Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Qupperneq 159
— 157 —
1957
verða útgrafinn. Félagsheimili komst
undir þak, og var þar lögð fram mikil
sjálfboðavinna. Kirkjan að Kvíabekk,
sem er í bændaeign, hlaut verulega
viðgerð. Steyptur var sökkull, sem áð-
ur var úr hlöðnu grjóti, þak endur-
nýjað, kirkjan máluð að innan og lögð
rör fyrir rafleiðslur.
Þórshafnar. Unnið er að smiði nýs
félagsheimilis á Þórshöfn, en ekkert
samkomuhús er hér fyrir.
Vopnafí. Haldið var áfram að vinna
við félagsheimili hreppsins, en því þó
hvergi nærri lokið.
Austur-Egilsstaða. Samkomuhús í
smíðum í Vallahreppi. Samkomuhús
' Skriðdal er nokkurra ára gamalt,
aldrei fullkomlega frá gengið og við-
hahl lélegt, sem stendur þó til bóta.
Kirkjur og kirkjugarðar í góðu á-
standi, enda vel við haldið.
Seyðisfí. Hið nýja samkomuhús eða
félagsheimili öðru nafni hefur þegar
verið mikil lyftistöng fyrir allt félags-
hf í bænum.
^ Eskifí. Nýtt félagsheimili var vígt á
hskifirði 17. júní.
Kópavogs. Hafin bygging nokkurs
hluta fyrirhugaðs félagsheimilis.
18. Meindýr.
fívik. Þrír menn vinna að rottueyð-
'ngu, og hafa þeir nú allir bifreið til
umráða. Haft er stöðugt eftirlit með
rottugangi á þeim stöðum, sem hans
hefur orðið vart, svo sem við höfnina,
1 fjörum, búpeningshiisum og víðar.
Verið er að undirbúa umfangsmiklar
ehranir fyrir rottu í holræsum, og fer
s.u atlaga fram snemma á næsta ári.
^ árinu bárust 1463 kvartanir um
rottugang. Fram fóru 15318 skoðanir.
'fottu og inús var útrýmt á 2001 stöð-
"m. Auk þess voru 22 skip athuguð
°g rottu og mús útrýmt í 5 þeirra. Alls
^ar dreift 187595 eiturskömmtum.
hamkvæmt skýrslu meindýraeyðis var
?ytt fatamöl á 200 stöðum, veggjalús
5 stöðum, silfurskottu á 23 stöðum,
'njölmöl á 3 stöðum, maur á 1 stað og
sykurflugum á 3 stöðum. Eytt var úr
~ húsum með blásýrugasi, úr öðru
ntamöl, en hinu tínusbjöllum.
Korgarnes. Meindýr gera ekki veru-
legan usla hér. Eitrað fyrir mús og
rottu strax og vart verður við kvik-
indin.
Ólafsfí. Enn eitrað fyrir rottur með
góðum árangri, og þvi litið um rottu-
gang.
Grenivikur. Rottur hurfu næstum
alveg við eitrun 1956, en er nú aftur
að fjölga.
Þórshafnar. Rottur breiðast óðfluga
út í Þistilfirði. Reynt er að halda þeim
í skefjum ineð eitri, en skipuleg lier-
ferð á hendur þeim ckki farin enn.
Þeirra hefur til þessa ekki orðið vart
á Þórshöfn. Músagangur mikill.
Vestmannaeyja. Rottuplágunni er
haldið í skefjum með sænsku rottu-
eitri, „Rodentin“, sem heilbrigðisfull-
trúi lætur mönnum í té og leiðbeinir
um notkun á, og virðist árangur góður.
Keflavíktir. Alls herjar rottueyðing
hófst í Keflavík um miðjan september.
Alls voru lagðir út 15000 skammtar og
auk þess stórir varanlegir skammtar í
vöruhús og verkstæði. Mjög erfitt er
að gera sér grein fyrir árangri þess-
arar eitrunar, en miðað við kvartanir
og heildar húsafjölda og opinna svæða
virðist árangur hafa orðið um 70 til
80%.
19. Störf heilbrigðisnefnda.
Rvík. Heilbrigðisnefnd hélt 19 fundi
á árinu og tók til meðferðar 179 mál.
Nefndinni bárust 115 umsóknir um
leyfi til starfrækslu fyrirtækja eða til
breytinga. Nefndin samþykkti, að gerð
yrði tilraun til að fjörefnabæta mjólk.
Rætt var um endurbætt skipulag á
dreifingu fisks í bænum. Gerðar voru
tillögur um lagningu holræsa í bæn-
um. Rætt um hávaða frá fyrirtækjum
og kröfur gerðar um endurbætur. í 5
tilfellum var lagt bann við áframhald-
andi starfsemi, bönnuð var áframhald-
andi notkun röntgentækis í skóverzl-
un, enn fremur rekstur iðnfyrirtækis
i lélegu húsnæði, rekstur brauðgerðar-
húss, fiskverzlunar o. fl. Nefndin gaf
22 fyrirtækjum fyrirmæli um endur-
bætur eða þrifnað, að viðlagðri lokun.
Lokunin kom til framkvæmda á 8
stöðum, samkvæmt kröfu nefndarinn-
ar. Leitað var umsagnar nefndarinnar