Bændablaðið - 08.10.2020, Side 6

Bændablaðið - 08.10.2020, Side 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 20206 Nú gengur yfir okkur þriðja bylgja veirunn- ar með umtalsverðum áhrifum á allt atvinnulíf og mannlíf. Fyrirtæki verða að bregðast við með því að hólfaskipta starf- semi og vaktaskipta með þeim afleiðing- um að það dregur úr afköstum og eykur kostnað. Þar eru fyrirtæki í landbúnaði ekki undanskilin né bændur sjálfir. Ég vil hvetja bændur til að gæta vel að sóttvörnum heima fyrir svo komist verði hjá smitum heima á búum. Gætum að eigin hrein- læti, nýtum okkur leiðbeiningar sem finna má á heimasíðu Bændasamtakanna, á heimasíðu RML og eins má finna mjög ítarlegar reglur og leiðbeiningar á síðu Landlæknisembættisins. Þetta ástand hefur gert það að verkum að enn verðum við að slá því á frest að hitta bændur vegna útfærslu á félagskerfinu. En það koma tímar og koma ráð og við munum auglýsa það þegar þar að kemur. Gáleysi og skammsýni Undanfarinn mánuð hafa miklar verðlækkanir dunið á íslenskum nautakjötsframleiðendum. Hafa sláturleyfishafar borið fyrir sig harðnandi samkeppni við innflutning á lægri aðflutnings- gjöldum á sama tíma og markaðurinn dregst saman sökum fækkunar ferðamanna. Bændasamtök Íslands óskuðu eftir því við stjórnvöld í fyrri bylgju COVID-19 að ekki yrði úthlutað tollkvótum fyrir seinni hluta árs þar sem þá þegar var orðið ljóst að eftirspurn yrði mun minni en áður og úthlutun tollkvóta með óbreyttum hætti myndi grafa undan inn- lendri framleiðslu og mögulega veikja stoðir hennar verulega. Íslenskt atvinnulíf þyrfti ekki á því að halda í þeirri djúpu efnahagslægð sem landið var þá þegar komið í. Var erindinu hafn- að með öllu en sagt að ríkisstjórnin hefði hins vegar ákveðið að ráðast í úttekt á samningnum og í framhaldi af því yrði tekin ákvörðun um hvort óskað yrði eftir viðræðum við ESB um endurskoðun tollasamningsins. Nú er kominn október og lítið er að frétta af þeirri úttekt en stoðir íslenskrar nautakjöts- framleiðslu hafa sannanlega veikst til muna. Þá hafa fundir okkar með ráðamönnum ekki gefið vonir um að samningurinn við ESB verði endurskoðaður í bráð, þrátt fyrir fullkominn forsendubrest hans og þá staðreynd að hið minnsta þrír ráðherrar sitjandi ríkisstjórnar hafa sagt opinberlega að endurskoða þurfi samninginn. Tekjumissir um 150 milljónir króna Það sem af er þessu ári hefur innlend fram- leiðsla dregist saman um 4,6% og innflutn- ingur nautakjöts dregist saman um 16,4% frá árinu áður. Tollkvótar fyrir nautakjöt – sem og aðrar landbúnaðarvörur – hafa hins vegar aukist og verð á þeim fallið hratt, nú síðast um tæp 40% með nýrri úthlutunaraðferð sem var í fyrsta sinn beitt um mitt þetta ár. Tekjumissir greinarinnar vegna þeirra verðlækkana sem hafa dunið yfir kúabændur undanfarið ár nemur um 150 milljónum króna. Það hefði verið ráð hjá íslenskum stjórnvöldum að hið minnsta bíða með að taka upp nýja úthlutun- araðferð, sem ljóst var að hefði verðlækkandi áhrif á bændur, þar til fram yfir heimsfaraldur- inn sem nú geisar. Við útdeilingu tollkvóta frá ESB fyrir seinni hluta þessa árs var sóst eftir 545 tonnum af nautakjöti, tæplega tvöföldu magni á við toll- kvótann sem í boði var. Það er því ljóst að ekki er neinn hugur í innflutningsaðilum að draga úr innflutningi þrátt fyrir minnkun markaðarins. Samkeppnin er því í hæstu hæðum og mun ekki minnka, þar sem ljóst er að innflutnings- aðilar munu þurfa að koma þessu magni á markaðinn áður en nýir tollkvótar verða boðnir út fyrir fyrrihluta næsta árs. Verndum