Studia Islandica - 01.06.1963, Page 24

Studia Islandica - 01.06.1963, Page 24
22 saman við bátafundi frá bronsöld, sem geta verið leifar gamalla blótgjafa. Margar bergristur frá bronsöld sýna einnig hátíðahöld á skipum eða kringum skip. Gizkað hefur verið á, að skipamyndirnar eigi að tákna farkost árgoðanna, er þau ferðuðust um til að gera mönnum ár- bót.1 f sömu átt bendir nafnið á bústað Njarðar: Nóatún, sem þýðir skipatún (sbr. lat. navis = skip). Það verður því að telja líklegast, að Njörður hafi ráðið fyrir skip- um, löngu áður en víkingaöldin rann upp. IV FREYR Um dýrkun Freys eru miklu meiri heimildir til en um dýrkun Njarðar. f Snorra-Eddu er Frey lýst á þessa leið: „Freyr er inn ágætasti af Ásum; hann ræður fyrir regni og skini sólar og þar með ávexti jarðar, og á hann er gott að heita til árs og friðar; hann ræður og fésælu manna.“ 2 í Ynglingasögu segir Snorri miklu gerr frá Frey: „Freyr tók þá við ríki eftir Njörð. Var hann kallaður dróttinn yfir Svíum og tók skattgjafar af þeim. Hann var vinsæll og ársæll sem faðir hans. Freyr reisti að Upp- sölum hof mikið og setti þar höfuðstað sinn, lagði þar til allar skyldir sínar, lönd og lausan eyri. Þá hófst Uppsala- auður og hefir haldizt æ síðan. Á hans dögum hófst Fróða- friður. Þá var og ár um öll lönd. Kenndu Svíar það Frey. Var hann því meir dýrkaður en önnur goðin sem á hans dögum varð landsfólkið auðgara en fyrr af friðinum og ári. Gerður Gymisdóttir hét kona hans. Sonur þeirra hét Fjölnir. Freyr hét Yngvi öðru nafni. Yngva nafn var lengi síðan haft í hans ætt fyrir tignamafn, og Ynglingar voru síðan kallaðir hans ættmenn. Freyr tók sótt, en er að hon- 1 Sjá Almgren, bls. 69 o. áfr. 2 Snorra-Edda, Gylfaginning, 23. kap.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.