Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 11
I VÆRINGJAR
Nokkru eftir síðustu aldamót gerist það, að hópur ungra
íslenzkra skálda getur sér frægðarorð í Danmörku og víðar
um lönd fyrir verk sín, skrifuð á dönsku.
Árið 1912 skiptir sköpum í sögu þessa litla hóps. Þá komu
út í Kaupmannahöfn frumverk Jónasar GuSlaugssonar á
dönsku, ljóðabókin Viddemes Poesi, og fyrsta skáldsaga
Gunnars Gunnarssonar, Ormarr Orlygsson. Afdrifaríkust
varð þó sýning Dagmarleikhússins í Kaupmannahöfn á
Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar (eða Bjærg-Ejvind
og hans Hustm, eins og leikritið heitir á dönsku). f kjölfar
þessara rithöfunda, og þá sérstaklega Jóhanns, siglir nýr ís-
lenzkur leikritahöfundur fram á sjónarsviðið, GuSmundur
Kamban, með leikrit sitt Höddu Pöddu, sem tveimur ámm
siðar var gefið út og tekið til sýningar í Konunglega leikhús-
inu í Kaupmannahöfn.
Útflutningur skálda er merkilegt fyrirbrigði í menningar-
sögu þjóðar og á sér margvísleg rök. f þessu tilviki eiga þau
tvímælalaust fyrst og fremst rætur í umkomuleysi íslenzks
þjóðfélags þessara tíma. Þjóðin var fátæk og fámenn, og
hana skorti bæði félagslegar og menningarlegar forsendur
til þess að geta veitt þeim skáldum sinum, sem óskipt vildu
helga sig ritstörfum, nauðsynlegt aðhald, skilning og þroska.
íslenzk skáld áttu tæpast annars kost en að leita með list
sína til framandi þjóða, í stærra og menningarauðugra um-
hverfi. Svo til ógjömingur var að fá bækur þýddar í stórum
stíl úr íslenzku á heimsmálin, og fyrir stórhuga skáld varð