Bændablaðið - 08.10.2020, Side 57

Bændablaðið - 08.10.2020, Side 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 57 Lamhúshettur eru alltaf góðar að eiga fyrir þau minnstu. DROPS Design: Mynstur bm-103-by Stærðir: (<0) 0/1 (1/3) 6/9 (12/18) mánaða 2 ára Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm: (40/44) 48/52 (56/62) 68/74 (80/86) 92 Höfuðmál: (28/32) 34/38 (40/42) 42/44 (44/46) 48/50 cm Garn: DROPS BABY MERINO (fæst í Handverkskúnst) - 50 (50) 50 (50) 50 (100) g Litur á mynd: ljóstúrkis nr 10 Prjónfesta: 27 lykkjur x 32 umferðir í sléttu prjóni = 10x10 cm. Prjónar: Sokkaprjónar og hringprjónn 40 cm, nr 3. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA (á við um miðju aftan á húfu): Öll úrtaka er gerð frá réttu. Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur snúið slétt saman / 2 lykkjur snúið brugðið saman (fer eftir stroffi), prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki mitt að aftan situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur slétt saman / 2 lykkjur brugðið saman (fer eftir stroffi) = 2 lykkjur færri. ÚTAUKNING-1: Aukið út um 1 lykkju í byrjun á brugðnu einingunni með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjóna- ður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Í næsta skipti sem aukið er út er slegið 1 sinni uppá prjóninn í lok brugðnu einingar. Haldið svona áfram með útaukningu til skiptist í byrjun og í lok hverrar brugðnu einingar. ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 60 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 7,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 7. og 8. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. HÚFA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju á höfði og niður að hálsi, síðan er prjón- að í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er prjónaður kantur í kringum andlit. HÚFA: Fitjið upp (84) 84 (84) 92 (92) 100 lykkj- ur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hring- prjón nr 3 með Baby Merino. Prjónið 2 umferðir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 2 umferðir slétt prjón með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, *2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið*, prjónið frá *-* þar til 3 lykkj- ur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð þannig að það verða (42) 42 (42) 46 (46) 50 lykkjur hvoru megin við prjónamerki (= mitt að aftan). Haldið áfram með stroff fram og til baka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist (1) 1 (1) 2 (2) 2 cm fækkið um 2 lykkjur mitt að aftan – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 16 sinnum = (52) 52 (52) 60 (60) 68 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist (11) 12 (13) 14 (15) 16 cm. Í lok næstu umferðar frá réttu eru fitjaðar upp (4) 4 (4) 4 (8) 8 nýjar lykkjur (= mitt að framan undir höku) = (56) 56 (56) 64 (68) 76 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í stykkið – héðan er nú mælt. Setjið stykkið saman á hringprjón og prjónið stroff hringinn yfir allar lykkjurnar (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið – stroffið á að ganga jafnt upp alla leiðina hringinn). Þegar stykkið mælist (2) 2½ (2½) 2½ (3) 3 cm frá nýja prjónamerkinu, er aukið út í allar 2 lykkjur brugðið til 3 lykkjur brugðið – sjá ÚTAUKNING-1= aukið út um (14) 14 (14) 16 (17) 19 lykkjur. Aukið svona út með 2 cm millibili alls (2) 2 (2) 2 (3) 3 sinnum = (84) 84 (84) 96 (119) 133 lykkjur. Þegar stykkið mælist (8) 9 (9) 10 (11) 11 cm frá nýja prjónamerkinu er fellt laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Saumið húfuna saman efst, saumið í ysta lykkjubogann á lykkjum í uppfitjunarkanti, þannig að saumurinn verði ekki of þykkur. KANTUR Í KRINGUM OP AÐ FRAMAN: Prjónið upp ca 52 til 84 lykkjur í kringum op að framan á húfunni, þ.e.a.s. í kringum andlit (notið heklunál og þráð þegar lykkjurnar eru prjónað- ar upp þannig að kanturinn þar sem lykkjur eru teknar upp verði fallegur). Skiptið lykkjum niður á sokkaprjóna. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út jafnt yfir til (60) 68 (72) 80 (88) 92 lykkjur – ATH: Ekki auka út yfir miðju (6) 6 (6) 6 (10) 10 lykkjur undir hálsi – sjá ÚTAUKNING-2. Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til kanturinn mælist ca (4) 4½ (4½) 5 (5) 5½ cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (upp- slátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). FRÁGANGUR: Brjótið uppá stroffið í kringum opið á húfunni tvöfalt að röngu og saumið niður með smáu spori. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is Baby Legolas lambhúshetta HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 7 8 1 4 6 7 3 2 1 4 9 6 8 2 3 7 4 6 5 4 8 3 4 5 7 9 3 1 2 8 9 5 9 6 2 1 8 5 6 7 Þyngst 6 9 7 1 2 8 3 9 3 6 5 2 6 1 3 8 9 8 6 5 7 4 2 7 4 9 3 6 4 8 2 7 3 1 5 1 9 7 2 2 4 5 6 5 4 7 3 1 2 6 2 3 6 1 8 5 7 5 7 9 4 5 3 2 8 6 4 1 5 4 8 1 6 7 4 2 8 8 1 6 2 6 2 3 7 4 5 3 1 9 9 8 2 8 3 Íslensk kjötsúpa er uppáhaldsmaturinn FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Kjartan Steinn Jónasson er 12 ára fótbolta strákur sem er fæddur í Bolungarvík. Hann á 2 eldri bræður Guðmund 17 ára og Ragnar 22 ára. Í sumar flutti hann til Akureyrar. Nafn: Kjartan Steinn Jónasson. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Akureyri. Skóli: Brekkuskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Íslensk kjötsúpa. Uppáhaldshljómsveit: Hvanndals­ bræður. Uppáhaldskvikmynd: Star Wars. Fyrsta minning þín? Þegar ég var að leika mér úti og datt á hökuna og það þurfti að sauma sárið saman. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fótboltamaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fara í viðtal við Man. City sjónvarpsstöðina á ensku án þess að kunna neitt í ensku. Ég svaraði bara yes eða no og fékk verðlaun fyrir rétt svör. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór á fótboltamót og flutti til Akureyrar. Næst » Kjartan skorar á Halldóru Björg Pétursdóttur að svara næst.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.