Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Side 130
1957
128
1 maður. Við fall dráttarvélarinnar
niður af árbakkanum lenti hún á hlið-
ina ofan í íshröngl á ánni, og varð
pilturinn undir henni, þannig að hjól
hennar og aurbretti lá ofan á öxl og
hálsi hans. Maður sá, er i kerrunni
var, hentist ofan á svellið á ánni og
sakaði ekki. Honum heyrðist pilturinn
hiðja hann að losa sig, en þar eð hann
gat ekkert hreyft vélina, hljóp hann í
peningshús þar nálægt til að fá hjálp.
Hann kom aftur á slysstaðinn eftir ca.
5 mínútur, og var þá ekki sýnilegt
lífsmark með hinum slasaða. Ca. 10
minútum eftir slysið barst svo hjálp
til að losa hinn slasaða undan vélinni,
og kom þá brátt sjúkrabíll og læknir
á staðinn. Lífgunartilraunir voru strax
hafnar og hinn slasaði fluttur i sjúkra-
hús, en árangurslaust. Eldur kom upp
í kvistherbergi á efri hæð húss. Er
eldurinn hafði verið slökktur, kom í
ljós, að 29 ára verkamaður, sem þarna
bjó, hafði brunnið inni. 20 ára húsa-
smiður: Kassi datt ofan á fót hans og
braut tibia. 25 ára verkamaður var í
knattspyrnu, er hann fékk knöttinn i
augað og hlaut contusio bulbi. 61 árs
kona datt á gólfi heima hjá sér og
fékk fract. femoris. 39 ára kona datt
á hálku, kom niður á vinstri hlið og
fékk fract. colli femoris. 14 ára dreng-
ur var að saga við. Sögin var tengd
með reim við dráttarvél. Úlpa drengs-
ins lenti í öxli dráttarvélarinnar, og
kastaðist drengurinn um koll við þetta
og fékk fract. tibiae. 25 ára verzlunar-
maður var á rjúpnaveiðum ásamt 3
öðrum mönnum, er hann hrapaði og
rann niður fjallið með miklum hraða.
Er hann hafði hrapað ca. 100 metra,
lenti hann með vinstra fót á steini og
stöðvaðist þá. Við höggið lærbrotnaði
hann. Lá hann þar, sem hann var kom-
inn, rúma 3 tíma, þangað til sjúkrabíll
og læknir voru komnir á staðinn. 12
ára drengur lenti með hægri hendi og
hægra úlnlið í steypuhrærivél. Mikill
skurður þvert yfir neðsta hluta fram-
handleggs og niður í lófa. Sinin á
flexor pollicis longus sundurtætt og os
metacarpi V. brotið. Eftir 3 vikur út-
skrifaður af sjúkrahúsinu og þá sæmi-
lega gróinn. 4 ára drengur varð fyrir
bil og fékk commotio cerebri og skarst
lítillega á framhandlegg. 52 ára bóndi
var að stökkva yfir girðingu, er hann
skyndilega fékk mikla verki i bæði
hné og gat sig hvergi hreyft. Við rönt-
genskoðun í Sjúkrahúsi Akureyrar
kom í ljós, að bæði tibiae og femores
voru algerlega sundurétin af cancer-
metastasis. flinn slasaði dó úr cancer
(lymphoma malignum) 3% mánuði
eftir slysið. 47 ára bóndakona var að
ganga á túninu heima hjá sér, er hún
missteig sig og datt. Við fallið brotn-
aði fibula sin. 41 árs bóndi lenti með
hægri hendi í steypuhrærivél og
kramdi sundur 2.—5. fingur. 47 ára
sjómaður var bræðslumaður á togara.
Lok sprakk af lýsisbræðslukeri og
spýttist sjóðandi lýsið yfir slasaða.
Brenndist hann mjög mikið á útlim-
um og bol, andliti og hálsi. Var 2 vik-
ur i sjúkraskýlinu á Flateyri og kom
þaðan í Sjúkrahús Akureyrar. Bruna-
sárin voru inficeruð og greru mjög
illa. Engin bót á ástandi hans um ára-
mót.
Grenivikur. Öldruð kona datt á
„tjekk“, sem gekk upp i vagina, er
særðist, og blæddi allmikið. Piltur ók
bifreið ógætilega niður brekku. Missti
hann stjórn á henni, og hentist bíllinn
niður í djúpan skurð við veginn. Neðri
vör piltsins hjóst í sundur. Gömul
kona datt á sléttu gólfi og lærbrotnaði.
13 skurðir, 6 mör, 9 distorsiones, 4
mör og tognanir, 26 sár, 6 aðskota-
hlutir, 6 stungur, 5 minna háttar brun-
ar 1.—2. gr., 6 brákuð rif, 1 fram-
handleggsbrot og 1 viðbeinsbrot.
Breiðumýrar. í meira lagi um slys
á árinu, þar af eitt svo, að afleiðingar
þess leiddu hinn slasaða til dauða.
Var þar um að ræða konu um nírætt,
sem datt ofan í nær 2 metra djúpan
húsgrunn. Hún fékk fract. brachii og
costarum og dó á sjúkrahúsi 3 dögum
seinna af meiðslum sínum. Auk þess.
Fract. tibiae 1, malleoli fibularis 1.
colli femoris 1, costarum c. emphj'-
semate subcutaneo 1. Ungur maður
varð undir dráttarvél, sem hvolfdi i
brattri brekku, en slapp með mar og'
taugaáfall. 3 ára drengur varð undu
hlöðnum heyvagni, sem dráttarvél dro,
og 3 ára stúlka varð fyrir dráttarvél.
í bæði skiptin fór.u hjól ökutækjanna