Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 64

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 64
60 Árbrúðkaup og blautleg hátíðahöld eru mjög fjarri eðli hans. Það er aðeins vald þrumuguðsins á fyrirbærum loftsins, sem lætur hann ráða fyrir veðri. Þess vegna hétu bændur á hann, er þeir vildu fá sólskin eða regn.1 En ástæðulaust er að ætla, að það hafi tíðkazt nærri alls staðar, þar sem Þór var blótaður. Um aldur Þórsdýrkunar á Norðurlöndum verður ekkert sagt með vissu. En flest mælir með því, að hún sé mjög gömul. Hin mikla útbreiðsla hennar á víkingaöld bendir til þess, að hún standi mjög djúpum rótum. 1 öðru lagi hafa Lappar tekið upp dýrkun Þórs, og nefndu þeir þrumuguð sinn Horagalles, en það nafn er talið afbökun úr Þór karl. Axel Olrik, sem manna bezt hefur kannað skyldleika norrænna og lappneskra goða, heldur því fram, að trúarbrögð Lappa bendi á norræna goðatrú á miklu eldra stigi en því, sem lýst er í rituðum heimildum. Hann ber lappneska blótsiði saman við norræna blótfundi frá bronsöld og kemst að þeirri niðurstöðu, að goðatrú Lappa likist mest goðatrú norrænna þjóða á þeim tíma, eftir því sem ráðið verður um hana af fornleifum. Og skoðun hans er í stuttu máli sú, að Lappar hafi að verulegu leyti tileinkað sér norræna goðatrú á bronsöld eða að minnsta kosti á þeim tíma, þegar næstu nágrannar þeirra í suðri iðkuðu enn blótsiði bronsaldar.2 Jafnvel þótt eitthvað sé hér dregið frá, benda þó allar líkur til, að Lappar hafi kynnzt norrænni goðatrú löngu fyrir víkingaöld og mótað guði sína eftir fyrirmyndum norrænna höfuðguða. Lappneski þrumuguðinn er vopnaður hamri eins og Þór, en oftast er hann sýndur með tvo hamra, sinn í hvorri hendi. En samkvæmt íslenzkum heimildum ber Þór jafnan aðeins einn hamar. Hins vegar eru til berg- ristur frá bronsöld, er sýna mann, sem heldur á tveimur hömrum (sjá hér 4. mynd). Almennt ep talið, að þessar 1 Sjá Dumézil, bls. 117; Wessén II, bls. 21. 2 A. Olrik: Nordisk og lappisk gudsdyrkelse, Danske Studier 1905, bls. 39—57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.