Bændablaðið - 08.10.2020, Page 26

Bændablaðið - 08.10.2020, Page 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202026 Hönnuðirnir Sonja Bent og Elín Hrund Þorgeirsdóttir reka fyrir- tækið Nordic angan sem framleið- ir vörur úr ilmkjarnaolíum sem eimaðar hafa verið úr íslensk- um jurtum og trjám. Þær hófu tilraunastarfsemi fyrir rúmum þremur árum og er nú rannsókn- ar- og þróunarverkefnið þeirra, Ilmbanki íslenskra jurta, orðið að vörulínu ásamt sýningu á vinnu- stofu þeirra í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. „Ég hef sagt að þetta hafi verið svona mitt „happí hobbí“ í byrjun og þetta kviknaði eiginlega út frá blóð­ bergi. Maður þekkir ekki þessa lykt af blóðberginu sem er mjög sérstök og þess vegna var alveg geggjað að ná henni, að fanga lyktina. Pabbi minn, Þórir Bent Sigurðsson, hafði lært að eima á námsárum sínum í Noregi þannig að hann hafði grunn og ég byrjaði að leita mér upplýsinga. Við breyttum gömlu brugggræjunum hans og eftir nokkrar tilraunir gat ég ekki stoppað. Ég var úti um allar koppagrundir að lykta af öllu og lét Elínu vita af þessu en við þekktumst í gegnum hönnunargeirann sem end­ aði með að við fórum í samstarf,“ segir Sonja. Gamlir mjólkurtankar frá bændum Jóhannesi Bjarna Eðvarðssyni, frænda Sonju, leist svo vel á hug­ myndina að hann kom inn í fyrir­ tækið með þeim stöllum og standsetti húsnæði fyrir þær í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. Einnig hefur hann hjálpað þeim að nálgast mjólkur­ tanka og hráefni fyrir vinnsluna. „Fljótlega urðum við að kaupa alls kyns tilraunatæki og auglýst­ um meðal annars í Bændablaðinu eftir gömlum mjólkurtönkum því við þurftum stærri tæki fyrir trjáein­ ingar til eimunar. Við fengum mjög góð viðbrögð við auglýsingunni því gamlir tankar liggja víða uppi í sveit og það kostar að farga þeim. Því voru þeir bændur sem við keyptum af himinsælir með að við vildum kaupa slíka tanka. Það var svolítið skemmtilegt hvað bændunum þótti vænt um tankana sem búnir eru til úr sænsku gæðastáli. Við fengum einn á Kópaskeri og þar þurfti að taka hurðina af fjósinu til að ná honum út, svo það voru dálitlar æfingar,“ útskýrir Elín. Árið 2017 fengu Sonja og Elín aðstöðu í Hönnunarsafni Íslands þar sem þær voru með lifandi vinnustofu og fyrstu vörurnar litu dagsins ljós. „Við fengum gríðarlega athygli og vorum hvattar til að sækja um styrki til að fara með hugmyndina lengra. Þannig að við fórum út í þá vinnu og fengum nokkra styrki frá Tækniþróunarsjóði, Hönnunarsjóði, Mosfellsbæ og Atvinnuþróunarsjóði kvenna sem var algjör grundvöllur fyrir okkur til að halda áfram að gera tilraunir og þróa vörur,“ segir Sonja. Fjölbreytt eimingarferli Það sem byrjaði sem rannsóknarverk­ efni hjá hönnuðunum fór nú yfir á næsta stig og fengu þær aðstoð efna­ og lyfjafræðinga á því sem þær gátu ekki sjálfar leyst. „Það er ekki hefð fyrir eimingu á Íslandi og við þurftum að finna út úr alls kyns þáttum við að ná ilm­ kjarnaolíum út úr mismunandi jurt­ um og trjám. Við þurftum að finna út hvenær sé best að tína og hvaða hluta plöntunnar er best að nýta. Það eru til dæmis margar jurtir hér sem engum hefur dottið í hug að eima og því þurftum við að fara okkar leið í að vinna þær,“ segir Sonja og Elín bætir við: „Manni mistekst oft í þessu ferli og fær enga olíu og enga lykt og verður þá pirraður yfir því en síðan í næsta skrefi fær maður frábæra LÍF&STARF Easy Swing gripaburstar fyrir velferð dýranna Í samstarfi við Finneasy í Finnlandi býður BYKO nú upp á Easy Swing gripabursta af ýmsum stærðum án mótora. Burstarnir henta gripum allt frá ungum kálfum upp í fullorðin naut. Burstarnir eru smíðaðir með mikið álag í huga. Easy Swing gripaburstarnir eru auðveldir í uppsetningu og kosta mun minna en rafmagnsdrifnir kúaburstar. Hafðu samband: bondi@byko.is byko.is GRIPABURSTAR angan Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Á Hönnunarmars í fyrra frumsýndu þær stöllur ilmsturtuna sem vakti verð- skuldaða athygli þar sem fólk baðar sig í íslenskum ilmkjarnaolíum. Há- tíðnihljóðbylgjur brjóta olíurnar niður í öragnir en þannig eiga þær greiðari leið inn í líkamann. Ilmkjarnaolíurnar berast að öndunarfærunum sem köld þurrgufa. Mynd / og Sigtryggur Ari Jóhannsson Hönnuðirnir Sonja Bent og Elín Hrund Þorgeirsdóttir eima íslenskar jurtir og tré til framleiðslu á ilmkjarnaolíum undir merkinu Nordic angan. Mynd / ehg Á sýningunni Ilmbanki íslenskra jurta í Álafosskvosinni geta gestir lyktað sig áfram um íslenska náttúru í orðsins fyllstu merkingu. Mynd / og Sigtryggur Ari Jóhannsson Allar ilmmyndirnar á sýningunni Ilmbanki íslenskra jurta eru ilmvötn sem fanga stemningu og augnablik í gegnum texta og lykt.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.