Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 10

Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 10
8 varla þarf að efa, að hún sé upp runnin í heiðni. 1 nafna- þulum Alvíssmála er gerður greinarmunur á tungutaki Ása og Vana, en ekkert sagt frá þeim að öðru leyti, og í Sigurdrifumálum og Skírnismálum eru Vanir nefndir sem sérstakur þjóðflokkur ásamt Ásum og Álfum.1 Sagan um strið og sættargerð Ása og Vana hefur orð- ið fræðimönnum mjög mikið umhugsunarefni. 1 fljótu bragði sýnist óþarft að hugsa sér, að sagan hljóti að geyma endurminningar um trúarleg viðhorf heiðinna manna. Sumar frásagnir um goðin líkjast helzt ævintýr- um, sem sögð voru til skemmtunar. Og vafalaust hafa margir goðfræðingar gengið allt of langt í þvi að reyna að finna öllum goðsögnum stað í fornu helgihaldi. En því ber ekki að neita, að oft er náið samband milli goð- sagna og helgisiða, hvort sem menn vilja líta svo á, að goðsagan eigi upptök sín í helgisiðunum eða helgisiðirnir séu táknræn endurtekning goðsögunnar. En það, sem sér- staklega hefur vakið áhuga fræðimanna á frásögnum um Æsi og Vani, er sú staðreynd, að dýrkun Vanagoðanna þriggja: Njarðar, Freys og Freyju, er öll með sama svip. Þau eru í fyrsta lagi árgoð, sem menn blótuðu til að efla árgæzku og gróður jarðar. En Æsir, að minnsta kosti sumir hverjir, voru engu siður hergoð, sem menn blótuðu sér til sigurs. Fyrir löngu hefur verið á það bent, að sögnin um Vana- stríðið geymi endurminningar um baráttu tvenns konar trúarsiða. Þessi siðabarátta hefur stundum verið rakin til þjóðflutninga. En samkvæmt vitnisburði fomleifafræð- innar hafa engir stórkostlegir þjóðflutningar orðið til Norður-Evrópu síðustu fjögur þúsund ár. Laustfyrir2000 f. Kr. brauzt striðsaxaþjóðflokkurinn austan af sléttum 1 í Þrymskviðu segir um Heimdall: vissi hann vel fram sem Vanir aðrir. En hvergi annars staðar er Heimdallur talinn með Vönum, og Snorri segir hann meira að segja son Óðins. Ég mun því leiða hjá mér að rasða um Heimdall, þegar gerð verður grein fyrir dýrkun Vana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.