Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Qupperneq 171
— 169 —
1957
í rúm, þar sem hún hélt manninn
ölvaðan. Þegar hún gat ekki vak-
ið hann morguninn eftir, hringdi
hún á lækni. Var maðurinn flutt-
ur í sjúkrahús, en komst aldrei til
rænu og lézt tveim dögum eftir
slysið. Ályktun: Við krufningu
fundust mikil brot á höfuðkúpu,
mikil blæðing milli heilabasts og
beins og einnig töluverð blæðing
milli heilabasts og mjúku heila-
himnanna. Auk þess fannst mar
á stóru svæði neðan á lieila og
punktblæðingar í pons cerebri. í
blóði fannst 0,02%* alkóhól.
48. 28. október. K. G.-son, 58 ára. Varð
fyrir bilslysi 19. október og lá
rænulaus í sjúkrahúsi, unz hann
lézt 26. s. m. Ályktun: Við krufn-
ingu fannst mikið af smáblæðing-
um í heila, einkum framan til á
milli heilahvela og einnig vinstra
megin aftast i aftara hluta vinstra
heilahvels, þar sem meiri blæð-
ing hafði einnig hlotizt af. Auk
þess allmikill bjúgur í heila. Bana-
meinið hefur verið heilahrist-
ingur.
49- 2. nóvember. M. G.-dóttir, 42 ára.
Hafði lengi verið drykkfelld. Fór
út eftir miðnætti, var skrámuð í
andliti, er hún kom aftur, og fór
að sofa um þrjúleytið, en komst
ekki til meðvitundar eftir það.
Hiti mældist 40,6°. Konan dó,
kvöldið eftir að hún gekk til
svefns. Vottur af glóðarauga sást
á vinstra augnaloki, sináskráma á
nefi og marblettur á vinstri
mjöðm. Ályktun: Við krufningu
fannst mjög mikil fitulifur, berkju-
öólga og vottur um byrjandi
lungnabólgu. Vegna þess, hve lifr-
in var léleg, hefur konan ekki
, þolað pneumokokkainfektionina.
0 ' 6. nóvember. Óskírt sveinbarn,
árs. Hafði fengið inflúenzu fyrir
um viku, sem virtist bötnuð. Veikt-
ist svo snögglega með 40,7° hita,
uieð flekkóttum útbrotum. Dó áð-
ur en náðist í lækni. Ályktun:
Við krufningu fundust miklar
blæðingar í báðum nýrnahettum
(Waterhouse-Friderichsen-syn-
drom). Engin lungnabólga fannst
og engin heilabólga. Ekkert óx úr
nýrnahettum né húðflekkjum.
Blæðingarnar i nýrnahettum hafa
orðið barninu að bana.
51. 7. nóvember. L. Á. K. E.-son, 48
ára. Varð bráðkvaddur i fanga-
húsinu á Litla-Hrauni, án þess að
nokkuð hefði borið á lasleika áð-
ur. Ályktun: Við krufningu fannst
nokkur stækkun og útvíkkun á
vinstra afturhólfi hjarta. Hægri
kransæð var alveg lokuð af göml-
um blóðkekki, sem nýr blóðkökk-
ur hafði bætzt ofan á alveg ný-
lega, og vinstri kransæð var mjög
þrengd af æðakölkun. Sýnilegt er,
að maðurinn hefur dáið af krans-
æðastíflu, og hefur hægri kransæð
skyndilega lokazt, jjegar nýr blóð-
kökkur hefur bætzt ofan á hinn
gamla, sem fyrir var.
52. 8. nóvember. O. G. B.-dóttir, 45
ára. Veiktist skyndilega og dó,
áður en hún komst á sjúkrahús.
Ályktun: Við krufningu fannst
ferskur blóðkökkur i hægri krans-
æð, sem lokaði henni alveg, og
auk þess var annar blóðkökkur
við upptökin á æðinni, sem lok-
aði alveg fyrir hana. Þar sem
vinstri kransæð var töluvert kölk-
uð og þröng, hefur liún ekki getað
hjálpað til að næra þann hluta
hjartans, sem varð blóðlaus við
lokunina á hægri kransæð, og
hefur sjúklingurinn því dáið
skyndilega.
53. 25. nóvember. H. H.-son, 66 ára.
Varð fyrir bíl og lézt innan sólar-
hrings. Ályktun: Svo virðist sem
maðurinn liafi hlotið mjög mikinn
áverka framan á vinstri mjöðm
og skollið við það á andlitið.
Mikil brot voru á vinstra os ilii,
og os ischii var þverbrotið. Mjög
miklar blæðingar voru í kringum
þessi brot, sem liafa leitt til bana.
54. 2. desember. B. H.-son, 31 árs.
Veiktist við útivinnu með svima,
flökurleika og tvísýni. Kastaði
upp, er heim kom, og hafði höf-
uðverk. Er á daginn leið, fékk
Iiann öndunar- og kyngingarörð-
22