Bændablaðið - 05.11.2020, Side 42

Bændablaðið - 05.11.2020, Side 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202042 Það kannast líklega flestir við umræðuna um að mjólkur fram­ leiðsla heimsins eigi sína hlutdeild í sótspori heims byggðar innar þ.e. heildaráhrifum gróðurhúsa­ lofttegunda en talið er að mjólk­ urframleiðsla, ­vinnsla og ­sala heimsins standi í dag undir um 4% af sótspori heimsbyggðar­ innar. Sé þetta hlutfall skoðað í grunn­ inn kemur það auðvitað ekki á óvart, enda hefur búgreinin í heild sinni tekjutengd áhrif á um 1 milljarð af íbúum heimsins sem hafa lífs­ viðurværi sitt af annaðhvort mjólkurframleiðslu, ­vinnslu eða ­sölu en þetta gera um 13% af íbúum heimsins. Í dag er talið að um 6 milljarðar manna, eða rúm­ lega 80% af íbúum heimsins, neyti mjólkurafurða reglu­ lega og þrátt fyrir að ákveðin teikn séu á lofti varðandi breytta neysluhegðun, hluta íbúa hinna efnameiri landa heimsbyggðarinnar, þá er sú þróun ekki talin hafa telj­ andi áhrif á framvinduspár mjólkuriðnaðarins á heims­ vísu næstu áratugina. Spár gera ráð fyrir töluvert mikilli framleiðsluaukn­ ingu fram til ársins 2050 og skýringin felst m.a. í því að íbúum heimsins fjölgar mjög ört um þessar mundir og hafa Sameinuðu þjóð­ irnar lagt á það áherslu að mjólkurafurðir gegni einu af mikilvægustu lykil­ hlutverkunum til þess að bæta heilsufar og nær­ ingarástand jarðarbúanna á næstu áratugum og sér í lagi í Afríku og Asíu. Sérstaða mjólkurframleiðslunnar Það sem er sérstakt við mjólkur­ framleiðsluna í heiminum er að hún er að aukast hratt í flestum þró­ unarlöndunum um þessar mundir, en stendur meira í stað í hinum vest­ rænu löndum eða eykst lítillega með auknum mannfjölda. Skýringin á þessari þróun er að hagur íbúa, í vax­ andi fjölda landa heimsins, fer sem betur fer vænkandi og með auknum kaupmætti aukast möguleikar fjöld­ ans á að neyta hollra matvæla og eftirspurn eftir þeim vex því í takti við aukna velmegun. Þetta hefur á sama tíma haft jákvæð áhrif í strjál­ býlum héruðum víða um heim, þar sem fátækt hefur lengi verið viðvar­ andi. Aukin eftirspurn eftir mjólk­ urvörum hefur nefnilega margsýnt að það er ein skilvirkasta leiðin til að draga úr fátækt í dreifbýli og miklu hraðvirkari leið en fæst með annarri landbúnaðarframleiðslu. Þá vill svo til, oft vegna aldagamalla hefða, að mjólkurframleiðslan í mörgum löndum er fyrst og fremst kvennabúgrein og því hefur aukin eftirspurn eftir mjólkurvörum verið afar jákvæðar fréttir fyrir konur í mörgum þróunarlöndum og skapað þeim sterkari stöðu í samfélagi sem oft er ansi karllægt. Talið er að um fjórðungur allra kúabúa heimsins í dag séu í eigu, rekstri og á ábyrgð kvenna eða rétt um 35 milljónir kúabúa! Þá koma konur auðvitað að rekstri margra annarra kúabúa og alþekkt er, sérstaklega á vest­ urlöndum, að t.d. hjón standi að búskapnum. Það er því skiljanlega ekki mikill áhugi á að draga úr framleiðslunni af framan­ greindum ástæðum nema síður sé og því þarf að leita leiða til að draga úr umhverfisáhrifum framleiðslunnar eins og mögulegt er og þó svo að sótspor mjólkuriðnaðarins í heild sinni dragist nú saman ár frá ári, á hverja framleidda einingu, þá er enn nokkuð í land með að ná 100% sjálfbærni. Jórturdýr nýta tormelta