Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 22

Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 22
20 þik at bræðr þínum stóðu blíð regin. Allt ber því að sama brunni um það, að meðal Vana- dýrkenda hafi gyðjan og maki hennar verið talin systkin og borið svipuð nöfn. Þau hafa verið blótuð saman til efl- ingar frjósemi líkt og hin austrænu árgoð, sem ýmist voru talin systkin eða mæðgin. Og eins og aðrar þjóðir hafa Germanar í upphafi haft mesta helgi á gyðjunni. Þess vegna er nafn hennar einnar varðveitt í bók Tacitusar. Þá liggur næst að bera frásögn Tacitusar um Nerþus saman við yngri heimildir um dýrkun Vana á Norður- löndum. f Ynglingasögu lýsir Snorri goðunum eins og jarðneskum konungum, er verið hafa uppi fyrir löngu. Þegar hann hefur sagt frá ríki Óðins, heldur hann áfram: „Njörður af Nóatúnum gerðist þá valdsmaður yfir Sví- um og hélt upp blótum. Hann kölluðu Svíar þá dróttin sinn. Tók hann þá skattgjafar af þeim. Á hans dögum var friður allgóður og alls konar ár svo mikið, að Sviar trúðu því, að Njörður réði fyrir ári og fyrir fésælu manna.“ 1 Það leynir sér ekki, að hér er verið að lýsa guði ársæld- ar og frjósemi. Hið sama má sjá af frásögn Gylfaginn- ingar, þótt meira beri þar á öðrum þætti í eðli hans: „Inn þriðji Ás er sá, er kallaður er Njörður; hann býr á himni, þar sem heitir Nóatún; hann ræður fyrir göngu vinds og stillir sjá og eld; á hann skal heita til sæfara og til veiða; hann er svo auðugur og fésæll, að hann má gefa þeim auð landa eða lausafjár; á hann skal til þess heita.“ 2 Hér sjást greinilega merki um breytingu á dýrkun Njarðar. Hið forna árgoð, sem við þekkjum frá Tacitusi, færist smám saman í það horf að verða siglingagoð. En Freyr og Freyja setjast í hið forna sæti föður síns og eru mest blótuð til ársældar á síðustu öldum heiðni. Þessu lýsir Snorri á táknrænan hátt, er hann segir: Freyr tók þá við ríki eftir Njörð. 1 Heimskringla, Yngl.s., 9. kap. 2 Snorra-Edda, Gylfaginning, 22. kap.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.