Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 55

Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 55
51 brúðkaup þessi fóru fram með þeim hætti, að gengnar voru skrúðgöngur með pilt og stúlku í broddi fylkingar. Þau voru nefnd brúðgumi og brúður og voru öll blómum skreytt, og átti hátíðin að vera brúðkaup þeirra. Brúð- kaupið fór fram með söng, dansi og hljóðfæraleik, og var þar fylgt öllum venjulegum brúðkaupssiðum. Þessi leik- brúðkaup voru tengd við ýmsa merkisdaga vorsins, svo sem 1. maí, hvítasunnu og Jónsmessu. Orðið maj, sem upphaflega mun dregið af heiti mánaðarins, hefur í Norðurlandamálum fengið merkinguna blómskreytt tré, sem reist var upp eða borið um í skrúðgöngu. Orðið maí- brúðkaup er því haft um öll þessi leikbrúðkaup vorsins, þótt þau fari ekki alltaf fram í maímánuði. Skyldur maíbrúðkaupunum er annar siður: stríðið milli sumars og vetrar. Leikur þessi fór víða fram á þann hátt, að unglingum þorpsins var skipt í tvo hópa. Foringj- ar þeirra voru valdir með hlutkesti, og hét annar vetur og var klæddur skinnfeldi, en hinn var nefndur sumar og var í sumarfötum og blómum skreyttur. Síðan áttu hóparnir að berjast og vetur að bíða lægra hlut. Almgren heldur því fram, að eftirmyndir af helgileikjum, hlið- stæðum þeim, er hér hefur verið lýst, megi finna á berg- ristum bronsaldar. Greinilegt er, að sumar risturnar sýna einhvers konar skrúðgöngur með báta, sólarmyndir, tré, dýramyndir og brúðhjón. Sumar mannamyndir, sem þar er að finna, hafa og verið skýrðar sem goðamyndir, en ekki er hægt að skera úr því með neinni vissu. En Almgren lætur ekki þar við sitja, heldur dregur hann upp samfellda mynd af rás árstíðanna, eins og hann hugsar sér, að hún hafi verið sýnd á táknrænan hátt á ýmsum tímum ársins. Hann bendir á myndir af dauða árguðsins, harmi gyðj- unnar, upprisu guðsins frá dauðum og loks brúðkaupi guðs og gyðju. Myndir af bardögum telur Almgren eiga að tákna stríð milli sumars og vetrar. Því er ekki að neita, að Almgren bendir á hliðstæður við þetta allt, bæði í goðadýrkun fornþjóða og alþýðu-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.