Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 30

Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 30
28 miklar frásagnir til um átrúnað á Frey í Noregi og á Is- landi. I sömu átt benda örnefni, sem dregin eru af Freys nafni. Þau eru flest í héruðunum umhverfis Uppsali. Einnig eru allmörg Freys örnefni í öðrum hlutum Sví- þjóðar og í Noregi. Þá eru Freyshólar og tvö Freysnes á Islandi. En athyglisvert er, að Freyr og Njörður hafa látið eftir sig litlar minjar í dönskum örnefnum. Er því ekki annað sýnna en dýrkun Vana hafi verið á undan- haldi í Danmörku á síðustu öldum heiðninnar. Kemur það vel heim við orð Saxos, sem lætur Frey alltaf vera búsettan í Svíþjóð. Freyr á tvo kjörgripi samkvæmt íslenzkum goðsögum. Það eru skipið Skíðblaðnir, sem hefur byr, hvert er sigla skal, og gölturinn Gullinbursti, sem Freyr notar til reiðar eða beitir fyrir kerru sína. Báðir þessir gripir hafa verið skýrðir út frá dýrkun guðsins. Sögnin um Skíðblaðni hefur verið túlkuð á þann hátt, að hún geymi minningar um helgiskipið, sem látið var flytja líkan árgoðsins á til- teknum hátíðum.1 Að vísu eru engar öruggar heimildir um notkun skipa við slík hátíðahöld á Norðurlöndum. En ýmsar skipamyndir, sem ristar voru á berg, hafa þótt benda til slíkra hátíðahalda, eins og tekið var fram í lok síðasta kafla. Sögnin um Gullinbursta á sennilega rót sína að rekja til þess, að göltur var blótdýr Freys. Frægastur er sonar- gölturinn, sem leiddur var fram á jólaaftan.2 Menn lögðu hendur sínar á burst hans, er þeir strengdu heit. Freyr minnir að ýmsu leyti á árguði þá, sem dýrkaðir voru í fornöld við austanvert Miðjarðarhaf. Skrúðgöng- ur og árbrúðkaup virðast hafa verið mikilvægir þættir í dýrkun beggja. Gölturinn kemur oftast við sögu, annað- hvort sem blótdýr (Freyr, Osiris) eða hann er talinn bani 1 Helge Rosén: Studier i skandinavisk religionshistoria och folktro, Lund 1919, bls. 48—57. 2 Heiðrekssaga, 1924, bls. 54 og 129. Sjá einnig Helga kviðu Hjörvarðssonar, 6. lesmálsgrein.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.