Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Page 63
61 —
1957
hefur orðið að leita atvinnu annars
staðar.
Hvammstanga. Sauðfé með vænna
móti og afkoma bænda góð. Fiskilaus
sjór, en lax- og silungsveiði með bezta
móti. Atvinna næg á Hvammstanga.
Blönduós. Afkoma manna mátti
heita ágæt, enda sýnir það sig í mik-
illi fjárfestingu bæði til sjávar og
sveita hér á Blönduósi. Hér hafa
margir verkamenn reist sér ágæt ein-
býlishús siðustu árin eða eru i upp-
siglingu með það. Flestir bændur eru
einyrkjar, en stærð búanna orðin það
mikil, að erfitt er fyrir þá að komast
yfir öll nauðsynleg búverk, þrátt fyrir
mikla aukningu alis konar búvéla.
Slátrað var hjá Sláturfélaginu 30400
fjár, 1142 folöldum og 190 nautgrip-
um. Meðalþungi fjár var 15,4 kg. Má
því gera ráð fyrir, að slátrun á býli
nemi yfir 150 fjár með allt að 2500 kg
kjötþunga, auk 6—8 folalda og rúm-
lega einum nautgrip, fyrir utan heima-
slátrun.
Höföa. Skepnuhöld voru yfirleitt
góð. Grasspretta góð og nýting heyja
ágæt. Héðan ganga nú 5 vélbátar og
nokkrar trillur á sumrin. Veitir þetta
talsverða atvinnu í þorpið, þar sem
hér eru starfandi 2 frystihús.
Hofsós. Sumar var þurrviðrasamt
og heyskapartíð ágæt. Sjávarafli með
mesta móti á Hofsósi, enda gæftir nær
oslitið allt sumarið. Á Hofsósi var at-
vinna með fjörlegasta móti.
Ólafsfj. Aflabrögð rýr. Síldveiði
brást. Atvinna lítil, helzt byggingar-
vinna. Afkoma almennings slæm.
Fjöldi fólks fór suður á land til at-
vinnuleitar.
Dalvíkur. Árferði gott. Almenn af-
koma góð til sveita, en í lakara lagi
til sjávar.
Akureyrar. Afkoma liéraðsbúa var
yfirleitt sæmileg á árinu og góð hjá
baendum. Heyskapur gekk vel. Við
Mávarsíðuna var útkoman öllu lakari,
I'ar eð sildveiði var fremur léleg og
aflabrögð togaranna með afbrigðum
eleg. Átvinnuleysi var þó ekkert á
arinu og iðnfyrirtæki munu flest hafa
baft sæmilega afkomu.
Brenivikur. Kartöfluuppskera var
góð, dilkar með vænsta móti. Útgerð
frá Grenivík gekk sæmilega. Afkoma
manna því allgóð, bæði til lands og
sjávar.
Húsavíkur. Afkoma sæmileg til
landsins. Sildarafli góður á Húsavik-
urbáta, en síldarsöltun i Húsavík brást
alveg, og bafði það mikil og ill áhrif
á afkomu manna í Húsavík.
Kópaskers. Árferði gott. Dilkar
reyndust með bezta móti og afkoma
góð i sveitinni. Stórframkvæmdir á
Raufarhöfn hjá síldarsaltendum, og
höfðu allir næga atvinnu þar allt árið.
Þórshafnar. Almenn afkoma í meðal-
lagi.
Vopnafj. Sauðburður gekk vel, og
lambahöld voru góð. Meðalkropp-
þungi dilka var 15,90 kg, eða rúmlega
einu kílógrammi meiri en árið áður.
Vegna vorkulda spruttu tún seint og
heldur illa. Heyfengur mun hafa verið
í tæpu meðallagi að magni, en að
gæðum í bezta lagi. Kartöfluuppskera
var rýr. Útgerð var engin. Yfir sum-
armánuðina og siðan allt til áramóta
var hér næg atvinna.
Norður-Egilsstaða. Heyfengur ekki
nema í meðallagi, en nýting góð. Af-
koma fólks í héraðinu mjög sæmileg
og atvinna næg, svo að jafnvel er
hörgull á mannafla til ýmissa nauð-
synlegra framkvæmda.
Austur-Egilsstaða. Afkoma fólks góð.
Mikið um atvinnu.
Bakkagerðis. Afkoma fer smábatn-
andi með aukinni ræktun og betra
heilsufari búpenings. Annars er alltaf
heldur harðbýlt hér.
SeyðisfJ. Afkoma fólks var góð.
EskifJ. Afkoma góð hjá langflestum.
Allir hafa nóg að bíta og brenna.
Djúpavogs. Árferði gott til lands og
sjávar. Atvinna manna i sjávarþorpum
stopul.
Kirkjubæjar. Heyfengur í góðu með-
allagi og nýting heyja góð. Afkoma
búandkarla austan Mýrdalssands er
mun rýrari en annarra bænda í V.-
Skaftafellssýslu og framkvæmdir að
sama skapi minni.
Víkur. Afkoma almennings góð.
Hvols. Afkoma fólks í héraðinu yfir-
leitt góð.