Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 24

Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 24
22 saman við bátafundi frá bronsöld, sem geta verið leifar gamalla blótgjafa. Margar bergristur frá bronsöld sýna einnig hátíðahöld á skipum eða kringum skip. Gizkað hefur verið á, að skipamyndirnar eigi að tákna farkost árgoðanna, er þau ferðuðust um til að gera mönnum ár- bót.1 f sömu átt bendir nafnið á bústað Njarðar: Nóatún, sem þýðir skipatún (sbr. lat. navis = skip). Það verður því að telja líklegast, að Njörður hafi ráðið fyrir skip- um, löngu áður en víkingaöldin rann upp. IV FREYR Um dýrkun Freys eru miklu meiri heimildir til en um dýrkun Njarðar. f Snorra-Eddu er Frey lýst á þessa leið: „Freyr er inn ágætasti af Ásum; hann ræður fyrir regni og skini sólar og þar með ávexti jarðar, og á hann er gott að heita til árs og friðar; hann ræður og fésælu manna.“ 2 í Ynglingasögu segir Snorri miklu gerr frá Frey: „Freyr tók þá við ríki eftir Njörð. Var hann kallaður dróttinn yfir Svíum og tók skattgjafar af þeim. Hann var vinsæll og ársæll sem faðir hans. Freyr reisti að Upp- sölum hof mikið og setti þar höfuðstað sinn, lagði þar til allar skyldir sínar, lönd og lausan eyri. Þá hófst Uppsala- auður og hefir haldizt æ síðan. Á hans dögum hófst Fróða- friður. Þá var og ár um öll lönd. Kenndu Svíar það Frey. Var hann því meir dýrkaður en önnur goðin sem á hans dögum varð landsfólkið auðgara en fyrr af friðinum og ári. Gerður Gymisdóttir hét kona hans. Sonur þeirra hét Fjölnir. Freyr hét Yngvi öðru nafni. Yngva nafn var lengi síðan haft í hans ætt fyrir tignamafn, og Ynglingar voru síðan kallaðir hans ættmenn. Freyr tók sótt, en er að hon- 1 Sjá Almgren, bls. 69 o. áfr. 2 Snorra-Edda, Gylfaginning, 23. kap.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.