Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 16

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 16
14 sem virðist hafa tíðkazt á Norðurlöndum á víkingaöld: að höfðingjar skutu spjóti sínu yfir lið óvinanna í byrjun orustu og gáfu þá Óðni. Flestir munu sammála um, að með nöfnunum Merkúr- íus og Mars sé átt við Óðin og Tý, enda virðast þeir vera nefndir svo í fleiri latneskum ritum og áletrunum á fyrstu öldum eftir Krists burð. Þessi samsvörun kemur einnig fyrir í nöfnum þriðjudags og miðvikudags, sem á latínu heita dies Martis og dies Mercurii, en Germanar þýddu með orðunum Týsdagur og Óðinsdagur.1 Miklu vafasam- ara er, við hvaða guð er átt með nafninu Herkúles. En ef dæmt er eftir yngri heimildum um höfuðguði Germana, er líklegast, að átt sé við Þór. Þá skoðun aðhyllast líka flestir fræðimenn, þó ekki allir. Eina goðið, sem Tacitus nefnir með germönsku nafni, er gyðjan Nerþus. Helgidómur hennar stóð á ey einni í úthafi, en hún var tignuð af sjö þjóðflokkum á megin- landinu, sem næstir bjuggu hafinu. Hyggja flestir, að þessir þjóðflokkar hafi verið á Jótlandi, enda er einn þeirra nefndur Eudoses. Nerþus er sama nafnið og Njörð- ur, og er þetta elzta frásögn, sem nefnir norrænt goð. En áður en sögunni víkur til Norðurlanda, skulu leidd fram nokkur vitni um goðatrú Suður-Germana. Eins og áður getur, er dýrkun Merkúríusar nefnd á mörgum latneskum áletrunum í Þýzkalandi á fyrstu öld- um eftir Krists burð. Á sumum þeirra að minnsta kosti er greinilegt, að átt er við Óðin. Það er og beinlínis tekið fram í tveimur sagnaritum, að það sé sami guðinn, sem Rómverjar kalla Merkúríus og Germanar Óðin.2 Og í öðru ritinu er þess getið um leið, að Óðinn hafi verið tign- aður af öllum þjóðflokkum í Germaníu (Þýzkalandi). 1 Fornháþýzka orðmyndin ziostag og miðlágþýzka orðmyndin wodensdach sýna ljóslega, að Suður-Germanar hafa tekið upp þessi dagaheiti (sjá Alexander Jóhannesson: Islándisches Etymologisches Wörterbuch). 2 Jonas Segusiensis: Vita Columbani, sjá Clemen, bls. 32. Paulus Diaconus: Historia Langobardorum, sjá Clemen, bls. 49.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.