Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 44

Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 44
42 að ætla, að sögnin um Fróða sé Adonissögnin í norræn- um búningi. Eðlilegasta skýringin er sú, að sögur þessar hafi verið sagðar til skýringar á hátíðahöldum, sem í fyrndinni tíðkuðust á mjög stóru svæði, langt austan úr Asíu og vestur fyrir Eystrasalt. Það skiptir ekki miklu máli, hvort slíkar venjur eru tengdar við guði eða goðkynjaða konunga. Þegar Babyloníumenn héldu árlega sorgarhátíð sína, er guðinn Tamuz hvarf til undirheima, var mynd hans þvegin, smurð dýrum smyrslum og færð í hátíðaskrúða. Meira að segja var hinn dauði Tamuz hafður til sýnis í þrjá daga. En er konungur dó, var hann syrgður með svipuðum hátíðahöldum og hinn horfni Tamuz.1 Óneitanlega benda sagnirnar um Skjöld og Fróða til þess, að upphaflega hafi Danir litið á konunga sína sem guðlegar verur, sem þeir tignuðu til árs og friðar. En konungahelgin virðist hafa horfið miklu fyrr í Danmörku en Svíþjóð. Hinir síðari Skjöldungar voru eftir sögn- unum að dæma í fyrsta lagi herkonungar, en ekki miðl- endur friðar og árs. Ef til vill er hægt að rekja þessa þróun til breytts helgihalds. Síðar í þessari ritgerð verður reynt að sýna fram á, að Óðinn og Týr, guðir hernaðar- ins, héldu fyrr innreið sína í Danmörk en Svíþjóð, og dýrkun þeirra stóð föstum fótum meðal Dana, meðan Svíar blótuðu enn mest hin fornu árgoð sín. Þá víkur sögunni aftur til Ynglinga. Nafnið Ynglingar hefur verið rakið allt aftur til daga Tacitusar. En hann segir, að Germanar þeir, sem næstir búa úthafinu, séu kallaðir Ingaevones. Pliníus nefnir einnig þennan þjóð- flokk og kallar hann Ingvaeones, og stendur sú orðmynd nær norræna nafninu Yngvi. 1 Bjólfskviðu er danskur konungur kallaður eodor Ingwina eða fréa Ingwina, sem hvort tveggja merkir drottin Ingvina. Tacitus getur þess, að Ingaevones kenni sig við forföður sinn, en nefnir ekki 1 Petersen, bls 169.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.