru ekki komnar með þjónustu á að vera til staðar sam- vinna á milli Útlendingastofnunar og viðkom- andi heilsugæslu um t.d. aðgang að lyfjum, nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu (t.d. göngu- deildar og bráðamóttöku kvennadeildar) og leigubílaþjónustu til að komast á viðkomandi stað. Að fæðingu lokinni tekur hefðbundin ungabarnavernd jafnan við en Útlendinga- stofnun veitir ekki sérstakan stuðning eftir fæðingu. Þá er ósögð þjónusta ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu til þessara kvenna - sem samkvæmt þjónustuaðilum hafa gert það af mikilli alúð, þekkingu og tillitssemi. Umfjöllun um það er hins vegar grein í annað blað. Til að fræða lesendur betur um þá þjón- ustu sem almennt er í boði leituðum við til Magdalenu Kjartansdóttur, deildarstjóra teym- is fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hjá Reykjavíkurborg (sjá hennar grein hér á eftir). Hún sagði okkur í hverju hennar starf felst. Reykjanesbær og Hafnarfjörður eru sömuleiðis með þjónustu fyrir umsækjendur. Í Reykjanes- bæ er meginmunurinn á starfseminni að þar er aðeins um að ræða húsnæði og þjónustu við fjölskyldur. Þó hefur það gerst að barnshafandi konum og einstæðum mæðrum hafi verið boð- ið að búa saman í Reykjanesbæ og þannig hef- ur ein getað stutt aðra. Í Hafnarfirði er þjónusta við fjölskyldur og einstæðar mæður. Sú þjón- usta er einstaklingsbundin og reynt er að mæta hverri konu þar sem hún er - reynsla þeirra eins og annars staðar að þessar konur eru oft ein- mana og oft á tíðum óöruggar og þurfa hlýju og stuðning. Dæmi um þjónustu sem þau veita sérstaklega er til dæmis að bílstjóri á þeirra vegum hefur sótt konur og nýbura á fæðingar- deildina. Ljósmæðrablaðið þakkar Magdalenu jafnt sem öðrum sem haft var samband við kærlega fyrir tíma þeirra og framlag til að upplýsa þessa umræðu frekar og fyrir að vera mikilvægur liður í að tryggja betri og heildstæðari barneignar- þjónustu. Okkar viðkvæmustu konur þurfa allar sem ein á slíku að halda og eiga til þess skilyrð- islausan rétt. Helstu heimildir: Edythe L. Mangindin. (2020). Gefum mæðrum rödd: Þró- un og forprófun spurningalista um upplifun erlendra kvenna af virðingu, ákvarðanatöku og mismunun í barneignarþjónustu á Íslandi. Háskóli Íslands, Óbirt meistararitgerð . Fair F, Raben L, Watson H, Vivilaki V, van den Muijsen- bergh M, Soltani H, et al. (2020). Migrant women’s experiences of pregnancy, childbirth and matern- ity care in European countries: A systematic review. PLoS ONE 15(2): e0228378. https://doi.org/10.1371/ journal. pone.0228378 Vefsíður: UNHCR. (2020). Figures at glance: Sótt af : https://www. unhcr.org/figures-at-a-glance.html UNHCR (2019). Global report. Sótt af : https://www.unhcr. org/globalreport2019/ UNHCR (2014). https://www.unhcr.org/publications/oper- ations/566958209/baby-friendly-spaces-holistic-app- roach-pregnant-lactating-women-young-children. html?query=pregnant%20women http://www.flotti.org/againstallodds/factualweb/is/2.3/ index.html Rauði Krossinn. (2020). Fólk á flótta. Sótt á: https://www. raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/folk-a-flotta/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.