Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202050
Það er líklega öllum ljóst að í
Noregi er til mikið af skógi og
sögunar verksmiðjur eru mjög
víða. Úrgangurinn frá verksmiðj-
unum hefur hingað til verið nýttur
til brennslu eða sem undirburður
fyrir skepnur en þetta gæti nú verið
að breytast. Norsku feðgarnir Arne
og Hans Christian Grønn hafa
nefnilega fundið upp aðferð sem
gerir það hagkvæmt að framleiða
melassa úr þessum úrgangi og
þessa dagana er verið að reisa stóra
verk smiðju í Noregi sem byggir á
upp finningu feðganna.
Þessi framleiðsla á melassa er talin
geta staðið undir framleiðslu sem er
ódýrari en innfluttur melassi kostar í
Noregi og ætti þar með að gera inn-
flutninginn óþarfan!
Hvað er melassi?
Melassi er dökkt, þykkt en ekki mjög
sætt síróp og er aukaafurð sem verður
til þegar verið er að framleiða sykur
úr sykurrófum eða sykurreyr. Melassi
er töluvert mikið notaður í fóður fyrir
búfé enda með um 60% sykurinni-
hald og þykir hagstætt fóður. Þó svo
að algengast sé að melassi sé fram-
leiddur úr framangreindum sykur-
plöntum þá má þó framleiða hann úr
öðrum plöntum enda er grunnhráefnið
byggingarefni plantna sem m.a. veitir
plöntufrumum styrk og því er gnótt af
slíkum fjölsykrum í trjám og trénis-
ríkum plöntum.
Innflutningur á hrávörum
Líkt og á Íslandi búa norskir bændur
við það að mikið af því próteini
sem gefið er þarlendu búfé í formi
kjarnfóðurs er flutt inn til landsins.
Undanfarið hefur verið töluverð
athygli á þessum þætti fóðrunar
enda er aðalpróteingjafinn gjarnan
sojaprótein sem oft er framleitt við
misgóðar aðstæður og oft á svæðum
þar sem vafi leikur á um að farið sé
að reglum um góða umhverfisvernd.
Norskir bændur og neytendur hafa því
lagt aukna áherslu á að byggja fram-
leiðslu landsins á umhverfisvænum
hráefnum. Vegna mikillar áherslu á
próteinið í Noregi hefur annað mik-
ilvægt hráefni vart verið nefnt í um-
ræðunni og það er orkugjafinn sjálfur
í kjarnfóðrinu.
Í Noregi kemur aðalorkan í fóðr-
inu frá korni en einnig rófum og
svo melassa. Bæði korn og rófur
eru framleiddar, amk. að hluta til, í
Noregi en hingað til hefur melass-
inn verið fluttur inn til landsins og
það ekki litlu magni, um 60-70.000
tonn á ári! Fáir hafa velt þessum inn-
flutningi fyrir sér og það er líklega
vegna þess að sykur er framleiddur
víða í Evrópu og við góð skilyrði þar
sem umhverfisvernd er í hávegum
höfð. Melassinn fellur því til við
framleiðslu sem stenst skoðun. Það
breytir þó ekki þeirri staðreynd að
hingað til hefur Norskur landbúnaður
þurft á því að halda að nota innfluttan
melassa sem vissulega er síðra en ef
hægt væri að nota heimaaflað hráefni
og það er einmitt það sem fyrirtæk-
ið Glommen Technology í bænum
Elverum í Noregi ætlar sér að gera.
Tók mörg ár
Það eru feðgarnir Arne og Hans
Christian sem eiga Glommen
Technology í gegnum annað fyrir-
tæki sem þeir eiga og er sögunarverk-
Á FAGLEGUM NÓTUM
Snorri Sigurðsson
snorri.sigurdsson@outlook.com
S i l k i v ö n d u r
(Eustoma, þekkist
líka undir nafninu
Lisianthus) er eitt
af þessum fín-
legu, afar fallegu
afskornu blómum
sem framleidd eru
í gróðurhúsum
hér á landi. Þessi
blóm er hægt að fá
í mörgum litum,
hvítum, bleikum,
bláum og gulleit-
um. Tvílit yrki eru
líka til. Það sem einkennir útlitið
er fínleikinn, silkivöndur er því
nafn sem lýsir tegundinni vel.
