Bændablaðið - 05.11.2020, Síða 19

Bændablaðið - 05.11.2020, Síða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 2020 19 Ertu með áætlun til að bregðast við óvissu? Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á fullkomið öryggi í rekstri með öflugum varaafllausnum frá EATON. Tryggðu þér hnökralausa orku og hugarró í vetur. Skoðaðu vöruúrvalið á okbeint.is eða hafðu samband í síma 570 1000. Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 komin í botn og mikil skuldsetning hefur dregið úr getu til að styðja við almenning og fyrirtæki með sértækum aðgerðum. Viðfangsefni stjórnvalda snýst um grunnspurninguna; „Hvað á og er hægt að veita miklu fjármagni í að viðhalda núverandi ástandi/fyr- irkomulagi“. Þetta er í raun samtal um atvinnustefnu. Starfsfólk Gríðarlegt atvinnuleysi og flótti ungs fólks úr landi. Mikill spekileki úr greininni. Eigendur og stjórnendur fyrirtækja ganga sjálfir í flest störf. Samkeppnisstaða Innanlandsmarkaður fer að skipta meira máli. Öðru hvoru glæðast vonir um betri tíð sem lifir þó skammt. Ímyndaruppbygging Íslands hefur ekki gengið eftir. Neikvæð áhrif á greinina verða meiri miðað við samkeppnislönd eftir því sem ástandið varir lengur. Batinn er mjög hægur sem hefur kallað á mikla uppstokkun ferða- þjónustunnar og fyrir vikið hefur tekið langan tíma að endurreisa atvinnugreinina. Umtalsverður og viðvarandi fjármagnsskortur,“ segir í lýsingu á sviðsmyndinni. Lítil viðspyrna Sviðsmyndin Lítil viðspyrna gerir ráð fyrir ástandi þar sem ferðaþjón- ustan var ekki tilbúin þegar mark- aðir tóku við sér, þar sem bæði vantaði mannauð (lykilstarsmenn) og innviði. „Dýrar samgöngur, lé- leg þjónusta, innviðir ónógir, sterk króna, há skuldsetning ferðaþjón- ustunnar, hátt launastig og verðlag einkennir starfsumhverfið. Mikill kostnaður við endurræsingu. Rekstrarumhverfið Framleiðni greinarinnar er mjög lág og verðmætasköpun lítil. Skortur á samstarfi innan greinar- innar. Almennt óundirbúin og van- máttug gagnvart tækifærum. Félög almennt skuldsett og eiga erfitt með að laða til sín öfluga einstak- linga og fjármagn. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar (flug, rútur, hótel, afþreying) er víða um land löskuð. Samkeppnisstaðan Afþreyingarkostum hefur fækkað þar sem mörg félög tengd afþr- eyingu hafa hætt starfsemi. Lítil nýsköpun og vöruþróun í grein- inni ásamt minnkandi markaðs- starf. Lítil áhersla á gæðamál. Vörumerkið Ísland veikt og verið lítið sinnt. Aðkoma opinberra aðila Ekki er verið að fylgja eftir mót- aðri sýn og stefnu fyrir greinina enda áhugi lítill á ferðaþjónust- unni. Vantar fjármagn í greinina (áhættufé og þolinmótt fjármagn). Áherslur landsmanna eru á aðrar atvinnugreinar. Starfsfólk Þekking að leita úr greininni. Aðrar atvinnugreinar taka til sín vinnuafl ásamt því að margir kjósa að starfa erlendis. Atvinnuleysi hefur aukist þar sem félög hafa ekki getað greitt samkeppnishæf laun. Eigendur hafa þurft að vera allt í öllu. Lítil sérhæf- ing og einhæf hefðbundin þjónustu- störf á hótelum, veitingastöðum og við grunnafþreyingu. Umhverfismál Umhverfismál og sjálfbærni eru vaxandi áhersluþættir á mörkuðum en minna hérlendis. Náttúruperlur í hættu vegna veikra innviða. Þolmörk lítið í umræðunni,“ segir í lýsingu á sviðsmyndinni. Mikilvægt að ná sterkri viðspyrnu sem fyrst Í samantekt um alla mögulega þró- unarferla ferðaþjónustunnar kemur fram að til mikils sé að vinna til að ná sterkri viðspyrnu sem fyrst og geta þannig mætt jákvæðri þróun varðandi almennan bata þegar sú þróun kemur. Með öflugum og markvissum aðgerðum í atvinnugreininni og stuðningi hins opinbera og annara hagaðila sé hægt að komast hjá verulegum samfélagslegum kostn- aði. „Þróun einstakra fyrirtækja getur verið ólík, staða einstakra fyrirtækja og aðgerðir hafa áhrif á hver þróun þeirra verður. Kraftur og útsjónar- semi einstakra fyrirtækja sem og greinarinnar í heild ásamt öflugum stuðning frá opinberum aðilum og öðrum hagaðilum, fjárfestum og fjármögnunaraðilum skipta máli við að mæta nýjum veruleika. Samfélagslegt tap getur verið mikið ef samkeppnishæfni ferða- þjónustunnar og Íslands minnkar. Tapið felst í samdrætti í tekjum og ýmsum kostnaði s.s. atvinnuleysi. Því betur sem ferðaþjónustan er búin undir að mæta aukinni eftir- spurn því fyrr næst að auka þjóðar- tekjur að nýju,“ segir í skýrslunni um þróunarferlana og samfélags- lega hagsmuni sem eru í húfi. /smh Þróun Móðuharðindanna 2.0 er W-laga. Þróunin á ferli Lítillar viðspyrnu er Trog-laga.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.