Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Síða 110
1957
108 —
veiðum, er hann hné niður skyndilega
og var örendur að stuttri stund lið-
inni. Heimilislæknir skýrði svo frá, að
maðurinn hefði fyrir allmörgum ár-
um haft myocarditis, en siðar fengið
magablæðingu. Krufning ekki gerð.
Flateyjar. Scrophulosis: 2 ungir
bræður, 4 og 5 ára.
Hofsós. 3 konur í héraðinu hafa ein-
kenni saltþurrðar í hryggjarliðum
(osteoporosis senilis seu post climac-
terium).
Ólafsfj. Intoxicatio zinci 1.
Víkur. Snöggt varð um 2 konur, aðra
71, hina 74. Dó önnur í svefni, en hin
í kartöflugarði.
Hellu. Saturnismus: 43 ára gamall
hifreiðaviðgerðarmaður kvartaði um
áberandi máttleysi, einkum í höndum
og fótum, höfuðverk, einkum i hnakka,
og langvarandi obstipation, hafði
skömmu áður fengið svæsið kólik-kast.
Blóð- og þvagrannsóknir (basofil
punktering, væg porfobilinogen-svör-
un) bentu til blýeitrunar. Venefici-
um zinci acutum: 47 ára bifvélavirki
veiktist snögglega að kvöldi með and-
þyngslum, 40° hita og kölduskjálfta.
Siðar um kvöldið sló út um hann svita,
cn að morgni kenndi hann sér einskis
meins. Eftir á varð honum hugsað til
málmbúts, sem hann hafði ætlað að
logsjóða um það bil 6 klst. áður en
hann veiktist. Málmurinn, sem hann
hugði í fyrstu vera kopar, rauk upp
við hitann og nýttist ekki.
Laugarás. Sinus pilonidalis 1.
D. Kvillar skólabarna.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðun hafa bor-
izt úr öllum læknishéruðum og ná til
20037 barna.
Af þessum fjölda barna voru 2 svo
berklaveik við skólaskoðunina, að
þeim var vísað frá kennslu, þ. e. Q,l%c.
Önnur 13, þ. e. 0.6%„, voru að vísu
talin berklaveik, en leyfð skólavist.
Lús eða nit fannst i 113 börnum í
25 læknishéruðum, eða 0.6%. Kláði
eða geitur fundust ekki í neinu barni,
svo að getið sé.
Við skoðun ráku læknar utan
Reykjavíkur, Akureyrar, Keflavíkur
og Hafnarfjarðar sig á 66 af 9275
börnum með ýmsa aðra næma kvilla.
þ. e. 0,7%. Skiptust kvillar þeirra sem
hér segir (athugun þessi eflaust að
jafnaði bæði sundurleit og gloppótt):
Angina tonsillaris................... 37
Catarrlius resp. acutus.............. 24
Influenza............................. 2
Impetigo contagiosa.................. 3
Samtals 66
Um ásigkomulag tanna er getið í
15651 skólabarni, er skoðuð voru að
því leyti eða skýrslur taka til. Höfðu
11852 þeirra meira eða minna
skemmdar tennur, þ. e. 75,7%. Fjölda
skemmdra tanna er getið í 11785
skólabarna. Voru þær samtals 41208,
eða til uppjafnaðar 3,5 skemmdar
tennur í barni. Með meiri eða minni
reglu er getið viðgerða tanna í 11140
börnum, og eru þau samtals með
13264 viðgerðar tennur, eða 1,2 tennur
til uppjafnaðar í barni.
Hvík (7339). í barnaskólum læknis-
umdæmisins (Reykjavík og Seltjarnar-
nes) voru alls 7379 (6357) börn.
Skoðuðu skólalæknar alls 7328 (6336)
börn, 3721 (3189) pilta og 3607 (3147)
stúlkur, skólaárið 1956—1957. Engu
barni var bönnuð skólavist vegna sjúk-
dóms. Merki um eftirstöðvar bein-
kramar fundust á 729, hryggskekkja
og kryppa 673, ilsig 749, kviðslit 182,
ósigið eista 138, kverkilauki 512, háls-
eitlar teknir 941, sjóngallar fundust á
791, gleraugu nota 354, heyrnardeyfa
81, málgallar 96. Of létt voru talin 767,
slæmt holdafar 13, of þung 180. Ljós-
böð fengu 1533 börn. Lýsi fengu öll
börn, nema þau, er aðstandendur upp-
lýstu um, að fengju lýsi heima. Lús
fannst og var eytt á 10 börnum.
Akranes (546). Helztu kvillar skóla-
barna voru: Adenitis (oftast á lágu
stigi) 199, kirtilauki i koki 129, scolio-
sis (flest á lágu stigi) 40, sjóngallar
33, stigmata rachitidis 27, blepharitis
16, kyphosis 4, conjunctivitis 4, slæm
heyrn 3, hordeolum 1, asthma bron-
chiale 1, hernia inguinalis 1, mb. Pert-
hes 1, psoriasis 1, kryptorchismus 1.
pectus excavatum 1.