Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 49
47
Aðfararsagan er allt of löng, nær yfir tvo fyrstu þættina.
Afstaða persónanna hverrar til annarrar er því framan af
mjög óljós. Aðalpersónan, Hekla, birtist eldd fyrr en seint í
öðrum þætti og án þess að hennar hafi verið getið að nokkru
ráði áður. Versti gallinn á byggingu verksins er þó sá, að
persónurnar eru sífelldlega að tala um hið sama og virð-
ast óþreytandi í að segja hver annarri frá sömu atburðun-
um. Gætir þessa til enn meiri muna en áður í Höddu Pöddu,
og hefði þó mátt vænta hins gagnstæða. Benda má á samtöl
þeirra Svafars og Hrólfs í upphafi fyrsta og annars þáttar.
í þriðja og fjórða þætti heyra áhorfendur fjórum sinnum
sagt frá bónorði Heklu, eftir að hafa einu sinni orðið vitni
að því:
Hrólfur: .. . Hún ætlaði að sjá um, að pahhi yrði náð-
aður, ef ég vildi heita henni eiginorði. Því gat ég ekki
játað .. . Þetta er vitskert, glæpsamleg krafa (99).
Hrölfur: ... Hún kom og játaði fyrir mér ást sína .. .
Ef ég gæti endurgoldið hana, þá ætlaði hún að sjá
um að faðir minn kæmist úr fangelsinu (100).
Hrólfur: . . . Hún ætlaði að sjá um að pabbi kæmist úr
fangelsinu - ef ég vildi heita henni eiginorði (109).
Ingibjörg: .. . Hún sagði, að hún skyldi sjá um, að
hann yrði náðaður - ef Hrólfur vildi heita sér eig-
inorði (132).
Þessi örlagaþrungni atburður, sem vitnað er til, hefur tæp-
lega getað farið fram hjá áhorfendum, þegar hann gerðist,
eða skilyrði Heklu farið milli mála: „Segið þér unnustu yðar
upp og geíið mér hjarta yðar. Þá skal faðir yðar sleppa úr
fangelsinu og alt jafna sig“ (95). Raunar ætti þetta tilsvar
betur heima i gamanleik, en það er önnur saga. Á líkan hátt
ofskýrir höfundur gerðir Ingibjargar á Lögbergi og afleið-
ingar þeirra (shr. 75-76, 101, 123, 130, 137-138, 140).
I Konungsglímunni ægir reyfarakenndum efnisatriðum
eins og ofsóknum Sveins Pálssonar og morðinu á homun
saman við rómantísk atriði eins og fóstbræðralag, álfadans
og glímu á Þingvöllum. Fátt er frumlegt. Atriðið á Lögbergi,