Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 88

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 88
88 Þegar Ólöf Ásta Ólafsdóttir var níu ára gömul bjó hún á Sauðárkróki ásamt fjölskyldu sinni. Ólöf Ásta átti kindur hjá sauðfjárbænd- um í grenndinni og fékk að taka þátt í að koma nýjum lömbum í heiminn á vorin. Einn bjartan sumardag var Ólöf Ásta á heimleið úr heyskap þegar ljósmóðirin á sjúkrahúsinu kallaði á hana úr dyragættinni. María ljósa, sem var fjölskylduvinur, hafði nýlokið við að taka á móti dótturdóttur sinni og lagði hvítvoðunginn í fangið á Ólöfu Ástu. Þessi töfrastund kveikti neista í hjarta ungu stúlkunnar sem síðar varð einn helsti frumkvöðull Íslands í kennslu og rann- sóknum í ljósmóðurfræði. Ólöf Ásta fetaði í fótspor Maríu ljósu með prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands. Þessi kjarkmikla og forvitna kona lét ekki þar við sitja heldur varð það hennar helsta ævistarf að skapa nýja þekkingu í ljósmóð- urfræði og kveikja sama fróðleiksþorsta og býr í hennar eigin brjósti í hjörtum nýrra ljósmæðra. Þegar Ólöf Ásta var ein fárra íslenskra ljósmæðra með meistaragráðu var henni falið það mikilvæga verk- efni að setja á fót háskólanám í ljósmóðurfræði. Ólöf Ásta var með- vituð um mikilvægi þess að varðveita þann mikla fjársjóð sem var fólginn í langri sögu ljósmæðramenntunar á Íslandi, en ekki síður hversu nauðsynlegt það var að vera óhrædd við að rugga bátnum. Undir styrkri stjórn Ólafar Ástu öðlaðist ljósmæðranám á Íslandi nýtt eðli og inntak þar sem það besta úr sögu stéttarinnar var ofið saman við framsýnar hugmyndir og kvenlæga hugmyndafræði. Nýju ljós- mæðranámi var í fyrsta sinn á Íslandi stýrt af ljósmæðrum sjálfum og kennslan mótaðist af þeirra eigin hugmyndafræði um fæðingu sem eðlilegan, náttúrulegan viðburð. Við umönnun kvenna var áherslan á þarfir, óskir og gildismat kvennanna sjálfra. Gamlir draugar forræðishyggju voru særðir á brott með nýjum hugmynd- um um samráð, sjálfræði og rétt kvenna til að eiga upplýst val. En forvitna stúlkan frá Sauðárkróki hélt áfram að spyrja áleitinna spurninga og Ólöf Ásta varð fyrsta ljósmóðir á Íslandi til að ljúka doktorsgráðu í ljósmóðurfræði. Þar sem þróun þekkingar í ljós- móðurfræði á Íslandi var rétt að byrja að slíta barnsskónum fór Ólöf Ásta beint að kjarnanum, en doktorsverkefni hennar fjall- aði um menningu og þekkingu ljósmæðra í starfi þeirra með konum. Niðurstöðurnar vörpuðu ljósi á mikilvægi og hlutverk yfirsetu í stuðningi við eðlilega fæðingu og myndun þeirra mik- ilvægu tengsla og innsæisþekkingar sem starf ljósmóðurinnar hvílir á. Ólöf Ásta hefur síðan verið í fararbroddi í faglegri þróun ljósmóðurfræði hér á landi auk þess að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um kennslu og rannsóknir. Þegar kom að endur- skoðun ljósmæðranámsins var Ólöf Ásta lykilkona við gerð nýrr- ar námskrár í ljósmóðurfræði til meistaragráðu. Í öllum störfum sínum hefur Ólöf Ásta verið holdgervingur hug- myndafræði ljósmæðra og lagt áherslu á innsæi, reynsluþekk- ingu og andlega meðvitund sem flæðir frá kynslóð til kynslóðar með fæðingarsögum þeirra. Hún hefur jafnframt haldið á lofti leiðtogahlutverki ljósmæðra í valdeflingu kvenna í trú á eigin getu til að fæða án aðstoðar. Með djúpu innsæi sínu í eðli mann- eskjunnar, hnífskarpri sýn á heiminn og ódrepandi ástríðu fyrir ljósmæðrastarfinu hefur Ólöf Ásta kveikt neista í brjóstum heill- ar kynslóðar af íslenskum ljósmæðrum. Með hlýju og einlægri umhyggju hefur hún setið yfir ljósmæðranemum meðan þeir takast á við krefjandi þroskaverkefni og leyfa ljósmæðrahjörtun- um að vaxa í brjóstum sínum. Hún hefur ýtt verðandi ljósmæðr- um út úr þægindarammanum, hvatt þær til að gera það sem er erfitt og kennt þeim að virða eigin styrk og innsæi. Ólöf Ásta er ljósmóðir íslenskra ljósmæðra. Portrett: Sunna María Helgadóttir Ólöf Ásta Ólafsdóttir Ljósmóðir ljósmæðranna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.