Studia Islandica - 01.06.1963, Page 75

Studia Islandica - 01.06.1963, Page 75
69 Dana og Gauta, en Freyr meðal Svíakonunga. Um þetta eru einnig bendingar í kvæðum heiðinna skálda. Þjóðólfur úr Hvini segir margt um ársæld og árblót hinna fornu Ynglinga. En Eyvindur skáldaspillir og Egill Skalla- Grímsson kalla Óðin Gautatý og Gauta spjalla, og mörg önnur skáld nota nafnið Gautur um Óðin.1 Á dögum þessara skálda hefur minningin um ólík við- horf Svía og Gauta til einstakra goða enn þá verið ljós- lifandi. En áður en heiðnin hafði runnið skeið sitt á enda, voru þessar andstæður ekki lengur til. Og Óðinn og Freyr sátu hvor við sína hlið Ása-Þórs í stærsta helgidómi Norðurlanda: höfuðhofinu í Uppsölum. IX LOKAORÐ 1 upphafi þessarar ritgerðar var á það bent, að í Eddu- kvæðum og ritum Snorra er gerður greinilegur munur á tveim goðahópum: Ásum og Vönum. Eðlilegasta skýr- ingin á því finnst mér vera sú, að mönnum hefur verið ljóst, að dýrkun þessara tveggja hópa hefur að ýmsu leyti verið með ólíkum blæ. Samkvæmt vitnisburði elztu kvæða var Óðinn öðrum goðum fremur blótaður á Gautlandi á sama tíma og þungamiðja Vanadýrkunar var í Uppsölum. Þá hafa örnefnarannsóknir leitt í ljós, að fyrir víkingaöld hefur Óðinn verið meir tignaður í syðri hluta Norðurlanda: Danmörku, Gautlandi og Suðaustur-Noregi, en Vanir í öðrum landshlutum Noregs og Sviþjóðar.2 Um það leyti, sem sögur hefjast af germönskum þjóð- um, virðist dýrkun Ása: Óðins, Þórs og Týs, hafa verið kjarninn í goðadýrkun Suður-Germana. Hins vegar benda elztu sagnir frá Norðurlöndum á rótgróna Vanadýrkun, 1 Sjá Lexicon poeticum. 2 Sjá Nordisk kultur XXVI, bls. 50—53.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.