Studia Islandica - 01.06.1963, Page 39

Studia Islandica - 01.06.1963, Page 39
37 Kybele, sem oft eru sýndar með ljónum í fylgd sinni. Meira að segja eru til myndir af Kybele, þar sem hún ekur í vagni sínum, sem dreginn er af ljónum eða pardus- dýrum.1 Einnig má geta þess, að egypzka kattagyðjan Basket var líka talin ástagyðja.2 En þetta sannar engan veginn, að kettir hafi verið í fylgd Freyju frá upphafi. Þeir geta alveg eins verið skraut, er henni hefur verið fengið samkvæmt austrænum fyrirmyndum, er norrænir menn hafa séð. Og þar sem Freyju kettir eru ekki nefndir fyrr en hjá Snorra, verður ekkert um það sagt, hvort þeir hafa verið tengdir dýrkun hennar í heiðni. Miklu merkilegri er sögnin um hjónaband Freyju og Óðs. Þar er Freyja hin harmþrungna gyðja, sem leitar að elskhuga sínum líkt og hinar austrænu systur hennar: Isis, Ishtar og Kybele. Nafnið Óður hefur oft verið skýrt sem önnur mynd af nafni Óðins. Ég get alls ekki fallizt á þessa skoðun. Óður hefur ekki annað hlutverk en vera hinn týndi elskhugi Freyju, og það er óhugsandi, að hinum æðsta guði hafi verið falið það. Óður minnir miklu meir á Adonis og Attis, sem alltaf eru sýndir minni máttar en gyðjur þær, sem þeim voru tengdar. En hér ber líka mikið á milli. Hinar austrænu gyðjur finna alltaf aftur hina týndu elskhuga sína, og þess er minnzt á hverju ári, um leið og jarðargróður vaknar til nýs lífs. En Freyja er enn að leita Óðs og finnur hann aldrei. Sögnin um hvarf Óðs, eins og hún er til okkar komin, getur því ekki verið tákn- mynd af gróðri jarðar, sem lifnar og deyr á hverju ári. Það er því alveg út í bláinn að rekja sögnina um Óð og Freyju til fornra árstíðablóta á Norðurlöndum. Miklu líklegra er, að hún sé aðeins daufur endurómur af sögn- inni um Attis og Kybele.3 En þau voru tignuð um allt Rómaveldi á síðustu öldum heiðni þar, og saga þeirra 1 G. Neekel: Die Uberlieferungen vom Gotte Balder, Dortmund 1920, bls. 50—51. 2 Petersen, bls. 86—87. 3 Sjá Einar Ól. Sveinsson: Um íslenzkar þjóðsögur, Reykjavík 1940, bls. 217.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.