fæðu Einn aðal kostur jórturdýra er þau geta melt og nýtt tormelta fæðu, fæðu sem ekki nýtist með beinum hætti til manneldis eins og t.d. á við um gras. Þetta gerist með flóknu ferli í vömb jórturdýranna og við þá meltingu, sem að mestu gerist með gerjun, losna því miður nei­ kvæðar lofttegundir sem örverur í vömb jórturdýranna losa frá sér við gerjunina og þessar lofttegundir hafa áhrif á sótspor framleiðslunnar vegna eðli þeirra. Aðal áherslan undanfarið hefur því verið lögð á að draga úr áhrifum af jórtruninni á umhverfið og hafa orðið gríðar­ lega miklar framfarir á þessu sviði á stuttum tíma með tilkomu ýmissa bætiefna og almennrar aukinnar þekkingar. Stefnan sett á 100% sjálfbærni 2050 Flest stóru alþjóðlegu fyrirtækin í mjólkuriðnaði hafa þegar verið með umhverfismál á dagskrá sinni í mörg ár og hefur flestum þeirra tekist að draga verulega úr sótspori mjólkurframleiðslunnar. Betur má ef duga skal og nú hafa flest þessara fyrirtækja, m.a. Evrópsku félögin Arla Foods og FrieslandCampina, gefið út að þau hafi markað þá stefnu að búgreinin í heild sinni, þ.e. bæði mjólkurframleiðslan sjálf, vinnslan, dreifingin og sölustarfsemin verði að fullu sjálfbær árið 2050 þ.e. allur ferillinn frá haga í maga verði án sótspors! Þetta eru metnaðarfull markmið þessara stóru fyrirtækja en til þess að þetta geti orðið að veruleika þarf bæði að draga úr losun mjólkurkúa á óhagstæðum lofttegundum, færa alla orkunotkun frá haga í maga yfir í endurnýjanlega orku, gera umbúðir 100% endur­ nýtanlegar, draga úr plast­ notkun eins og mögulegt er, nota græna upprunavottun á öll aðföng og fleira mætti nefna. Þá þurfa mótvægis­ aðgerðir að liggja fyrir en þegar hjá því verður ekki komist að sótspor myndist, má t.d. binda kolefni með skógrækt til þess að jafna út sótsporið. Jafnvel þó svo að þessum stórfyrirtækjum takist ætlun­ arverk sitt, og raunar bendir ekkert til annars en að sjálfbærnimarkmiðin náist meira að segja fyrir árið 2050, þá þarf meira til enda þó svo öll mjólkurvinnsla 20 stærstu fyrirtækj­ anna í heiminum væri lögð saman og gerð að fullu sjálfbær í dag svarar það magn ekki nema til um 25% af mjólkurframleiðslu heimsins. Það þarf því fleiri til en stóru alþjóðlegu fyrirtækin sem eru í mjólkuriðnaði, það þarf samstöðu meðal smærri af­ urðastöðva og afurðafélaga, samtaka bænda og annarra sem geta haft áhrif á stöðu mála. Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Rósir hafa lengi verið algengasta tegund afskorinna blóma í íslenskri ylræktun. Á árum áður var rósaræktun stunduð í mörgum garðyrkjustöðvum í uppsveitum Árnessýslu, Hveragerði, í Borgarfirði og víðar. Nú hefur framleiðslan breyst að því leyti að framleiðendum hefur fækkað talsvert en þeir sem stunda rósaræktun hafa bætt við gróðurhúsum og aukið ræktunartæknina til að mæta eftirspurninni. Raunin er sú að með raflýsingu og breyttum ræktunaraðferðum tekst íslenskum rósaræktendum að sinna nánast allri innlendri eftirspurn eftir rósum en talsverður innflutningur er í flestum öðrum tegundum afskorinna blóma. Lætur nærri að helmingur afskorinna blóma á Íslandi séu rósir. Gæði íslenskra rósa er með því besta sem gerist í heimi ylræktar og mega framleiðendur vera stoltir af sínum störfum. Það er alls ekki