Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 76

Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 76
70 og af ýmsum minjum er hægt að ráða, að Þór hafi einnig verið tignaður þar. Það er þó ekki ætlun mín að halda því fram, að Óðinn og Týr hljóti að hafa verið ókunnir á forsöguöldum Norðurlanda. Ferill einstakra goða á þeim öldum er algeru myrkri hulinn. Ég vil aðeins benda á, að samkvæmt vitnisburði elztu heimilda er þungamiðja Ásadýrkunar sunnar en dýrkunar Vana. Tacitus talar um dýrkun Ása í Þýzkalandi, en Nerþusar lengst í norðri við úthafið, líklega í Danmörku. En fjór- um til fimm öldum síðar eru Æsir mest tignaðir á Gaut- landi, en Vanir í Uppsölum. Það er því ekki annað sýnna en dýrkun Óðins og Týs hafi smáþokazt frá Þýzkalandi norður á bóginn og náð að skjóta dýpstum rótum í suð- lægari héruðum Norðurlanda, eins og örnefnin gefa í skyn. En þetta á aðeins við um síðustu aldir Rómaveldis og þjóðflutningaöld. Að dýrkun einstakra goða fyrir þann tíma verður engum getum leitt. Samkvæmt þessu hefur Óðinn ekki alltaf verið höfuð- guð allra Norðurlandaþjóða. En á síðustu öldum heiðni fer gengi hans vaxandi. Varla getur hjá því farið, að einhvern tíma hafi orðið árekstrar eða að minnsta kosti togstreita milli dýrkunar Óðins og Vana. En á víkingaöld er allt fallið i ljúfa löð. Þá standa líkneski Freys og Óðins hlið við hlið, og í blót- veizlunum drekka menn fyrst Óðins full til sigurs og ríkis konungi sínum, en síðan Njarðar full og Freys full til árs og friðar.1 Ég get því ekki betur séð en hér sé í heimi veruleikans fundin náin hliðstæða við sögnina um stríð og sáttargerð Ása og Vana. Vel get ég fallizt á þá skoðun Dumézils, að það sé ekki stríðið sjálft, heldur sáttargerðin, sem skiptir meginmáli. En samkvæmt þeirri skoðun, sem hér hefur verið haldið fram, hlýtur sú sáttargerð að hafa verið í fersku minni, er Eddukvæði 1 Sjá Heimskringlu, Hák.s. góða, 14. kap.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.