Bændablaðið - 08.10.2020, Page 25

Bændablaðið - 08.10.2020, Page 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 25 Matvælasjóður var formlega opnaður 2. september og um leið var opnað fyrir umsóknir í hann. Umsóknarfrestur rann út 21. sept- ember og þá höfðu 263 umsóknir borist í í alla fjóra styrkjaflokk- ana. Matvælasjóður varð til með sam- einingu Framleiðnisjóðs landbún- aðarins og AVS-rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi. Stofnfé sjóðsins er 500 milljónir króna og er gert ráð fyrir úthlutun í kringum næstu mánaða- mót. Samkvæmt nýbirtu fjárlagafrum- varpi mun Matvælasjóður fá 250 milljón króna viðbótarframlag á næsta ári við þær tæplega 400 millj- ónir sem áætlað er að sjóðurinn hafi árlega til umráða. Fjórir styrkjaflokkar Matvælasjóður hefur fjóra styrkja- flokka, Keldu, Afurð, Báru og Fjársjóð. Í Keldu bárust 48 umsóknir, sem styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekk- ingu. Tilgangur Keldu er að veita rannsóknastyrki til að hægt sé að afla nýrrar þekkingar sem stuðlar að nýsköpun, sjálfbærni, verð- mætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. Í Afurð bárust 50 umsóknir, sem styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki til- búin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð. Líta má á þennan flokk styrkja sem tækifæri til að móta og þróa afurð úr hráefnum sem tengjast matvælaframleiðslu og gera hana verðmætari í ferlinu. Afurðirnar eiga að auka nýsköpun, sjálfbærni, verð- mætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. Verkefnin geta verið á ólíkum stað í ferlinu, á byrjunarreit eða loka- stigum. Í Báru bárust 126 umsóknir, sem styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni. Í Báru leita þeir frumkvöðlar, og fyrirtæki sem eru yngri en fimm ára, sem vilja skoða hugmynd, hráefni eða aðferðir sem stuðla að nýsköpun, sjálfbærni, verð- mætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. Í Fjársjóð bárust 37 umsókn- ir, sem styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri. Skilyrði Fjársjóðs er að varan sé afurð úr íslenskum hráefnum sem ætlað er til matvælaframleiðslu. Tilgangurinn er að veita styrk til fyrirtækja til að styrkja markaðsinn- viði og markaðssókn afurða tengd- um íslenskri matvælaframleiðslu og stuðla þannig að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og sam keppnishæfni íslenskrar mat- vælaframleiðslu. Hluti af öðrum aðgerðarpakka vegna COVID-19 Unnið var að stofnun sjóðsins á síð- asta ári en þeirri vinnu flýtt til að bregðast við áhrifum COVID-19. Var frumvarp um sjóðinn lagt fram á Alþingi í apríl síðastliðnum sem hluti af öðrum áfanga aðgerða til að skapa efnahagslega viðspyrnu við ástandinu. Stjórn gerir tillögur um úthlutanir Stjórn Matvælasjóðs skipa Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar, Gunnar Þorgeirsson sam- kvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, samkvæmt tilnefningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Karl Frímannsson, án tilnefningar. /smh Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110 Grjóthálsi 10 110 Reykjavík 561 4210 Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 Njarðarnesi 1 603 Akureyri 460 4350 Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600 Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Sjáðu úrvalið á nesdekk.is Skoðaðu nýju heimasíðuna okkar á nesdekk.is Þar getur þú fundið réttu dekkin sem henta þér best, og gengið frá kaupunum. POWER IS NOTHING WITHOUT CONTROL EKKI DETTA ÚR SAMBANDI! Eins og dæmin sanna geta bæði fyrirtæki og einstaklingar, ekki síst bændur, orðið fyrir stórtjóni þegar rafmagn dettur út vegna veðurs og náttúruhamfara. Við eigum varaaflstöðvar fyrir allar aðstæður. Rafmagnsleysi getur valdið stórtjóni REYKJAVÍK Klettagörðum 25 Sími 5 200 800 SELFOSSI Eyravegi 67 Sími 4 800 600 AKUREYRI Draupnisgötu 2 Sími 4 600 800 REYÐARFIRÐI Nesbraut 9 Sími 4 702 020 REYKJANESBÆ Hafnargötu 52 Sími 4 207 200 HAFNARFIRÐI Bæjarhrauni 12 Sími 5 200 800 GRUNDARTANGA Mýrarholtsvegi 2 Sími 5 200 830 Hafðu samband í tæka tíð! Nánari upplýsingar á ronning.is eða ronning@ronning.is 263 umsóknir í fyrstu úthlutun úr Matvælasjóði Matvælasjóður varð til með sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS-rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi. Stofnfé sjóðsins er 500 milljónir króna. LÍF&STARF Viðgerðir og sala á alternatorum og startörum í flestar gerðir bíla, báta og vinnuvéla. Hjólastillingar, úrval af ljósum á kerrur og eftirvagna, kerrutenglar, kaplar, perur og tengi. Sendum um allt land. www.pgs.is pgs@pgs.is s 586 1260 Viðarhöfði 1, 110 Reykjavík Alternatorinn eða startarinn bilaður?

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.