Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Síða 164
1957
— 162
byrjandi lungnabólga í efsta blaði
vinstra lunga. Mjög mikil fita
fannst i lifur, sem bendir til, að
maðurinn liafi verið ofdrykkju-
maður. Magi var ekki nema hnefa-
stór eftir aðgerð vegna magasárs,
og milti hafði verið tekið. Þessi
litli magi hefur átt mikinn þátt í
því, hve illa maðurinn hélt hold-
um. Slíkir menn þola mjög oft
illa áfengi. Hin mikla fitulifur
hefur enga mótstöðu getað veitt
gegn berkju- og lungnabólgu, sem
fljótt hefur gert út af við mann-
inn.
3. 7. janúar. G. J.-dóttir, 19 ára. Ung-
ur maður kom inn í eldhús, þar
sem stúlka þessi var, og skaut
liana með riffli, svo að hún lézt
rétt á eftir. Ályktun: Við krufn-
ingu fannst innskotssár ofan til
á kvið. Skotið hafði farið í gegn-
um lifur, maga, nýru og aorta.
Mikil blæðing frá skotsári, eink-
um lifur, nýra og aorta, hefur
fljótt leitt tií bana. Skotið hafði
komið út vinstra megin við hrygg,
neðan til á bakinu.
4. 15. janúar. E. K. B.-son, 39 ára.
Hafði verið lengi berklaveikur og
upp á síðkastið þjáðst af verkjum
og svefnleysi. Læknir, sem kall-
aður var til hans, gaf honum 50
mg pethidin með dælu, en er
kona mannsins kom heim 2 klst.
seinna, var maðurinn dáinn.
Ályktun: Af upplýsingum rann-
sóknarlögregiunnar og læknis er
ijóst, að maður þessi hefur um
alllangt skeið, en einkum síðustu
vikurnar, tekið svefnlyf, aðallega
seconal-natrium, daglega í stór-
um skömmtum. Við krufningu
fannst gróin berklaveiki i vinstra
lunga og fersk berklaveiki í ofan-
verðu hægra Iunga. Sterk svörun
svefnlyfs af veronalflokki fannst
i magainnihaldi. Seconal-natrium
er sterkt svefnlyf, og er sennilegt,
að hinir stóru skammtar, sem
maðurinn hafði tekið af þvi upp
á siðkastið, hafi gert út af við
hann. Má vera, að pethidin það,
sem hann fékk síðast, hafi átt sinn
þátt í því, þótt slík lyfjagjöf hefði
verið meinlaus, ef þannig hefði
ekki staðið á.
5. 21. janúar. H. G.-son, 59 ára. Ók
í bíl fram hjá brú ofan í gjá og
varð undir bilnum. Var meðvit-
undarlaus, er hann fannst og dó
eftir 3 daga. Ályktun: Við krufn-
ingu fundust engir meira háttar
áverkar, sem útskýrt gætu dauða
mannsins, þótt marblettir fyndust
á útlimum. Hins vegar fundust
greinilegar menjar um heila-
himnubólgu neðan á heila, ásamt
kölkun i heilavefnum sjálfum, og
er ekki ósennilegt, að maðurinn
hafi verið miður sín vegna þess-
arar heilabólgu. Banameinið virð-
ist aðallega hafa verið heilahrist-
ingur, sem hlotizt hefur við slysið.
6. 30. janúar. N. A.-dóttir, 23 ára.
Fannst látin á Keflavíkurflug-
velli, léttklædd i samkvæmiskjól.
Ályktun: Samkvæmt upplýsingum
lögreglustjóra á Keflavikurflug'
velli og héraðslæknis i Keflavík,
ásamt þvi sem fannst við krufn-
inguna, virðist augljóst, að stúlk-
an hafi orðið úti. Brot á rifjum,
7., 8., 9. og 10., áverki á lunga og
blæðing i brjósthol hafa sýnilega
hlotizt í lifanda lífi. Áverkar þess-
ir, ásamt ölvun (1,01%*) í blóði,
munu án efa hafa dregið úr við-
námsþrótti stúlkunnar.
7. 6. febrúar. S. S.-son, %2 árs. Barn-
ið var heilbrigt, er litið var ti
þess að kvöldi, en hálftima seinna
fannst það á grúfu með höfuðið
grafið niður í mjúkan kodda og
var þá látiö. Engin áverkamerki
sáust á líkinu, sem var mjog
cyanotiskt. Ályktun: Af meðfylgj'
andi upplýsingum og þyí, sern
fannst við krufningu, virðist aug
Ijóst, að barnið hafi kafnað.
8. 11. febrúar. Óskírt meybarn, M
árs. Fæddist ófullburða og or
lítið fram. Fékk kvef, niðurgang
og hita (38,5°), tveim dögum ao-
ur en það dó. Ályktun: Við krutn-
ingu fannst barkakýli og nar
fullt af slími og einnig tóluv®
slím í berkjum, en hins ye8
engin lungnabólga. Á belUlÍ,
barnsins, einkum rifbeinum, °