Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 15
13
II
ÆSIR MEÐAL SUÐUR-GERMANA
Elzta frásögn um trúarbrögð Germana er í bók Cæsars
um Gallastríð (um 50 f. Kr.). En þar segir, að Germanar
telji þá eina með goðum, sem þeir skynji og hafi sýnilegt
gagn af, svo sem Sól, Vulkanus (eldinn) og Mána. Varla
þarf að ætla, að Cæsar hafi haft náin kynni af helgihaldi
Germana, enda lýsa aðrir rómverskir rithöfundar, sem
að vísu eru uppi nokkru síðar, svo þroskaðri goðadýrkun
meðal germanskra þjóðflokka, að vart er hugsanlegt, að
öll goð þeirra séu upp runnin eftir daga Cæsars.
Um 100 e. Kr. skrifar Tacitus bók sína um Germaníu
og minnist allvíða á goðadýrkun og helgihald. Þar segir
meðal annars: „Merkúríus tigna þeir [Germanar] mest
goða, og kveður svo rammt að dýrkun hans, að á ákveðn-
um dögum þykir þeim hlýða að færa honum mannfórnir.
Þá blíðka þeir Herkúles og Mars með venjulegum dýra-
fórnum. Nokkrir meðal Svefa blóta einnig Isis. Veit ég
eigi með neinum sanni, af hverju þessi erlenda blótvenja
stafar né hvaðan hún er komin. Það eitt má telja víst, að
aðfengin er hún, því að einkunn gyðjunnar er sem létti-
skúta í lögun.“ * 1 Hér verður ekki um það dæmt, hvort
þessi germanska Isis sé upp runnin hjá suðrænum eða
norrænum þjóðum. En auðvelt er að benda á hliðstæður
við einkunn gyðjunnar í helgihaldi beggja. Tacitus nefnir
einnig dýrkun Germana á Merkúríusi og Mars í öðru riti:
Historia. Þar segir frá stríði milli tveggja germanskra
þjóðflokka: Hermundura og Katta (58 e. Kr.). Hinir fyrr-
nefndu hlutu sigur, því að þeir höfðu vígt óvini sína Mars
og Merkúríusi.2 Þessi sögn minnir óneitanlega á þann sið,
sig tiltölulega litlar minjar í örnefnum. Ég treysti mér ekki til aö
koma með rökstudda skoðun um uppruna hans eða gera upp á milli
skoðana þeirra, er hér hefur verið getið.
1 Tacitus: Germania, 9. kap.
2 Sjá Clemen, bls. 12.