Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 73

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 73
67 vesturströnd Noregs og í Norður-Svíþjóð. Fræðimenn telja, að örnefni á Gautlandi og í nokkrum nálægum hér- uðum hafi sérstöðu, er sýni, að Óðinn hafi verið tignaður þar um fram önnur goð. Á Gautlandi eru til dæmis örnefnin Óðinsakur og Friggjarakur, sem benda til þess, að þau hafi verið blótuð til árs. Einnig eru þrír Óðins- akrar í Suðaustur-Noregi. Þetta kemur vel heim við skoðun Almgrens, sem heldur því fram, að nafnið Gautur sé skylt sögninni að gjóta og hafi upphaflega verið haft um guð frjóseminnar, er síðan hafi runnið saman við Óðin.1 Mér finnst þó líklegra, að nafnið Gautur sé myndað af heiti Gautlands. En ekkert er því til fyrirstöðu, að þessi goðsögulegi forfaðir eða þjóðarguð Gauta hafi verið blót- aður til árs. Síðar hefur sú dýrkun svo getað færzt yfir á Óðin og gert hann að árguði á Gautlandi, eins og ör- nefnið Óðinsakur virðist bera vitni um. Sænskir fræðimenn hafa lagt mikla áherzlu á að sýna þann mun, sem verið hafi á goðadýrkun Svía annars vegar, en Gauta hins vegar, samkvæmt vitnisburði ör- nefna.2 í hinu forna Svíaríki eru algengust örnefni, sem dregin eru af nöfnum Vanagoða og Ullar. En þau eru miklu sjaldgæfari innan Gautaríkis. Hins vegar virðist Þór hafa verið blótaður jafnt um alla Svíþjóð og jafnvel Óðinn líka á síðustu öldum heiðni. Ef litið er til annarra Norðurlanda, virðast Danmörk og Suðaustur-Noregur eiga samstöðu með Gautaríki, en aðrir hlutar Noregs með Sviaríki, þar sem Uppland hafði forystu um goðadýrkun. Af mannanöfnum, sem dregin eru af nafni Óðins, eru ekki fleiri kunn en Óðinkár og Óðindís. Nafnið Óðinkár stendur á nokkrum rúnasteinum í Danmörku frá 10. öld og er auk þess borið af tveim biskupum þar í landi í kristn- um sið. Nafnið Óðindís kemur hins vegar aðeins fyrir á einum stað: á sænskum rúnasteini frá Vestmannalandi. 1 Sjá Almgren, bls. 283—87. 2 Sjá einkum rit E. Wesséns og Nordisk kultur XXVI, bls. 41—56.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.