Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Side 170
1957
— 168 —
bandi milli liægri og vinstri krans-
æðar, en þá er hætt við, að skort-
ur verði á blóðrás, og getur hjart-
að þá gefizt skyndilega upp, eins
og hér hefur orðið.
41. 26. september. E. B. Þ.-son, 32 ára.
Var að vinna við vélsög, er spýta
festist í söginni og slóst í kvið
hans af svo miklu afli, að hann
stórslasaðist. Við holskurð fund-
ust garnir sprungnar og voru
saumaðar saman, en maðurinn
lézt á 6. degi eftir slysið. Ályktun:
Við krufningu fannst sainansaum-
að sár á mjógirni neðan til og ann-
að sár, fingurgómsstórt, sem ekki
var samansaumað, ofan til í mjó-
girni, og hafði sýnilega ollið út
úr þvi innihald og valdið mikilli
lífhimnubólgu. Enn fremur fannst
blóðkökkur í lungnaslagæðinni, og
náði hann yfir í slagæð vinstra
lunga og stíflaði hana. Það, sem
hefur orðið manninum að bana,
er blóðkökkurinn, sem borizt lief-
ur til hjartans og lungans. Hins
vegar hefði lífhimnubólgan innan
nokkurra daga orðið manninum
að bana, því að hún var orðin
mjög útbreidd.
42. 27. september. G. S.-dóttir, 88 ára.
Hneig niður á götu í Reykjavík
og var þegar örend. Ályktun: Við
krufningu fannst hjartað stækkað
og mjög mikil kölkun í kransæð-
um báðum. Hin vinstri var mjög
þröng, mikið til lokuð, og' sýni-
legt, að hjartað hefur þjáðst af
miklu blóðleysi, því að vöðvinn
var orðinn mjög flekkóttur. Hins
vegar var ferskur blóðkökkur i
hægri kransæð, og hefur það
sennilega valdið skyndidauða
konunnar. Þá fundust einnig
breytingar i nýrum og blöðru, og
er sýnilegt, að þær breytingar
voru gamlar æðabreytingar í nýr-
um, sem sennilega hafa valdið
hækkuðum blóðþrýstingi.
43. 27. september. Ií. Á. J.-dóttir, 6
ára. Varð fyrir bíl og andaðist
þegar. Ályktun: Við krufningu
fundust mjög mikil brot á höfuð-
beinum, þannig að kúpubotn var
næstum laus. Enn fremur fannst
mikil skemmd á heila, sem hafði
tætzt í sundur á parti og farið út
í gegnum brotið á kúpubeininu
hægra megin, og mar var einnig
á heila vinstra megin neðan til.
44. 1. október. B. Á.-son, 36 ára. Var
fáviti, sem komið hafði verið
fyrir á hæli. Mun hafa verið veik-
ur, er þangað kom. Fékk uppköst
og spenntan kvið daginn eftir og
dó 2 dögum eftir komuna, skyndi-
lega. Ályktun: Við krufningu
fannst sprungið magasár og líf-
himnubólga um allt kviðarhol,
sem gert hefur út af við manninn.
í heila fannst allstór hola á yfir-
borði vinstra heilahvels. Állur
heilinn var mjög vanþroskaður og
vó aðeins 840 g, eða rúman helm-
ing þess, sem heilbrigt er.
45. 19. október. G. J.-son, 51 árs. Varð
fyrir bil og dó daginn eftir. Álykt-
un: Við krufningu fannst mikil
blæðing á heila, milli heilabasts
og mjúku heilahimnanna, og
dreifðist blóðið yfir mestan hluta
vinstra heilahvels. Einnig fundust
smærri blæðingar viðs vegar í
heila. Loks fundust brot á mjaðm-
argrind með blæðingum i kring.
Þessir áverkar ásamt losti hafa
orðið manninum að bana, og þá
fyrst og fremst blæðingar á heil-
ann.
46. 23. október. A. S. Ó.-son, 58 ára.
Varð fyrir strætisvagni i Reykja-
vík og andaðist samstundis. Álykt-
un: Við krufningu fannst höfuð-
kúpa mjög brotin og útbreiddar
blæðingar yfir báðum heilahvel-
um milli heilabasts og mjúku
heilahimnanna, einnig útbreiddar
blæðingar í mjúku heilahimnurn-
ar. Neðan á heila fannst mar á
stórum svæðum, en punktblæð-
ingar á víð og dreif um heilavef-
inn. Sex rif voru brotin hægra
megin.
47. 25. október. G. V.-son, 38 ára.
Kom lieim um nótt og datt niður
stiga. Kona hans lét liann liggja’
þar sem hann var kominn, án þess
að gera aðvart eða koma honum