íslenska frumframleiðslu Þegar litið er til allra þeirra aðgerða sem ráðist hefur verið í til að vernda íslenskt atvinnulíf, ásamt hvatningarátökum til Íslendinga um að velja íslenskt og „láta það ganga“ er furðulegt andvaraleysi gagnvart því að vernda íslenska frumframleiðslu á borð við landbúnaðinn. Bændur geta fæstir nýtt sér COVID-19 úrræði stjórnvalda eins og hlutabætur, lokunarstyrki, sértæk lán, laun á uppsagnarfresti og fleira. Bændur reka margir hverjir starfsemi sína á eigin kennitölu. Heimilið og reksturinn er þá undir sama hatti og tapast hvort tveggja ef illa fer. Sú staðreynd hefur reyndar valdið ýmsum vandkvæðum því úrræðin gera yfirleitt ekki ráð fyrir einstaklingsfyrirtækjum. Besta leiðin til að styðja við íslenska framleiðslu á tímum sem þessum er að vernda samkeppnisstöðuna, hið minnsta að tryggja að samkeppnin sé á sanngirnisgrundvelli. Aðeins 10% af landbúnaðarframleiðslu heimsins eru seld á milli ríkja. Hin 90% eru til neyslu og vinnslu á heimamarkaði. Allir þurfa að borða og allar ábyrgar ríkisstjórnir vita að það má ekki bregðast að íbúarnir hafi aðgang að nægum mat. Um allan heim tíðkast að ríki verndi og styðji innlenda matvælafram- leiðslu og þar er Ísland engin undantekning. Rökin að baki eru einkum þau að almenningur og stjórnvöld, í umboði hans, meta það svo að mikilvægt sé að tryggja framleiðsluna í viðkomandi löndum. Menn vilja ekki standa frammi fyrir því að hafa fórnað matvælafram- leiðslunni fyrir skammtímagróða, né stóla á innfluttar matvörur eingöngu. Til þess að ná þessum markmiðum nota ríki meðal annars tollvernd. Það er þó ekki nóg að tollvernd sé til staðar, hún þarf að virka. Sanngjarna samkeppni Fyrr í vikunni birtust fréttir af máli fyrirtækis sem grunað er um tollalagabrot þar sem inn- flutt kjöt var ranglega skráð í tollskráningu. Nemur mismunur vegna rangrar skráningar á tollnúmeri tæpum tuttugu milljónum króna í því tilfelli. Bændablaðið hefur undanfarið sagt frá því að misræmi er í magntölum sem sýna innflutningstölur Hagstofunnar til Íslands og útflutningstölur frá löndum Evrópusambandsins á ýmsum landbúnaðar- vörum. Þá er ljóst að munurinn í magntölum sumra vöruflokka er gríðarlega mikill. Ef hægt er að rekja það misræmi til rangra skráninga við tollskráningu þá kemur það augljóslega niður á möguleikum íslenskra bænda að koma vörum sínum á markað. Á meðan staðan er með þeim hætti er seint hægt að segja að samkeppnin sé sanngjörn. Menn geta sagt að þessi grein eigi bara að þola samkeppnina. En hún þarf að vera sanngjörn. Aðstæður verða að vera þannig að vilji sé til framleiðslunnar hérlendis. Sé ekki gætt að því, bresta undirstöður hennar og hún hverfur á endanum að mestu. Þegar hún er einu sinni farin kemur hún ekki svo auð- veldlega aftur. Þá verður ekkert val. Viljum við það? Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.200 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Í æsku var manni kennt að það væri ljótt að segja ósatt og því klingja ævinlega viðvörunarbjöllur þegar maður verður var við að fólk er að kynna fyrir öðrum hluti sem það veit jafnvel sjálft að eru ósannir. Þá er sérlega sárt þegar flutn- ingsmenn „sannleikans“ er fólk í háum embættum og þjónar almennings sem skreyta sig með fínum titlum. Í æsku var manni líka kennt að maður ætti að nota eigið hyggjuvit til að rýna til gagns og þá vera sérstaklega á varðbergi þegar aðrir fullyrða að eitthvað sé hinn eini rétti sannleikur. Reynslan hefur síðan kennt manni að þegar hart er lagt að manni að meðtaka sannleikann, þá er oftar en