Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Page 106
1957
— 104 —
eiginmanninn fyrir 5 árum, oft fengið
slæm asthmaköst. Mikil og margvísleg
lyfjameðferð, ásamt ýmsum ráðstöfun-
um, sem gerðar hafa verið til að fjar-
lægja þá hluti, er líklegastir þóttu til
að valda ofnæmi, hefur ekki borið
varanlegan árangur. Hinn sjúklingur-
inn var karlmaður á sextugsaldri.
Fékk hann um tíma allslæm köst, sem
gerðu einkum vart við sig, á meðan
hann vann við pökkun á skreið. Með-
ferð var antihistaminica, auk þess sem
hann tók að nota rykgrimu við vinnu.
Honum skánaði eftir nokkrar vikur
og hefur ekki borið á honum siðan.
Súðavíkur. Asthma 1.
Djúpavikur. Asthma bronchiale:
kona á fimmtugsaldri.
Hólmavíkur. Asthma bronchiale 4;
sömu sjúklingar og áður. Urticaria 5.
Hvammstanga. Asthma bronchiale:
13 ára stúlka, sem hefur verið asthma-
sjúklingur í mörg ár, hefur aðeins ör-
sjaldan fengið köst á árinu, en var
óður hvað eftir annað nær dauða en
lífi.
tílönduós. Maður á fertugsaldri
hafði asthma á háu stigi, svo að oft
varð að dæla inn í hann theophylla-
mini. Kona ein á sjötugsaldri fær
vanalega asthma, ef hún kvefast, en
aftur á móti er önnur roskin kona,
sem fékk afar slæm asthmaköst áður
fyrr, að því er virðist að mestu leyti
laus við þau nú. Nokkrir bændur hér
liafa meira eða minna ofnærni fyrir
heyryki, en það virðist mér vera all-
tíður atvinnukvilli.
Sauðárkróks. Asthma bronchiale: 4
manneskjur eru skráðar, sem fengu
meira háttar asthmaköst á árinu.
Grenivíkur. Urticaria: Nokkur til-
felli, helzt á börnum.
Breiðumýrar. Roskin kona með
asthma, sem oft hefur lent í status
asthmaticus, fékk deltacortriltöflur
með ágætum árangri.
Kópaskers. 3 sjúklingar með ofnæmi
fyrir pensilíni.
Þórshafnar. Asthma 3.
Vopnafj. Urticaria 7.
Norður-Egilsstaða. Asthma: Eitt
nýtt, fremur slæmt tilfelli.
Austur-Egilsstaða. Urticaria nokkuð
algengur kvilli.
Eskifj. Drengur fær væg asthmaköst,
en langt á milli þeirra. Idiosyncrasia:
Upphlaup með ofsakláða nokkuð al-
geng.
Búða. Asthma: 2 nýir sjúklingar
bættust við á árinu, kona og karl, bæði
á fertugsaldri, ofnæm fyrir fjölda efna,
einkum ryki og dýrahárum.
Djúpavogs. Asthma bronchiale 2,
urticaria 4.
Hellu. Asthma bronchiale 2.
Laugarás. Asthma bronchiale 6.
Margir kvarta um brjóstþyngsli af
völdum heyryks. Líklega algengasti
vinnusjúkdómurinn hér. Idiosyncra-
sia: 2 (terramycin 1, pensilin 1).
13. Tannsjúkdómar.
Kleppjárnsregkja. Abscessus ad den-
tem 13.
Flateyjar. Caries dentium: Mjög tið.
hef þó gert lítið af tanndrætti hér.
Fólk er orðið svo kveifarlegt, að það
lætur ekki taka skemmdar og ónýtar
tennur, fyrr en það er orðið viðþols-
laust.
Bolungarvikur. Caries dentium er
mjög áberandi, og eru þess jafnvel
dæmi, að unglingar hafi verið komnir
með gervitennur fyrir fermingu.
Súðavíkur. Tannskemmdir miklar.
Hólmavíkur. Mikið um tannskemmd-
ir, en meira er um það, að fólk láti
gera við tennur nú en áður, enda hef-
ur bæði tannlæknir og tannsmiður
komið hér við tvö síðast liðin vor.
Hvammstanga. Caries dentium: Mjög
algengur kvilli.
Grenivíkur. Tannskemmdir eru tið-
ar. Nokkuð dregið af skemmdum tönn-
um.
Kópaskers. Tannskemmdir í börnum
og unglingum eru alveg ofboðslegar,
þótt þær séu að visu minni í sveitun-
um en á Raufarliöfn.
Vopnafj. Caries dentium 95.
Bakkagerðis. Mikið um tann-
skemmdir og tannútdrátt.
Djúpavogs. Caries dentium: Dregnar
176 tennur úr 81 manns.
Eskifj. Varla kemur fyrir, að nokk-
ur yfir fermingu hafi óskemmdar
tennur. Hef séð börn um fermingu
með gervitennur.