Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 51 smiðjan Glommen Mjøsen. Þar á bæ fellur auðvitað mikið til af allskonar úrgangi frá vinnslunni og feðgarnir hafa alltaf horft á þennan úrgang sem vannýtta auðlind en hinsvegar átt erfitt með að finna almennileg not fyrir hann. Fyrir nærri 30 árum fóru þeir að gera fyrstu tilraunir sem gengu út á það að reyna að ná plöntusykrinum út úr saginu með einhverjum hætti en það var þó ekki fyrr en með sérstöku verkefni sem hófst árið 2012 að almennilega gekk að vinna að tæknilegum lausnum. Það tók þó nokkur ár í viðbót að þróa aðferð sem gekk upp og gat dregið sykrurnar úr trjákurlinu en það tókst og nú hafa feðgarnir fengið einkaleyfi fyrir hugmynd sinni en afurðina kalla þeir „Skógarmelassa“. Nota engin aukaefni Sag inniheldur 40-45% af cellulósa og 25-30% af hemícellulósa auk annarra efna en vegna hins mikla magns af hemícellulósa er hráefnið afar áhugavert fyrir frekari vinnslu. Tæknin sem þeir feðgar nota byggir ekki á neinum viðbótarefnum heldur einfaldlega er hráefnið látið fara í gegnum mismunandi ferla, m.a. með atnsrofi og síðar eimun. Út úr þeirri vinnslu verður til einskonar leðja sem svo er síuð með sérstökum að- ferðum sem hafa verið þróaðar fyrir olíuvinnslu. Lokaafurðin er svo kögglaður skógarmelassi með u.þ.b. 60 sykurinnihald! Það sem er síað frá í vinnslunni og nýtist ekki sem skógarmelassi fer einnig til kögglunar og henta þeir vel til brennslu t.d. hús- hitunar. Eini úrgangur framleiðsl- unnar er í raun hreint vatn! Byggja verskmiðju fyrir 1,5 milljarða Nú hefur þeim feðgum tekist að fá fagfjárfesta að verkefninu og er verið að byggja upp stóra verksmiðju, fyrir um 1,5 milljarða íslenskra króna, sem mun framleiða skógarmelassa fyrir norska markaðinn í framtíð- inni og það á samkeppnishæfu verði að sögn feðganna. Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður í fyrstu 100 þúsund rúmmetrar af sagi en úr því magni má vinna um 15 þúsund tonn af skógarmelassa eða um 25% af inn- flutningnum. Verksmiðjan er staðsett við hlið timburvinnslu svo hráefnið er tryggt og mun vinnslan keyra allan sólarhringinn. Síðan er stefnt að því að byggja fleiri verksmiðjur á stöðum þar sem hráefnið fellur til og þannig byggja upp næga framleiðslu á skógarmelassa svo innflutningur verði óþarfur. Hentar sérstaklega vel sem fóður Skógarmelassinn inniheldur eins og áður segir um 60% sykur og þessi sykur er samsettur af nokkrum megingerðum sykra eins og þrúgu- sykurs (glúkósa), galaktósa, xylósa og mannósa og um 50% sykursins er mannósi. Þar sem hátt hlutfall af þessum sykri skógarmelassa eru stór- sameindir brotnar hann hægt niður sem er afar heppilegt sé hann gefinn jórturdýrum sem fá kjarnfóður. Nú þegar hafa verið gerðar fóð- urtilraunir á nautgripum þar sem búið var að skipta út hefðbundnum melassa með þessum skógarmelassa í því kjarnfóðri sem gripirnir fengu. Niðurstöðurnar sýndu að kjarnfóðrið var einkar lystugt og var átgetan góð hjá gripunum. Skógarmelassa má einnig nýta í fóður svína en þó með aðeins breyttu sniði þar sem svín eru einmaga dýr og þurfa aðra samsetningu fóðursins. Þá má, fræðilega séð amk., nýta skógarmelassann sem grunnhráefni til próteingerðar með því að nota örverur til framleiðslunnar. Í fyrstu er þó markmiðið að framleiða nóg fyrir heimamarkaðsþörfina á melassa. Þýtt og endursagt með leyfi höf- undar úr Buskap 1/2020 DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR Í SÍMA 540 4900 Arctic Trucks Ísland ehf Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími: 540 4900 Netfang: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is Vönduð amerísk jeppadekk sem henta frábærlega fyrir íslenskar aðstæður. Stærðir 29 - 44”. KANNAÐU ÚRVALIÐ! VERSLUN.ARCTICTRUCKS.IS Framleiðsluferlið. Mynd / Glommen Technology AS Hratið frá framleiðslunni á melass- anum nýtist vel til brennslu eftir að það hefur verið kögglað. Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Gleraugu með glampa- og rispuvörn Verð 19.900 kr Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0. Framkvæmdastjóri Selasetur Íslands Laus er staða framkvæmdarstjóra við Selasetur Íslands. Um er að ræða fullt starf í eitt ár með möguleika á framlengingu. Selasetur Íslands var stofnað árið 2005 og hlutverk þess er að standa fyrir rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu. Megin markmið setursins er að efla náttúrutengda ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjöl- breyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland. Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Hvammstanga sem er fjölskylduvænt samfélag. Í starfinu felst: • Stefnumótun og stjórnun Selaseturs Íslands • Öflun rannsóknastyrkja og framkvæmd verkefna á fræðasviðum setursins • Uppbyggingu náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra • Móttaka gesta og miðlun þekkingar • Rekstrar- og fjármálastjórnun setursins Við leitum að einstaklingi með: • Meistarapróf á fræðasviði sem nýtist til uppbyggingar starfsemi Selaseturs Íslands en doktorsmenntun er æskileg • Reynslu af stjórnun, rannsóknum og þróunarstarfi • Leiðtogahæfileika, ábyrgð, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. janúar 2021 og er krafist búsetu í Húnaþingi vestra. Umsóknir berist fyrir 1. nóvember 2020 ásamt afritum af prófskírteinum, ferilskrá og nöfnum tveggja meðmælenda. Umsóknir sendist til Guðmundar Jóhannessonar, gummijo@simnet.is Bænda bbl.is Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.