Bændablaðið - 05.11.2020, Side 49

Bændablaðið - 05.11.2020, Side 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 2020 49 Vesti eru svo falleg á stáka á öllum aldri við hvaða tilefni sem er. Þetta fallega vesti er prjónað með áferðarmynstri úr dásamlega garninu Cotton Merino frá Drops. DROPS Design: Mynstur nr cm-011-bn Stærðir: 2 (3/4) 5/6 (7/8) 9/10 (11/12) ára Stærð í cm: 92 (98/104) 110/116 (122/128) 134/140 (146/152) Garn: DROPS COTTON MERINO fæst í Handverkskúnst - Ísblár nr 09: 150 (150) 200 (200) 250 (250) g Prjónar: Hringprjónn (40-60 cm) nr 3 og 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 24L x 36 umf með áferðamynstri eftir mynstri A.1 verði 10 x 10 cm á prjóna nr 3,5. Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Prjónið slétt allar umferðir. Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Úrtaka (á við um handveg): Fækkið lykkjum innan við 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Öll úrtaka er gerð frá réttu Fækkið lykkjum á eftir 3 kantlykkjum í garðaprjóni þannig: Takið 1L óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1L sl, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum á undan 3 kantlykkjum í garðaprjóni þannig: Byrjið 2L á undan 3 kantlykkjum og prjónið 2L slétt saman. VESTI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna upp að handveg. Síðan er fram- og bakstykki prjónað til loka fram og til baka á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 128 (140 148 (156) 168 (176) lykkjur á hringprjóna nr 3 með. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjónar 3,5 og prjónið 1 umf slétt Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju í umf og 1 prjónamerki í 65. (71.). 75. (79.) 85. (89.) lykkju í umf (= í hliðum – nú eru 63 (69) 73 (77) 83 (87) lykkjur á milli lykkja með prjónamerki í). Prjónið síðan mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.1 (prjónamerki er staðsett í einni br lykkju í mynstri). Þegar stykkið mælist 20 (22) 25 (28) 31 (34) cm prjónið 4 umf garðaprjón yfir miðju 13 lykkjurnar í hvorri hlið (þ.e.a.s. yfir lykkju með prjónamerki í + 6L hvoru megin við hana – aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður). Í fyrstu umf á eftir garðaprjóni eru felldar af miðju 7L í hvorri hlið fyrir handveg og fram- og bakstykki eru prjónuð til loka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 57 (63) 67 (71) 77 (81) lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka með 3 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið (1. umf = ranga). Þegar prjónaðar hafa verið 3 umf fram og til baka er fellt af fyrir handveg í hvorri hlið í næstu umf frá réttu – LESIÐ ÚRTAKA (= 2L færri). Fellið af í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu) alls 4 sinnum í hvorri hlið = 49 (55) 59 (63) 69 (73) lykkjur. Haldið áfram með mynstur með 3 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 31 (34) 38 (42) 46 (50) cm. Fellið nú af miðju 25 (27) 29 (31) 33 (37) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1L í næstu umf frá hálsi = 11 (13) 14 (15) 17 (17) lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til 2 umf eru eftir þar til stykkið mælist 33 (36) 40 (44) 48 (52) cm (stillið af að næsta umf sé prjónuð frá réttu). Prjónið 1 umf slétt frá réttu og 1 umf slétt frá röngu og fellið síðan af með sl frá réttu. Endurtakið á hinni öxlinni. FRAMSTYKKI: = 57 (63) 67 (71) 77 (81) lykkjur. Prjónið eins og bakstykki og fellið af fyrir hand- vegi í hvorri hlið eins og á bakstykki = 49 (55) 59 (63) 69 (73) lykkjur. Þegar stykkið mælist 28 (31) 34 (38) 41 (45) cm setjið miðju 15 (17) 17 (17) 17 (19) lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið nú af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umf frá hálsi þannig: Fellið af 2L, 2 (2) 2 (2) 3 (3) sinnum og 1L, 2 (2) 3 (4) 3 (4) sinnum = 11 (13) 14 (15) 17 (17) lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til 2 umf eru eftir þar til stykkið mælist 33 (36) 40 (44) 48 (52) cm – stillið af eftir bakstykki. Prjónið 1 umf slétt frá réttu og 1 umf slétt frá röngu og fellið síðan af með sl frá réttu. Endurtakið á hinni öxlinni. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. HÁLSMÁL: Prjónið upp frá réttu, ca 66 (70) 78 (82) 88 (94) lykkjur í hringum háls (meðtaldar l af þræði að framan) á stuttan hringprjón nr 3. Prjónið 1 umf br, 1 umf sl og 1 umf br. Fellið síðan laust af með sl. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Strákavesti HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 4 7 8 1 2 3 2 3 5 6 8 7 4 1 3 6 9 8 4 3 9 1 5 4 2 7 8 5 2 8 6 9 9 5 6 Þyngst 8 3 5 1 7 4 2 4 8 6 3 9 4 1 2 8 7 4 4 7 1 9 4 5 6 3 7 4 8 6 9 2 1 3 7 9 5 3 1 5 6 3 9 9 8 6 7 8 1 7 8 9 7 8 4 8 2 5 3 2 5 9 1 1 4 6 3 8 7 9 9 5 7 3 6 4 1 Verður gaman á snjóbretti í vetur FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Óskar Ingimar Ómarsson er 12 ára Hnífsdælingur. Hann á tvö systkini, Hinrik Elí, 8 ára og Ester Elísabetu, 3 ára. Óskar æfir fótbolta og körfubolta af fullum krafti. Uppáhaldsbækurnar hans eru Harry Potter-bækurnar. Nafn: Óskar Ingimar Ómarsson. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Hnífsdal. Skóli: Grunnskólinn á Ísafirði. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Ekkert sérstakt. Uppáhaldshljómsveit: Queen, söngvari Michael jackson. Uppáhaldskvikmynd: Harry Potter. Fyrsta minning þín? Skreið til mömmu þegar hún sótti mig á leikskólann. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og körfubolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða atvinnumaður í fótbolta eða körfubolta. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Renna mér niður risabrekku á snjóbretti. Hvað verður skemmtilegt að gera í vetur? Það verður gaman um jólin og að komast á snjóbretti í vetur. Næst » Óskar Ingimar skorar á Sigrúnu Ólafsdóttur, frænku sína, að svara næst.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.