einfalt að keppa við öflug framleiðslulönd í Mið­Ameríku og Afríku þar sem rósirnar vaxa í einföldum gróðurskýlum eða jafnvel utanhúss allt árið. Lönd eins og Ekvador, Kólumbía og Kenýa sem framleiða gríðarlegt magn afskorinna rósa og flytja á markaði um allan heim veita evrópskum framleiðendum harða samkeppni. Rósir finnast í íslenskri náttúru Innan sjálfrar rósaættarinnar eru þúsundir tegunda og sumar þeirra þekkjum við vel. Fjalldalafífill, reyniviður, jarðarber og holtasóley eru íslenskar tegundir sem teljast til rósaættarinnar. Hin eiginlega rósaættkvísl á sér tvo fulltrúa í náttúru Íslands, þyrnirós og glitrós. Þyrnirós hefur fundist á nokkrum stöðum frá Austfjörðum, um Suðurland og til Vestfjarða. Glitrósin hefur hins vegar aðeins fundist á einum stað á Ísandi, á Kvískerjum í Öræfum. Þessar villtu tegundir eru mun smágerðari og blómminni en kynbættar rósir sem garðyrkjubændur rækta til afskurðar. Kynbætur rósa eru reyndar mjög ævagömul iðja sem hefur skilað ótal afbrigðum til notkunar í görðum, til afskurðar og jafnvel sem pottablóm. Ræktunin Flestir rósaræktendur notast við svo kölluð óvirk ræktunarefni í stað hefðbundins jarðvegs. Þau geta ýmist verið íslenskur vikur eða sérstakar steinullarmottur sem rætur plantnanna vaxa í og vökvað er með fljótandi næringarlausn. Þá er jafnvel hægt að endurnýta þann hluta vökvunarvatnsins sem ekki nýtist hverju sinni. Þannig minnkar bæði áburðar­ og vatnsþörf í ræktuninni. Einnig hafa ræktendur þróað nýjar leiðir við vaxtarmótun plantnanna til að auka uppskeru þeirra og auka endingu í beðunum. Algengt er að rósaplöntur gefi ágæta uppskeru árum saman. Þó verður framleiðandinn að vaka yfir þróun á markaði, bæði hvað varðar ný yrki sem í boði eru og fylgjast með tískusveiflum til að mæta þörfum neytenda. Langt er síðan menn gerðu sér grein fyrir því að hægt var að auka gæði framleiðslunnar með því að græða greinar af eftirsóttum afbrigðum á rót kröftugra yrkja sem sjálfar mynda ekki þær blómgerðir sem sóst er eftir. Ágræðsla er því mjög algeng í framleiðslu ungplantna, eins og þekkist til að mynda í ræktun epla og annarra ávaxtatrjáa. Raflýsing er notuð í langflestum rósahúsum en með því er hægt að halda framleiðslunni gangandi allt árið um kring. Kostnaðarsamur lýsingarbúnaður og rafmagnskaup leggur auknar byrðar á axlir framleiðenda en er nauðsyn til að halda fullri framleiðslu á veturna. Framleiðendur fylgjast vel með þróun lýsingar­ og tæknibúnaðar sem og tækja til áburðargjafar og vökvunar. Einn meginkosturinn við íslenskar rósir er að þær, líkt og aðrar afurðir úr íslenskum gróðurhúsum koma fullkomlega ferskar á markaðinn. Blómin eru skorin í gróðurhúsunum á nákvæmlega réttu þroskastigi og fara í dreifingu í verslanir jafnvel innan sólarhrings, ólíkt innfluttri vöru sem hefur ferðast heimsálfa á milli með ómældu sótspori áður en hún kemst lokst inn á heimili fólks. Ingólfur Guðnason Námsbrautarstjóri Garðyrkjuframleiðslu garðyrkjuskóla Lbhí Reykjum Ölfusi GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Íslenskar rósir í blómvöndinn Snarminnkandi sótspor með aukinni nyt Í heiminum eru til ótal kúakyn en mörg þeirra eru lágnytja. Rósir í ræktun. Íslenskar rósir.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.