Studia Islandica - 01.06.1963, Page 55

Studia Islandica - 01.06.1963, Page 55
51 brúðkaup þessi fóru fram með þeim hætti, að gengnar voru skrúðgöngur með pilt og stúlku í broddi fylkingar. Þau voru nefnd brúðgumi og brúður og voru öll blómum skreytt, og átti hátíðin að vera brúðkaup þeirra. Brúð- kaupið fór fram með söng, dansi og hljóðfæraleik, og var þar fylgt öllum venjulegum brúðkaupssiðum. Þessi leik- brúðkaup voru tengd við ýmsa merkisdaga vorsins, svo sem 1. maí, hvítasunnu og Jónsmessu. Orðið maj, sem upphaflega mun dregið af heiti mánaðarins, hefur í Norðurlandamálum fengið merkinguna blómskreytt tré, sem reist var upp eða borið um í skrúðgöngu. Orðið maí- brúðkaup er því haft um öll þessi leikbrúðkaup vorsins, þótt þau fari ekki alltaf fram í maímánuði. Skyldur maíbrúðkaupunum er annar siður: stríðið milli sumars og vetrar. Leikur þessi fór víða fram á þann hátt, að unglingum þorpsins var skipt í tvo hópa. Foringj- ar þeirra voru valdir með hlutkesti, og hét annar vetur og var klæddur skinnfeldi, en hinn var nefndur sumar og var í sumarfötum og blómum skreyttur. Síðan áttu hóparnir að berjast og vetur að bíða lægra hlut. Almgren heldur því fram, að eftirmyndir af helgileikjum, hlið- stæðum þeim, er hér hefur verið lýst, megi finna á berg- ristum bronsaldar. Greinilegt er, að sumar risturnar sýna einhvers konar skrúðgöngur með báta, sólarmyndir, tré, dýramyndir og brúðhjón. Sumar mannamyndir, sem þar er að finna, hafa og verið skýrðar sem goðamyndir, en ekki er hægt að skera úr því með neinni vissu. En Almgren lætur ekki þar við sitja, heldur dregur hann upp samfellda mynd af rás árstíðanna, eins og hann hugsar sér, að hún hafi verið sýnd á táknrænan hátt á ýmsum tímum ársins. Hann bendir á myndir af dauða árguðsins, harmi gyðj- unnar, upprisu guðsins frá dauðum og loks brúðkaupi guðs og gyðju. Myndir af bardögum telur Almgren eiga að tákna stríð milli sumars og vetrar. Því er ekki að neita, að Almgren bendir á hliðstæður við þetta allt, bæði í goðadýrkun fornþjóða og alþýðu-

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.