Bændablaðið - 08.10.2020, Page 1

Bændablaðið - 08.10.2020, Page 1
19. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 8.október ▯ Blað nr. 572 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Afrísk svínapest breiðist út með villisvínum um Evrópu – Stórir kaupendur í Asíu hafa bannað innflutning á svínakjöti frá Þýskalandi: MAST treystir á að erlent eftirlit varni því að smitað svínakjöt berist til Íslands – Segir strangar takmarkanir á viðskipti með svínakjöt þar sem afrísk svínapest hefur greinst en engar beinar aðgerðir á döfinni hér Fyrr í þessum mánuði greindist fyrsta tilfelli afrískrar svínapestar í Þýskalandi. Veiran fannst í villi­ svínum og enn sem komið er hefur hún ekki fundist í eldisdýrum eða á svínabúum í Þýskalandi. Eigi að síður hafa nokkrar þjóðir þegar bannað innflutning á svína­ kjöti frá landinu. Strangar takmarkanir á viðskipti og fyrirbyggjandi aðgerðir eru í löndum þar sem afrísk svínapest hefur greinst til að reyna að hefta útbreiðslu pestarinnar. Svínapest smitast ekki í menn en ekkert bóluefni er til við veirunni sem pestinni veldur og hún hefur alvarlegar afleiðingar á svínaeldi þar sem hún kemur upp. Thelma Dögg Róbertsdóttir, sér­ greinadýralæknir í heilbrigði og vel­ ferð svína hjá Matvælastofnun, segir að Matvælastofnun hafi eftirlit með innflutningi á matvælum sem eru upprunnin í löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Strangar takmarkanir Innfluttu kjöti frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins skal fylgja opinbert heilbrigðisvottorð. Komi upp afrísk svínapest á svínabúi eru settar hömlur á búið með það að markmiði að koma í veg fyrir út­ breiðslu sjúkdómsins, meðal annars er ekki heimilt að dreifa vörum þaðan. Yfirvöld í útflutningsríki geta ekki vottað kjöt frá búi sem hömlur gilda um vegna tilkynningarskyldra sjúkdóma. Búum lokað ef sýking kemur upp Thelma segir að innan Evrópu­ sambandsins sé vöktunarkerfi og að um leið og það kemur upp tilkynn­ ingarskyldur sjúkdómur, eins og afrísk svínapest á búum, sé þeim lokað og ýmsar aðrar takmarkanir eru fyrirskipaðar, meðal annars um viðskipti með vörum sem borið geta veiruna. Með því móti er reynt að tryggja að sýktar vörur berist ekki á markað. „Sýking hefur greinst á svína­ búum í Evrópu og í nokkrum villi­ svínum í Þýskalandi og við hjá Matvælastofnun munum að sjálf­ sögðu fylgjast með framvindunni en í raun treystum við því að eftirlitið í Þýskalandi sé virkt og að yfirvöld í landinu grípi til viðeigandi ráðstaf­ ana gerist þess þörf.“ Ekki gripið til beinna aðgerða hér á landi Samkvæmt þessu er því í raun ekki gripið til neinna beinna aðgerða hér á landi en Thelma segir að málið verði skoðað komi upp sýkingar af afrískri svínapest í búum í löndum sem við flytjum inn svínakjöt frá. Matvælastofnun fylgist náið með til­ kynningum frá Evrópusambandinu og er á varðbergi vegna þessa. Berst með hráu og frosnu kjöti „Við hjá Matvælastofnun leggjum áherslu á að svínabúin í landinu hafi strangan aðgang inn á búin. Sjúkdómurinn breiðist helst með villisvínum, tækjum sem notuð eru á svínabúum og vöruflutningabílum sem flytja svín eða svínaafurðir milli staða og matvælum. Á Íslandi eru ekki villisvín og það er plús fyrir okkur og þar sem sjúkdómurinn þekkist ekki hér á landi berst hann ekki með flutningabílum. Það er líka rétt að benda á að vírusinn getur lifað lengi í frosnu kjöti. Erlendis er algengt að fólk skilji eftir matarafganga á svæðum þar sem villisvín eru, til dæmis pylsur eða skinku, og þannig getur pestin hæglega borist í svínin frá fólki og úr mat. Eins og áður er sagt getur pestin borist með hráu og frosnu svína­ kjöti, eða öðru sem mögulega inni­ heldur svínakjöt, til landsins og svo mögulega inn á svínabú með fólki. Við minnum því á að aðilar sem hafa verið erlendis þar sem svín hafa verið eða komist í snertingu við hugsanlegt smit fari ekki inn á svínabú á Íslandi fyrr en í fyrsta lagi 48 klukkustundir eftir komu til landsins. Einnig er mikilvægt að fólk sem starfar á svínabúum hérlendis taki ekki með sér matvæli sem geta borið smit inn á búin. Ég vil líka minna á bannið við að fóðra svín með eldhúsúrgangi, en svoleiðis fóðrun getur borið smit í svínin. Mig langar líka að benda á að pestin getur einnig borist til landsins með ferðamönnum og ekki síst fólki sem stundar veiðar á svæðum þar sem hún er til staðar.“ Viðbragðsáætlun Thelma segir að ef svo fer að afrísk svínapest berist til landsins sé til staðar viðbragðsáætlun um viðbrögð við alvarlegum smitandi dýra sjúkdómum sem nýbúið sé að uppfæra. Áætlunin gerir ráð fyrir skjótum viðbrögðum til að hefta út­ breiðslu pestarinnar og að útrýma henni sem fyrst með því að loka búum, skera niður og sótthreinsa. „Eitt af því sem mestu skiptir til að ráða niðurlögum pestarinnar er að fá sem fyrst tilkynningu frá svínabúi ef grunur kemur upp um smit.“ Að sögn Thelmu er mögulegt að hefta og útrýma sýkingum af þessu tagi sé gripið strax til aðgerða, eins og sannaðist þegar tókst að útrýma Gumboro­veikinni í alifuglum sem kom upp 2019 og var útrýmt fyrr á þessu ári. Thelma segir að verið sé að útbúa veggspjald sem ætlað er til að hengja upp á svínabúum til að minna fólk á að fara varlega og gæta að smitvörnum. Auk þess sem hún bendir á nýtt smitvarnarmyndband á heimasíðu Matvælastofnunar, https://www.mast.is/en/travel. /VH – Sjá nánar um afrísku svínapestina og stöðu mála í Þýskalandi á bls. 10 Kornskurður hjá bændum hefur gengið nokkuð vel í haust þó rignt hafi heldur mikið í september. Að sögn bænda er kornuppskeran heldur betri en í meðallári. Á myndinni er verið að slá korn á bænum Syðra-Fíflholti í Vestur-Landeyjum með nýrri vél, sem þrír bændur festu kaup á og fluttu inn til landsins. Er það nefnt „Reytiborð“ og reytir það kornið af axinu sem síðan er dælt á vagn en hálmurinn verður eftir. Kornið er síðan keyrt heim að bæ og sett í stæðu og verður þar að votverkuðu byggi, sem nautgripir fá í vetur. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Ört vaxandi fjárfestingar í nýrri hátækni í landbúnaði þrátt fyrir COVID-19 20 26–27 Fangar angan íslenskrar náttúru Landgræðsluverðlaunin komin í hús og hugað að frekari stækkun 36–37

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.