Bændablaðið - 08.10.2020, Side 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202056
MATARKRÓKURINN
LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR
„Við keyptum Kringlu árið 2015,
af frænku Arnars og hennar
manni, og Svalbarð af frænda
Arnars,“ segir Fjóla Mikaels
dóttir.
„Við keyptum um 350 rollur af
þeim en höfum aðeins fjölgað. Við
ákváðum að prufa að taka nautgripi
til eldis og breyttum helmingnum af
fjósinu í stíur með steyptum bitum
og planið er að breyta hinum helm
ingnum líka svo allt fjósið nýtist.
Þessi ár hafa ekki alveg farið eins
og lagt var upp með í byrjun en til
stóð að byggja við fjárhúsin o.fl. en
þar sem sauðfjárræktin er ekki að
gefa mikið af sér höfum við frestað
því aðeins.
Okkur líður vel hér og unum vel
við bústörfin, en við vonum bara að
meðalverð fyrir kjöt fari að hækka
svo bændur á Íslandi þurfi ekki enda
laust að berjast í bakka til að halda
búum á floti,“ segir Fjóla.
Býli: Kringla.
Staðsett í sveit: Miðdalir í
Dalabyggð.
Ábúendur: Arnar Freyr Þorbjarnar
son og Fjóla Mikaelsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum 4 börn; þau Jasmín, 13
ára, Mikael, 11 ára, Nadíu Rós, 7
ára og Jóel Stein, 3 ára. Á bænum
búa einnig hundarnir Smali, Nocco
og Nagli. Allir af smalahundakyn
inu Border Collie. Kettirnir Hemmi
og Nonni (Manni stakk af og fann
sér annað heimili í sveitinni) og svo
eru tvær kanínur sem njóta góðs af
grænmetisafgöngum heimilisins.
Stærð jarðar? Jarðirnar eru tvær
samliggjandi, Kringla og Svalbarð,
og eru um 600 ha samtals.
Gerð bús? Við erum með sauðfjárbú
og ölum einnig nautgripi.
Fjöldi búfjár og tegundir? Það eru
rúmlega 500 fjár, um 25 naut, fimm
geitur og nokkrir hestar.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Á haustin er mest verið að smala
og sækja rollur hingað og þangað,
velta fyrir sér líflömbum og huga að
vetrinum. Það þarf að gefa nautunum
á hverjum degi allt árið um kring en
annars eru áherslurnar breytilegar
eftir árstíðum og vinnudagarnir mjög
fjölbreytilegir.
Skemmtilegustu/leiðinleg
ustu bústörfin? Það er held ég
skemmtilegast að sinna sauðburði
og smalamennskum en annars er allt
skemmtilegt þegar vel gengur. Það
er ekki mikið leiðinlegt við bústörfin
sjálf en bókhaldið og tölvuvinnan
sem fylgir þessu mætti alveg missa
sín.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir
ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Vonandi verður allt með svipuðu
sniði, komnar hænur og endur og
búið að klára þær framkvæmdir sem
eru á listanum langa.
Hvar teljið þið að helstu tæki
færin séu í framleiðslu íslenskra
búvara? Það eru ótal tækifæri á
ýmsum stöðum sem auðvelt væri
að framkvæma.
Regluverkið þarf bara vinna með
okkur, bæði í matvörum sem og
handverki.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Hér
eru náttúrlega tveir ísskápar yfirleitt
fullir af mat, en rjómi og rjómaostur
er það sem er alltaf til og margir
hlæja sem þekkja okkur því þetta er
yfirleitt eins og lager hjá MS.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Ætli það sé ekki auð
veldast að segja lamb og naut því
það er hægt að gera svo fjölbreytta
rétti úr því. En annars held ég að
enginn eigi sama uppáhaldsmatinn
hér á bæ.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Já, það stendur upp úr
núna þegar Arnar velti 3 ára gömlu
dráttarvélinni í sumar með rúllusam
stæðunni aftan í og allt ónýtt og karl
inn bakbrotinn, en sem betur fer fór
ekki verr. Við erum ótrúlega þakklát
öllu góða fólkinu í kringum okkur
sem var boðið og búið að stökkva
til og hjálpa okkur, takk allir!
Acai-skálar og vegan-vöfflur
Auðvelt er að gera skál með berja
mauki, ávöxtum og öllu uppá
haldshráefninu þannig að hún
líkist svokallaðri „acai skál“.
