Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 82

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 82
82 Það var haustið 2016 sem ég tók við teymi sem sinnir umsækjendum um alþjóðlega vernd hjá Reykjavíkur- borg. Áður hafði ég sinnt öðru deildarstjórastarfi hjá Reykjavíkurborg og stýrt teymisvinnu og hafði því reynslu af að vinna með flókin mál þar sem einstak- lingar áttu við margháttaðan vanda að etja sem og barnaverndarmál. Þessi reynsla hefur nýst mér vel en vinna með umsækjendum um alþjóðlega vernd (hér eftir: umsækjendur) hefur verið krefjandi og flókin en á sama tíma lærdómsrík og gefandi. Helstu verkefnin mín eru í stuttu máli; ábyrgð á faglegu starfi, vinnubrögðum, uppbyggingu og skipulagi teymisins sem og samstarfi og samvinnu við aðrar stofnanir. Ég ber einnig ábyrgð á fjárhags- áætlun teymisins, starfsmannahaldi og skipulagi starfa, ráðningum, símenntun, handleiðslu og fleiru starfsmannatengdu. Ég leiðbeini starfsmönnum og veiti þeim ráðgjöf í starfi, meðal annars með því að styðja starfsmenn og hjálpa þeim við að takast á við ógnandi og erfiðar aðstæður í starfi. Í mínu teymi, sem sinnir umsækjendum, eru 13 starfsmenn í 11,8 stöðugildum. Teymið okkar er fjölbreyttur, fjölþjóðlegur hópur frá sex þjóðlönd- um, með ólíka menntun og ólíkan bakgrunn. Það eru starfsmenn í húsnæðisteymi, stuðningsþjónustu, menningarmiðlun (brúarsmiðir) og svo málstjórar sem bera ábyrgð á einstökum málum. Málstjórar hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem einstaklingar og fjölskyldur fá, taka viðtöl, gera einstaklingsáætlan- ir, fara í heimavitjanir og sjá um samskipti og fundi við leik- og grunnskóla og það sem til fellur í hverju máli fyrir sig. Við sinnum eingöngu þeim sem koma á eigin vegum til landsins og sækja formlega um alþjóðlega vernd af pólitískum og/eða mannúðará- stæðum. Yfirvöld ákveða síðan hvort viðkomandi falli undir skilgreiningu Flóttamannastofnunar um hvort viðkomandi umsækjandi teljist flóttamaður eða ekki. Árið 2014 gerði Útlendingastofnun (UTL) samn- ing við Reykjavíkurborg (þjónustuaðili ) um þjónustu við umsækjendur, en áður var það alfarið í hönd- um Reykjanesbæjar. Samningur við velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók gildi í janúar 2014 og var Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd (UAV) hjá Reykjavíkurborg. Magdalena Kjartansdóttir, deildarstjóri

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.