Studia Islandica - 01.06.1963, Side 46

Studia Islandica - 01.06.1963, Side 46
44 ættfærsla var alls ekki út í bláinn. Hér að framan hefur verið reynt að leiða rök að því, að litið hafi verið á kon- unginn sem eins konar staðgengil guðsins við hin fornu dísablót í Uppsölum. En ef konungur reyndist ekki því starfi sínu vaxinn að veita þegnum sínum ár og frið, átti hann á hættu, að þeir tækju hann af lífi og blótuðu honum til árs. Það er sérstaklega tekið fram um Dómalda, og frásagnir um Aðils og Agna, og jafnvel fleiri sænska fornkonunga, benda til hins sama. Hér má bæta við frá- sögn Snorra um Ólaf trételgju, en á hans dögum voru Ynglingar farnir frá Uppsölum. Ólafur konungur var á Vermalandi, og dreif til hans mannfjöldi mikill. „Gerðist þar hallæri mikið og sultur. Kenndu þeir það konungi sínum, svo sem Svíar eru vanir að kenna konungi bæði ár og hallæri. Ólafur konungur var lítill blótmaður. Það líkaði Svíum illa og þótti þaðan mundi standa hallærið. Drógu Svíar þá her saman, gerðu för að Ólafi konungi og tóku hús á honum og brenndu hann inni og gáfu hann Óðni og blétu honum til árs sér.“1 Frásögnin um fórnar- dauða Ólafs verður að teljast mjög vafasöm, þar eð hún á sér enga stoð í öðrum heimildum um hann. Ynglinga- tal getur þess aðeins, að Ólafur væri brenndur, en í Historia Norvegiæ segir, að hann ríkti lengi í friði og dæi í Svíþjóð í elli. Loks er hin merkilega frásögn um Aun konung hinn gamla. Snorri segir frá því, að Aun blótaði Óðin til lang- lífis sér og gaf honum son sinn. En er hann hafði blótað öðrum syni sínum, ,,þá sagði Óðinn honum, að hann skyldi æ lifa, meðan hann gæfi Óðni son sinn ið tíunda hvert ár. ... En þá er hann hafði blótað sjö sonum sínum, þá lifði hann tíu vetur svo, að hann mátti ekki ganga. Var hann þá á stóli borinn. Þá blótaði hann inum átta syni sínum, og lifði hann þá enn tíu vetur og lá þá í kör. 1 Heimskringla, Yngl.s., 43. kap.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.