Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Qupperneq 122
1957
— 120 —
og uppörvunar. Hjá einni konu þurfti
að sækja fylgju meS hendi. Eitt barn
fæddist fyrir timann og andvana.
Nes. 3 konur með abortus incom-
pletus skafnar út á sjúkrahúsinu. Einni
l'.afði blætt út í heimahúsi, en tókst að
hiarga lienni með macrodex og síðar
blóðgjöf.
Eskifí. 38 ára fjölbyrja (13. fæðing)
dó eftir barnsburð.
Búða. 1 tvíburafæðing hjá fjölbyrju.
Fyrri tvíburinn fæddist andvana,
sennilega dáinn 2 dögum fyrir fæð-
ingu, sitjandafæðing, skyndifæðing,
dánarorsök ókunn; síðari tvíburinn í
þverlegu. Aðrar fæðingar gengu vel.
Kunnugt um 2 fósturlát.
Djúpavogs. Ljósmóðir þriggja
Iireppa hvarf á brott snemma á ár-
inu. Ég tók á inóti 3 börnum.
Kirkjubæjar. Konur fæða hér um bil
undantekningarlaust í heimahúsum.
Kcynt hefur verið að fá konurnar til
að ganga reglulega til læknis um með-
göngutimann, og hefur það gengið að
mestu brotalamalaust, þegar konurnar
hafa komið þvi við. 33 ára frumbyrja
fékk fæðingarkrampa, eftir að hún
var komin fast að öðru stigi fæðingar.
Þar sem aðburður reyndist ekki tang-
artækur, var gerð vending og fram-
dráttur, og fæddist barnið andvana.
Lögð var á töng hjá frumbyrju vegna
intertia uteri og framhöfuðstöðu. Móð-
ur og barni heilsaðist ágætlega. Stað-
göngumaður minn í sumarleyfi sendi
fjölbyrju á Landsspitalann vegna
prae-eclampsia. Abortus provocatus:
46 ára fjölbyrja, 9 barna móðir, sem
hafði haft nephrosis á meðgöngutím-
anum og legið þess vegna lengi á
lyfjadeild Landsspítalans. Aðgerðin
var gerð á D. V Landsspítalans,
Reykjavík. Um miðjan marz farið í
Öræfin vegna frumbyrju, sem talin var
af Ijósmóður í erfiðri fæðingu. Fæð-
ing varla byrjuð, er lækuir kom á
staðinn. Seinna eðlileg fæðing.
Víkur. Barn fæddist andvana. Var
það og ófullburða, vantaði ca. IV2
mánuð upp á tímann. Önnur börn öll
fullburÖa og lögð á brjóst, nema eitt,
vegna þess að móðir fékk barnsfarar-
sótt.
Vestmannaeyja. 2 sveinbörn fædd-
ust andvana. „Blátt“ barn dó á 8. degi.
Keisaraskurður var gerður fjórum
sinnum vegna grindarþrengsla. Töng
var einu sinni lögð á vegna langdreg-
innar sóttar. Krampaboði kom fyrir
tvisvar, i annað skiptið ásamt fylgju-
losi, og varð úr andvana fæðing. Öll-
um konum heilsaðist vel.
Hvols. 3 konur höfðu prae-eclamp-
sia. Gerði ég episiotomia hjá tveim
þeirra og lagði á töng. Þriðju konuna
sendi ég á fæðingardeild Landsspit-
alans, og var þar gerð sectio Gaesarea.
Fjórða konan, sem var 18 ára frum-
byrja, hafði dystocia cervicis samfara
mikilli inertia uteri. Eftir að ég hafði
fylgzt með fæðingu konunnar í 3 sól-
arhringa, sendi ég liana í flugvél á
íæðingardeildina, þar sem var gerð
incisio cervicis og lögð á „há-töng“
að tveim sólarhringum liðnum.
Laugarás. Tvær erfiðar fæðingar
urðu á árinu. Var önnur hjá aðkomu-
konu, er ól barn að Laugarvatni ca.
6 vikum fyrir timann. Var hér um að
1 æða hypotonia uteri, placenta prae-
via partialis og talsverðar blæðingar.
Barnið lézt 4Vj klst. eftir fæðingu. í
hinu tilfellinu varð leghverfa eftir
tangarframdrátt. Gert var við þetta a
staðnum, og lieilsaðist barni og móður
vel. Ein kona ól andvana barn, ca. 21
vikna gainlan fyrirburð. Fósturlát
þrisvar. Var ein konan flutt í sjúkra-
hús eftir mikla blæðingu.
Selfoss. Barn, sem fæddist hálfdautt.
dó á fyrsta sólarhring. Mæðrum heils-
aðist vel.
Eyrarbakka. Vitjað 11 sinnum til
sængurkvenna á árinu. Ekkert sér-
stakt að.
Keflavíkur. Ungbarn fætt með lok-
aðan endaþarm. Aðgerð framkvæmd á
Landsspítalanum. Sveinbarn fætt með
3 nasir. Flutt strax á Landsspitala.
Fósturlát sennilega oftar en getið er,
og þá oftast leitað læknis fremur en
ljósmóður.
Hafnarfí. Fæðingar utan sjúkrahúss
eru aðeins 28 og læknis vitjað i 21
sinn. Langflestar fæðingarnar hafa
farið frain á fæðingarheimilinu Sól-
vangi.
Kópavogs. Var viðstaddur 2 eölileg-
ar fæðingar.