Aðeins tvær tegundir þessar-
ar ættkvíslar er að finna í nátt-
úrunni. Heimkynni þeirra er í
Vesturheimi. Sú tegund sem notuð
er til afskurðar er Eustoma grandi-
florum sem vex villt í Mexíkó og
suðurhluta N-Ameríku þar sem
þær þrífast í heitu umhverfi í
rýrum þurrum jarðvegi. Slík skil-
yrði gera þær kröfur til plantn-
anna að þær geti brugðist við
miklum þurrkum með dvalatíma
en um leið þurfa þær að geta
vaxið hratt upp þegar skilyrði
bjóðast. Ættkvísl silkivandar
telst til Maríuvandarættarinnar
en nokkrar þeirra vaxa villtar á
Íslandi.
Framleiðslan gerir
kröfur til ræktandans
Silkivöndur er einær tegund og
þarf að fjölga plöntunum með
sáningu. Fræið er mjög smátt, allt
að 15.000 fræ eru í einu grammi.
Spírunin þarf að eiga sér stað við
hátt hitastig og mikinn raka, en
þá skapast um leið skilyrði fyrir
sveppavöxt sem getur herjað á
ungplönturnar. Að lokinni spírun
er hitinn lækkaður og plönturnar
færðar á uppeldisstað
þar til þær eru gróð-
ursettar í beð eða
ræktunarílát. Þá tekur
við vaxtarstjórnun
sem getur verið erfið
því plönturnar geta
stöðvað vöxtinn og
farið í dvalaástand ef
þær verða fyrir áföllum
eins og óhagstæðri
daglengd, hita eða
þurrki. Eins og við er
að búast þarf að rækta
silkivönd undir vaxtar-
lýsingu á veturna hér á
landi en það er í sjálfu
sér mögulegt að bjóða
íslenskan silkivönd allt
árið ef alúð er lögð við
ræktunina.
Blómvendir með silkivendi
eru þokkafullir og fínlegir
Þegar greinarnar vaxa kvíslast þær
og á endum þeirra myndast mörg
blómbrum sem eru sérkennilega
uppsnúin í fyrstu en opnast hvert
af öðru og sýna þá sinn rétta lit.
Til að blómin endist sem lengst
eru greinarnar skornar í gróður-
húsinu þegar fyrsta blómið er í
þann mund að opnast og næstu
blómbrum eru farin að taka lit.
Þá eru greinarnar settar í vatn og
komið í sölu. Greinarnar eru ýmist
notaðar nokkrar saman í vasa eða
í blöndu annarra tegunda. Þegar
heim er komið er skorið lítið eitt
neðan af hverri grein og vöndur-
inn settur í vasa með hreinu vatni
og endingarefnum. Þegar blóm
sölnar er það fjarlægt og á þann
hátt ætti silkivöndurinn að standa
í 2-3 vikur í heimahúsi. Líkt og
gildir með önnur afskorin blóm
er æskilegt að koma vasa með
silkivendi fyrir þar sem er fremur
svalt og fjarri beinu sólarljósi ef
hægt er.
Ingólfur Guðnason
Námsbrautarstjóri
garðyrkjuframleiðslu
Garðyrkjuskóla LbhÍ
Reykjum, Ölfusi.
GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM
Silkivöndur er réttnefni
á fallegu blómi
Aðeins tvær tegundir þessarar ættkvíslar er að
finna í náttúrunni.
Silkivöndur er einær tegund og þarf að fjölga plöntunum með sáningu.
Þegar greinarnar vaxa kvíslast þær og á end-
um þeirra myndast mörg blómbrum sem eru
sérkennilega uppsnúin í fyrstu en opnast
hvert af öðru og sýna þá sinn rétta lit.
Hans Christian og Arne Grønn segjast hafa leyst öll vandamál sem tengjast framleiðslunni og nú stendur til að
byggja upp stóra verksmiðju með aðkoma fagfjárfesta og verður verksmiðjan byggð upp á grunni þess útbúnaðar
sem þeir feðgar hafa þróað. Myndir / Ramus Lang-Ree
Búa til melassa úr spæni
Hans Christian Grønn segir að sérstök aðferð, byggð á síutækni, geri það
að verkum að það er hagkvæmt að framleiða melassa úr trjákurli í Noregi.
Melassi til vinstri, þá kjarnfóðurkögglar í miðjunni og til hægri brennslu-
kögglar.