Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 97

Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 97
95 opinberaði honum unaðsemdir hans, lagði leið sína til Alexandriu.1 í þessari sögu Wildes er afturhvarfið tvöfalt alveg eins og hjá Anatole France, en sá munur er á, að Wilde lætur létt- úðardrósina eiga frumkvæðið að fortölunum, það er hún, sem kemur að fyrra bragði til að freista meinlætamannsins. Fylgir Kamban þar sögu Wildes, og gæti það bent til þess, að hann hafi haft hana að fyrirmynd ásamt Thais eftir Ana- tole France. En eins og rætt hefur verið um hér að framan (sbr. bls. 57) hafði Kamban mikinn áhuga á Oscari Wilde, og er því eðlilegt, að þess sjáist einhver merki í skáldskap hans. Kamban lætur leikrit sitt gerast í nútímanum og notar söguna sem uppistöðu í þjóðfélagsádeilu. Byggingin er losaraleg og í henni lítið jafnvægi. 1 fyrsta þætti er þjóðfélagsádeilan aðalatriðið, en hún gleymist síðan að mestu í næstu tveimur þáttum, og er ádeiluþráðurinn ekki tekinn upp aftur að nokkru ráði fyrr en síðast í fjórða þætti. f öðrum þætti gerast hlutverkaskipti Vivienne og Percys, en í tveimur seinni þáttunum gerist í rauninni ekki neitt nema þreytandi vangaveltur um lífið og guð. Drama- tísk stígandi eða spenna er því engin. Atburðir orka tilgerðir og samtöl sömuleiðis. Aðalpersónur eru tvær, og hefur höfundi ekki tekizt að lýsa þeim á sannfærandi hátt. Vivienne og Percy eiga það sameiginlegt með allflestum persónum öðrum í verkum Kambans, að þau eru gjörsneydd kímni og taka sjálf sig fjarska hátíðlega. Hjá þeim kemur ekki fram áhugi á neinu öðru en sjálfum sér, þau dekra við tilfinningar sínar og tala í sífellu um eigin reynslu af guði. Hér er dæmigert sýnis- horn, tekið úr smákafla í 2. þætti: Vivienne: Hvis Gud har sendt mig til Dem, sá er jeg i hans tjeneste uden at vide det (60). 1 Sjá Hesketh Pearson, 225-226. Sagan er hér mikið dregin saman frá þvi, sem þar er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.