ekki maðkur í mysunni og stutt í ósannsögli og staðlausa stafi. Því miður hefur maður alltof oft horft upp á fólk fara frjálslega með staðreynd- ir svo ekki sé fastar að orði kveðið. Því til staðfestingar má nefna mörg mál og eitt þeirra kom upp í hugann við lestur á Morgunblaðinu mánudaginn 5. október. Þar var greint frá því að ESA, sem er Eftirlitsstofnun EFTA, hafi sent Íslandi lokaviðvörun. Sú viðvörun er sett fram vegna þess að íslenska ríkið hefur þrá- ast við að tryggja, að við innleiðingu laga vegna framkvæmdar EES-reglna frá Evrópusambandinu, þá standi þær reglur ávallt framar íslenskum lögum. Það eru ekki einhverjir heilalausir hálfvitar sem halda þessu fram, þó svo mætti skilja af orðræðu sumra, heldur lögfræðingastóð með allt ESB-veldið á bak við sig. Málið snýst einfaldlega um að ef ágrein- ingur verður um lagatúlkun á milli EES- reglna og annarra settra laga, skuldbindi EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði um að það séu EES-reglurnar sem gildi. Undir þetta hafa íslensk stjórn- völd skrifað samkvæmt bókun 35 með EES-samningnum. Þetta þýðir í raun að ætlast er til að allar reglur og lög sem innleidd eru samkvæmt EES-samningi á Íslandi, lúti lögmálum EES og ESB, en ekki séríslenskum lögum og lagatúlkunum Alþingis. Hvað sögðu menn við innleiðingu á orkupökkum Evrópusambandsins og þá sér í lagi þeim þriðja? Þá var bent á að með innleiðingunni væru íslensk stjórnvöld að afsala sér valdi yfir stjórn orkumála á Íslandi. Samt fullyrtu sumir íslenskir ráð- herrar, þingmenn og hagsmunaaðilar, sem nú reyna að hasla sér völl í orkugeiran- um, að það væru fráleitar áhyggjur. Það væru alltaf íslensk lög sem réðu ferðinni og Alþingi hefði þar síðasta orðið. Nú er deginum ljósara að Eftirlitsstofnun EFTA er þeim ekki sammála, hvorki í því máli né nokkru öðru er varðar innleiðingu á reglu- gerðum og löggjöf Evrópusambandsins. Með slíkum innleiðingum er, samkvæmt þeirra skilningi, verið að afsala valdi til erlendrar ríkjasamsteypu og færa það undir erlenda löggjöf. Í 21. grein stjórnarskrár Íslands segir orðrétt: „Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.“ EES lítur greinilega svo á að hnykkja þurfi með ótvíræðum hætti á ákvæðinu um afsal og skilur það svo að með samþykkt 46 alþingismanna á orkupakka 3 og mörg- um fleiri málum hafi þeir um leið verið að samþykkja að undirgangast þau lög ESB. Sem sagt, afsal á valdi þar sem EES-reglur eru alltaf rétthærri íslenskum lögum. Það er ljótt að ljúga og ef þingmenn samþykkja lög sem fela í sér valdaafsal til erlendra ríkja, þá ber þeim skylda til að segja þjóðinni sannleikann. /HKr. LÍF&STARF Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Horft yfir Húsavík og Skjálfandaflóa til vesturs af Húsavíkurfjalli. Handan flóans blasa við Kinnafjöll og Víknafjöll. Örnefnið Húsavík er talið vera eitt hið elsta á Íslandi. Í Landnámabók (Sturlubók) segir frá Garðari Svavarssyni, sænskum víkingi, sem sigldi til landsins og umhverfis það og uppgötvaði að það var eyja. Nefndi hann landið Garðarshólma. Garðar hafði vetursetu á Húsavík, byggði sér hús og af því er nafnið talið dregið. Þegar Garðar sigldi burt, vorið eftir, sleit frá honum bát sem á var maður nefndur Náttfari, ásamt þræl og ambátt. Þingeyingar hafa löngum litið á Náttfara sem fyrsta landnámsmanninn og því fögnuðu þeir 11 alda afmæli Íslandsbyggðar árið 1970, fjórum árum fyrr en flestir aðrir landsmenn. Mynd / Hörður Kristjánsson. Það er ljótt að ljúga COVID-19 á haustdögum

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.