Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 97
95
opinberaði honum unaðsemdir hans, lagði leið sína til
Alexandriu.1
í þessari sögu Wildes er afturhvarfið tvöfalt alveg eins og
hjá Anatole France, en sá munur er á, að Wilde lætur létt-
úðardrósina eiga frumkvæðið að fortölunum, það er hún,
sem kemur að fyrra bragði til að freista meinlætamannsins.
Fylgir Kamban þar sögu Wildes, og gæti það bent til þess,
að hann hafi haft hana að fyrirmynd ásamt Thais eftir Ana-
tole France. En eins og rætt hefur verið um hér að framan
(sbr. bls. 57) hafði Kamban mikinn áhuga á Oscari Wilde, og
er því eðlilegt, að þess sjáist einhver merki í skáldskap hans.
Kamban lætur leikrit sitt gerast í nútímanum og notar
söguna sem uppistöðu í þjóðfélagsádeilu.
Byggingin er losaraleg og í henni lítið jafnvægi. 1 fyrsta
þætti er þjóðfélagsádeilan aðalatriðið, en hún gleymist síðan
að mestu í næstu tveimur þáttum, og er ádeiluþráðurinn
ekki tekinn upp aftur að nokkru ráði fyrr en síðast í fjórða
þætti. f öðrum þætti gerast hlutverkaskipti Vivienne og
Percys, en í tveimur seinni þáttunum gerist í rauninni ekki
neitt nema þreytandi vangaveltur um lífið og guð. Drama-
tísk stígandi eða spenna er því engin. Atburðir orka tilgerðir
og samtöl sömuleiðis.
Aðalpersónur eru tvær, og hefur höfundi ekki tekizt að
lýsa þeim á sannfærandi hátt. Vivienne og Percy eiga það
sameiginlegt með allflestum persónum öðrum í verkum
Kambans, að þau eru gjörsneydd kímni og taka sjálf sig
fjarska hátíðlega. Hjá þeim kemur ekki fram áhugi á neinu
öðru en sjálfum sér, þau dekra við tilfinningar sínar og tala
í sífellu um eigin reynslu af guði. Hér er dæmigert sýnis-
horn, tekið úr smákafla í 2. þætti:
Vivienne: Hvis Gud har sendt mig til Dem, sá er jeg i
hans tjeneste uden at vide det (60).
1 Sjá Hesketh Pearson, 225-226. Sagan er hér mikið dregin saman
frá þvi, sem þar er.