Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 59

Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 59
55 semitákn karla og kvenna, svo að auðsætt er, að slík tákn hafa verið ríkur þáttur í frjósemiblótum á Norð- vestur-Indlandi, áður en Aríar komu þangað. En slík tákn eru þungamiðjan í hinum indversku asvamedablót- um, og er styttra að rekja uppruna þeirra þangað en til náins skyldleika við Völsaþátt. Eftir fornleifum að dæma, hafa trúarbrögð Dravída verið mjög ólík trúarbrögðum hinna fyrstu Aría á Ind- landi, eins og þeim er lýst í Rigveda, elzta helgiriti Ind- verja. „Hinar mörgu goðamyndir [Dravída], mikilvægi móðurgyðjunnar, alger vöntun brennifórna, mergð frjó- semitákna: allt þetta er fullkomin andstæða við lýsingar Rigveda, sem þekkir ekki goðamyndir, ætlar gyðjunum lítilvægt hlutverk, færir eldinum hinar æðstu fórnir og bannfærir dýrkun frjósemitákna.“ 1 Einnig hefur verið bent á, að ýmis af goðum Grikkja, — meira að segja sum, sem hafa grísk nöfn og eru óvefengjanlega af grískum stofni — hafa dregið til sín þætti úr helgihaldi Forn-Egea.2 Enn fremur má geta þess, að myndir forn-egísku móðurgyðjunnar sýna náinn skyldleika við austrænu árgyðjuna. Til að mynda eru oft sýnd ljón í fylgd hennar. Annað einkenni forn-egísku gyðjunnar er ormur, sem Aþena tók síðan í arf. Ormar eru oft sýndir á norrænum bergristum, þó aldrei í fylgd konu. Trjáadýrkun virðist einnig hafa verið nátengd forn-egísku móðurgyðjunni. Oft er sýnd trjágrein milli hinna helgu horna hennar, og við hof hennar og altari vaxa helg tré. Æðisgengnir dansar virðast hafa fylgt trjádýrkuninni, eins og síðar átti sér stað með Grikkjum. Dumézil bendir réttilega á, að það afsanni á engan hátt arískan uppruna Þórs og Freys, þótt þeir kunni að hafa dregið til sín ýmsa drætti frá hinum sigruðu íbúum, er 1 Lauslega þýtt úr bók Petersens, bls. 513. 2 Sjá Petersen, bls. 353—71; James, bls. 70 og 136—140. Orðið Forn-Egear er hér haft til aðgreiningar frá íbúum Grikklands og Grikklandseyja á Mykene-tímanum, sem rituðu grískt mál.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.