Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 72
70
hefur fastlega gert ráð fyrir að koma út annarri útgáfu leik-
ritsins og þá að öllum líkindum endurskoðaðri. En af því
varð ekki.
Smásögur
Á árunum 1918-1920 birtust fjórar smásögur eftir Kamb-
an í blöðum og tímnritum. Fjalla þrjár þeirra um fánýti
refsinga.
Straffen, der sones birtist á dönsku í Berlingske Tidende
20. 1. 1918. Hún hefur ekki fundizt á íslenzku. Fjallar sag-
an um gjaldkera, sem vegna fátæktar hefur gerzt sekur um
fjárdrátt, og mismunandi viðbrögð tveggja forstjóra fyrir-
tækisins, sem stolið var frá. Annar forstjórinn, sá eldri, trúir
á refsingar, en hinn ekki. Sigrar sá síðarnefndi, og gjaldker-
anum er ekki refsað. Hann verður kyrr hjá fyrirtækinu, nýr
og betri maður.
Dæmisagan Vondafljót, á dönsku Den onde Flod, birtist
fyrst í Berlingske Tidende 16. 6. 1918 og síðar í Eimreiðinni
1919. Þarna er glæpamanninum líkt við skaðræðisfljót, sem
við rétta meðferð tekst að beizla og bre^ta í frjósama áveitu.
Sagan er barnaleg, og að formi og stíl svipar henni til ævin-
týranna í Úr dularheimum.
Vizka hefndarinnar var prentuð í Skírni 1920.1 Efni henn-
ar er negraofsóknir, „lynching“, í Bandarikjunum. Nafn sög-
unnar er ekki í alveg rökréttu samhengi við efni hennar, þvi
að hefndin er þar afleiðing, en ekki orsök. Mið sögunnar er
að sýna fram á, að hefnd fylgi í kjölfar refsinga og sé sá eini
vísdómur, sem af slíkum ofbeldisverkum megi draga.
Fjórða smásagan frá þessu tímabili, Þegar konur fyrirgefa,
birtist í Eimreiðinni 1920. Fjallar hún, eins og nokkur síðari
verk Kambans, um hjónabandið. Eiginmaðurinn er gáfaður
1 Mér hefur ekki tekizt að hafa upp á smásögunum Vizku hefndar-
innar og Þegar konur fyrirgefa í dönskum blöðum eða tímaritum. En
mjög sennilegt er, að þær hafi birzt einhvers staðar á dönsku, og er önnur
sagan til í próförk á dönsku, Hævnens Visdom, í vörzlu Gísla Jónssonar.