Bændablaðið - 08.10.2020, Side 28

Bændablaðið - 08.10.2020, Side 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202028 BÆKUR&MENNING „Mér finnst að þessi saga eigi erindi til fólks. Aðstæður Íslendinga nú eru auðvitað gjörbreyttar frá því sem Ytri-Ár fjölskyldan bjó við á tuttugustu öld. Lífsbaráttan í þá daga laut að því að eiga í sig og á, fólk dró fram lífið af gæðum nátt- úrunnar til lands og sjávar,“ segir Óskar Þór Halldórsson, sem hefur skrifað bókina Á Ytri-Á. Óskar Þór starfaði lengi við blaða- og fréttamennsku. Ytri-Á vísar til Ytri-Gunnólfsár á Kleifum við vestanverðan Ólafs- fjörð. Þar er húsaþyrping og þegar flest var á tuttugustu öld bjuggu þar hartnær hundrað manns sem lifði af landbúnaði, sjóróðrum og fisk- verkun. Þungamiðjan í þessari nýju bók, er saga hjónanna Finns Björnssonar og Mundínu Þorláksdóttur á Ytri-Á á Kleifum og tuttugu barna þeirra sem þau eignuðust á 28 árum, frá 1917 til 1945. Sextán barnanna komust til fullorðinsára, fjögur dóu í æsku. Finnur og Mundína létust á níunda áratug síðustu aldar. Átta af sextán börnum þeirra sem komust til fullorðinsára eru á lífi. Afkomendur Finns og Mundínu eru nú tæplega fjögur hundruð. Á Ytri-Á er yfirgripsmikil saga þar sem varpað er ljósi frá ýmsum hliðum – í gleði og sorg – á hið dag- lega líf stórfjölskyldunnar á Ytri-Á. Kleifarnar, Ólafsfjörður, Hvanndalir og Héðinsfjörður koma hér líka við sögu. Bókin er 516 blaðsíður og í henni eru á sjötta hundrað ljósmynd- ir, sem flestar hafa ekki áður birst. Sögusviðið stórt og óvenjulegt „Sagan um Finn og Mundínu og börnin þeirra tuttugu er eðli málsins samkvæmt viðamikil. Sögusviðið er stórt og óvenjulegt, ég þekki þess engin önnur dæmi frá tuttug- ustu öld að hjón hafi eignast saman tuttugu börn. Þetta var því í hæsta máta mjög sérstakt og forvitnilegt,“ segir Óskar. Skriflegar heimildir um Ytri-Ár fjölskylduna og lífsbaráttu hennar eru af skornum skammti og því var einnig stuðst við munnlegar heimildir. „Ég tók mikinn fjölda viðtala við afkomendur Ytri-Ár hjónanna og fleiri til þess að fá mynd af þeim og heimilishaldinu á Ytri-Á.“ Sumrin nýtt til að afla matar fyrir veturinn Óskar bendir á að aðstæður okkar Íslendinga nú séu gjörbreyttar frá því sem Ytri-Ár fjölskyldan bjó við á tuttugustu öld. Sem dæmi eignast konur á Íslandi nú að meðaltali 1,8 börn, ekki ósvipað því sem tíðkast í okkar nágranna- löndum, en langt fram eftir tutt- ugustu öld var algengt, einkum til sveita, að á hverjum bæ væru 5–10 börn. „Fyrir íslenska vísitölufjöl- skyldu á árinu 2020 er það eðlilega áleitin spurning hvernig í ósköp- unum hjón gátu eignast tuttugu börn. Þeirri spurningu er eiginlega ekki hægt að svara með öðrum hætti en að þær kröfur sem fólk á þessum tíma gerði til lífsins og þjóðfélagsins voru á allt öðrum nótum en nú til dags. Fólkið á Ytri-Á bjó við kröpp kjör en það var aldrei skortur á nauðsynjum. Lífsbaráttan laut að því að eiga í sig og á. Fólk dró fram lífið af Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Mundína og Finnur með sextán börnum sínum sem komust til fullorðinsára. Myndir / Úr einkasöfnum Bókarhöfundurinn Óskar Þór Hall- dórsson. Í mars 1959 fór Finnur í óvænta flugferð til Kaupmannahafnar. Hann ætlaði að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar en fór upp í ranga flugvél Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli sem flaug áætlunarflug til Glasgow og Kaupmanna- hafnar. Þessi mynd var tekin í þeirri ferð. Flugfreyjur Hrímfaxa, Hólmfríður Gunnlaugsdóttir og Jóhanna G. Ólafsdóttir, bera Finn hér á gullstól. Til vinstri er Jóhannes R. Snorrason flugmaður. Mundína Þorláksdóttir og Finnur Björnsson. Á neðri hæð hússins á Ytri-Á bjuggu Mundína og Finnur. Þau eignuðust tuttugu börn. Á efri hæðinni bjuggu Anton, bróðir Finns, og Guðrún kona hans. Þau eignuðust tíu börn.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.