Þetta er gómsætur matur fullur af
andoxunarefni og hollri fitu og ef
þið gerið þetta heima er hægt að
nálgast þetta hvenær sem hentar,
fyrir brot af verði sem slíkt myndi
kosta úti í búð.
En hvað er „acai“?
Fyrir það fyrsta, þá eru acaiberin
ólík mörgum ávöxtum og berjum
sem innihalda mikið af sykri og
lítið af fitu. Acaiberin innihalda í
raun nokkuð meira af fitu en lítið
af sykri.
Uppruni þessarar „skálar“ er
í Brasilíu, hún samanstendur af
frosnum „acaiávöxtum“ sem
eru maukaðir og bornir fram
sem „smoothie“ í skál eða glasi.
Í Brasilíu eru acaiskálar venju
lega toppaðar með granola, ban
ana og guaranásírópi. Nokkur
önnur afbrigði er þó að finna um
allt land, þar á meðal acaiskálar
toppaðar með tapiokakúlum og
saltari útgáfu sem er toppað með
rækju eða harðfiski.
Með hjálp frá samfélagsmiðl
um hafa acaiskálar orðið vinsælar,
þökk sé skærum lit þeirra og úrvali
af hráefni.
Acaiskála hráefni:
› Gott er að nota hreint ósykrað
acai-mauk. Ef þú finnur það ekki þá
er líka acai-duft í boði.
› Frosin bláber og jarðarber - Sem
betur fer bragðast acai frábærlega
með nánast hvaða ávöxtum sem er.
Sem sagt, það bragðast sérstaklega
dásamlega með frosnum berjum.
Í raun gengur hvaða blanda sem er,
með bláberjum, jarðarberjum eða
brómberum.
› Banani - Helst frosnir, bananar eru
náttúrulega ofursætir og ofurkremaðir
(svo innihalda þeir líka kalíum!).
› Vökvi - Já, þú þarft einhvers konar
vökva til að koma hlutunum áfram. Ég
bætti við mjólk til að auka prótein-up
p örvunina, en ekki hika við að bæta
við ykkar eigin uppáhalds ávaxtasafa.
› Jógúrt - Jógúrt er góð í skálina, en
hentar kannski ekki öllum.
Acai-skálar
Hráefni
› Hráefni sem fallegt er að skreyta með
› Granola
› Fræ
› Hnetur
› Ferskir niðurskornir ávextir
› Skál fyllt með þykkum og
sléttum acai smoothie
Aðferð
Búðu til þessa acaiskál í þessum
einföldum skrefum:
Frystið ávextina ykkar eða kaupið
frosna.
Þegar búið er að frysta ávextina
eru þeir settir í stóran blandara, þá
mjólkin, síðan jógúrtin og loks er
frosnum bláberjum, jarðarberjum,
banana og acaiberjamauki bætt
við.
Gott er geyma í frysti þangað til
það kemur að því að njóta þess,
eða gera nokkra skammta í einu og
geyma í frysti.
Skreytið svo skálina eins og þið
viljið hafa hana til að fara beint á
Instagram; falleg ber, banani, stökkt
granola, hnetusmjör. Sumir vilja
jógúrt eða skyr á toppinn.
Auðveldar vegan-vöfflur
– sem auðvelt er að breyta í
vegan-borgara
Hráefni
› 60 g hafrar
› 60 g kínóa
› 120 g sojamjólk
› 30 g hlynsíróp (má sleppa í vegan
borgarann)
› 1 tsk. lyftiduft
Fyrir sætar vöfflur
› 1 dós kókosmjólk
› 40 g hlynsíróp
› 1 tsk. vanilluþykkni
› skreytið með berjum og banana
Aðferð
1. Breyttu höfrum og kínóa í eins
konar „hveiti“ og blandaðu
síðan saman við allt annað
hráefni til að gera vöfflur.
2. Bakið með vöfflujárni á meðal
hita í 3–5 mínútur á hvorri hlið.
3. Blandið saman kókosmjólk,
hlynsírópi og vanillu og setjið
í rjómasprautu.
Vegan vöffluborgari
Takið sama grunninn og bætið krydd
jurtum og smá hvítlauk við, ásamt
salti og pipar eftir smekk
Mikið framboð er af vegan hamborg
urum sem er gott að steikja og fram
reiða á vöfflu með uppáhalds íslenska
grænmetinu og vegan chilimajó.
Bjarni Gunnar Kristinsson
matreiðslumeistari
Kringla
Jóel Steinn.
Nadía Rós.
Jasmín og Mikael.