Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 75

Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 75
69 Dana og Gauta, en Freyr meðal Svíakonunga. Um þetta eru einnig bendingar í kvæðum heiðinna skálda. Þjóðólfur úr Hvini segir margt um ársæld og árblót hinna fornu Ynglinga. En Eyvindur skáldaspillir og Egill Skalla- Grímsson kalla Óðin Gautatý og Gauta spjalla, og mörg önnur skáld nota nafnið Gautur um Óðin.1 Á dögum þessara skálda hefur minningin um ólík við- horf Svía og Gauta til einstakra goða enn þá verið ljós- lifandi. En áður en heiðnin hafði runnið skeið sitt á enda, voru þessar andstæður ekki lengur til. Og Óðinn og Freyr sátu hvor við sína hlið Ása-Þórs í stærsta helgidómi Norðurlanda: höfuðhofinu í Uppsölum. IX LOKAORÐ 1 upphafi þessarar ritgerðar var á það bent, að í Eddu- kvæðum og ritum Snorra er gerður greinilegur munur á tveim goðahópum: Ásum og Vönum. Eðlilegasta skýr- ingin á því finnst mér vera sú, að mönnum hefur verið ljóst, að dýrkun þessara tveggja hópa hefur að ýmsu leyti verið með ólíkum blæ. Samkvæmt vitnisburði elztu kvæða var Óðinn öðrum goðum fremur blótaður á Gautlandi á sama tíma og þungamiðja Vanadýrkunar var í Uppsölum. Þá hafa örnefnarannsóknir leitt í ljós, að fyrir víkingaöld hefur Óðinn verið meir tignaður í syðri hluta Norðurlanda: Danmörku, Gautlandi og Suðaustur-Noregi, en Vanir í öðrum landshlutum Noregs og Sviþjóðar.2 Um það leyti, sem sögur hefjast af germönskum þjóð- um, virðist dýrkun Ása: Óðins, Þórs og Týs, hafa verið kjarninn í goðadýrkun Suður-Germana. Hins vegar benda elztu sagnir frá Norðurlöndum á rótgróna Vanadýrkun, 1 Sjá Lexicon poeticum. 2 Sjá Nordisk kultur XXVI, bls. 50—53.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.